Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 50
Hljómplötugagnrýni Framhald af bls. 31. Hlið A hefst á laginu „Sem kóngur ríkti hann..írskt lag sem heitir á frummálinu „Gypsy Rover“. Þessi hlð er ekki nægilega fjörleg og á stundum virkar söngurinn eins og kjaftshögg — til dæmis í laginu „Hífum í, bræður“, en það syngur Helgi, bassaröddu, og veldur henni tæplega. f því lagi er einnig brúkast við munn- hörpu sem stendur fyrir sínu. Heldur er lítið notast við aukahljóð- færi og er það sennilega gert svo platan sé sem líkust söng tríósins í Iðnó, en þau lög sem njóta strengja og annarra aðstoðarhljóðfæra koma bezt út, útsett af Þóri Baldurssyni. Annað kjaftshögg fær maður, öllu harkalegra en hið fyrra, í enda lagsins „í sal hans hátignar“, sem upphaflega hét „The ballad of shape of things“. Eg held mér sé óhætt að fullyrða að þau springi öll á lokatóninum. Þar eru þó nokkrir góðir hlutir, vandaður söngur Troels og Eddu sem reyndar er ekki nándar nærri nóg notuð á þess- ari plötu. Hlið B er mun betri. Betur sungin og betri lög. Þar syngur Edda eitt lag ein, „Vöggusöng Völu“ sem hefur meðal annars verið flutt af Peter, Paul & Mary undir nafninu „Gone the rainbow". Það finnst mér bezta lagið á plötunni og hljálpast þar margt að: Góður flutningur, fallegt lag og lifandi útsetning. í „Sígur að kveldi“ varð ég hrifinn af raddsetningu og strengjum, en ískur í gíturum fannst mér fullmikið. Svoleiðis nokkuð getur vefið skemmtilegt, en það er hægt að ofgera allt. Síðasta lagið á plötunni, sem jafnframt er titillagið, „... eitt sumar á landinu bláa.“ er ekki jafn gott og fyrri útsetningin, „Sem kóngur ríkti hann...“ Finnst mér þar aðallega valda „bassa“söngur Helga, og er þeir Troels upphefja nokkurskonar „fléttusöng" virðast þeir ekki í sambandi hvor við annan. Þegar á allt er litið er þessi plata ákaflega þægileg til að hlusta á, ekkert tiltakanlega spennandi þó, og held ég að það sé fyrst og fremst að kenna litlausum útsetningum. Lögin eru þó öll af- bragðsgóð og textar hreint snilldarverk. Það hefur löngum þótt heldur erfitt að setja íslenzka texta á erlend þjóðlög, en Jónas Árnason gerir það rétt eins og að drekka vatn. Edda hefur breiða rödd og fallega, og saknaði ég þess virkilega að heyra ekki meira í henni, því mér finnst hún bezti söngvarinn á pallinum. Leikritið hef ég ekki séð enn, og tel það fullvíst að maður líti allt öðrum augum á plötuna á eftir... en ekki er svoleiðis plata til fyrirmyndar, eða hvað? Mynd á framhlið mjög vandaðs umslags er stórskemmtileg, hefði ef til vill mátt ná yfir stærri hluta þess og það er snjöll hugmynd að gera hverju lagi skil á baksíðu. Plata þessi er góð hugmynd, eiguleg og fyrsta flokks söluvara, en ég er ekki svartsýnn á fram- tíð þessa söngtríós, eftir að hafa heyrt í þeim á palli. Rauða herbergið Framhald af bls. 25. öðrum ungum manni, sem einmitt var að stíga út úr skínandi fallegum, svörtum fólksbil. „Ah, almáttugur!" stundi Lori upp og féll í arma Jims. 5. KAFLI Joel Carthy, sem fundið hafði skó hennar, setti þá við hlið hennar, klæddúr gömlum en syrtilegum bláum fötum. „Frank er ævinlega vís til að hræða hvern sem er," sagði Joel. „Lið- ur yður ekki betur nú, ungfrú Kensington?" „Ég skamamst min fyrir kveifarskapinn, en ég varð svo hrædd. Það hefur gerst svo margt undarlegt frá þvf ég kom ( gær. En ég er fegin að hitta yður, herra Carthy." „Kallaðu mig bara Joel, ég er heimilisvinur hér frá því ég var strák- ur. Jim segir mér, að þér séuð ekki vel minnug öllum ákvæðunum I erfðaskrá föður yðar. En þar er framlag upp á fimmtiu þúsund dali, sem notast á til viðhalds hússins. Ef James Leland Kensington eða erf- ingjar hans taka þá ákvörðun að búa hérna, fellur þetta framla gniður. Og það hefur þá þýðingu fyrir yður, ungfrú Kensington, að þessi upphæð fellur í yðar hlut, hvort sem þér ákveðið að búa hér til frambúðar eða skamms tíma ellegar þá að þér seljið húsið." „En hvað verður um Aline frænku og Frank?" spurði hún. „Það fer eftir ákvörðun yðar. Eins og er, kemst Aline af með hundrað dali á mánuði, afgangurinn fer í skatta og að greiða mér smáupphæð. Má ég spyrja, — ætlið þér að búa hér á staðnum, ungfrú Kensington, eða hafið þér hugsað yður að selja?" Lori snart gólfið með tánum. Nú skildi hún betur fjandskap Aline. Fiún hafði árum saman barizt við að halda þessu heimili fyrir sig og Frank og var sjálfsagt mjög smeyk um, að Lori ætlaði að selja húsið. „Get ég ekki beðið með að ákveða mig? Ég vil gjarnan skoða mig betur um hér fyrst." „Má ég koma með uppástungu?" spurði Jim. „Já, gjarnan," svaraði Lori forvitin. „Leigubílaaksturinn gengur ekki sérlega vel hjá mér og kunningi minn í þorpinu mundi gjarna vilja taka við honum af mér, meðan ég væri hér í nokkra daga. Ég gæti að minnsta kosti stuggað Frank gamla frá þér og reynt að gera Aline frænku vinveitta þér." „Þá verðurðu lika að lofa því að spila fyrir mig endrum og eins," anzaði Lori. Það rann skuggi yfir andlit Jims. Joel fylgdist með. Loks svaraði Jim: „Kannske. Við sjáum til." Lori hugleiddi, hvort hún hefði þarna eignazt sannan vin. Fiún vonaði að svo væri, því henni féll vel við Jim. Lori ákvað nú að bregða sér niður í eldhús og tala litið eitt við Aline frænku. Hún sá, að Aline var að setja eitthvað á bakka og það undraði hana, því hún mundi, hvað Peggy hafði sagt: „Við borðum þrisvar á dag og verðum að vera stundvís. Annars fáum við að svelta." „Hvað er þér á höndum?" spurði Alisa, er hann sá Lori. „Æ, það var hrollur i mér, og mig langaði í kaffisopa og kannske að rabba við þig, ef þú hefur tfma til." ,,Ég má ekki vera að því nú," svaraði Aline. „En farðu upp [ bókaher- bergi, og þá get éa lagað handa þér kaffi." „Takk. Jim ætlar að vera hér ( tvo daga til að hjálpa mér við ýmislegt. Er það ekki fallega gert af honum?" „Þér má finnast það, en ég fæ ekki séð, að þú barfnist mikillar auka- hjálpar." Lori gekk þögul út úr eldhúsinu eftir svona kuldalegar móttökur, og hún undraði sig á þessum bakka, sem verið var að hlaða mat. Þess vegna spurði Peggy, þegar hún kom með kaffið til hennar: „Hver býr hér í húsinu annar en Aline, Frank og við tvær?" „Af hverju spyrðu að því?" spurði hún á móti kynlegum rómi. „Rétt áðan, þegar ég kom fram í eldhús, var Aline að setja mat og te á bakka, en þú varst nýbúin að segja „Skitt með, hvað ég hef sagt. Hún át sjálf litið í morgun og er orðin svöng. Hún borðar stundum í herberginu sínu, sem er rétt við eldhúsið." „Er hún eitthvað lasburða?" „Eiginlega ekki, en koma þín hefur kannske fengið eitthvað á hana. Henni finnst þú líkjast pabba þinum, vera sjálfsglöð, merkileg og van- þakklát. Þú ert of falleg, finnst henni, og að þú eigir engan rétt til að vera hér. Henni finnst, að hún eigi þetta hús með réttu. Hvað viltu heyra meira?" „Og hvað heldur hún, að ég ætli að gera við — húsið mitt?" „Ekki neitt líklega." „Áttu við, að hún haldi, að ég reyni það en það mistakist?" „Þú grípur fram í fyrir mér!" sagði Peggy hlægjandi. „Hvað er eiginlega svona umsnúið i sambandi við þessa Kensington- eign?" „Það er greftrunarstaður hér," svaraði Peggy. „Ég veit ekki til, að neinn hafi verið hamingjusamur hér,- Mary hafði ekki verið gift nema í nokkrar vikur, þegar ólánið skall yfir.' „Þú sagðir, að systir þín hefði verið erfið?" „Já, hún var eigingjörn og illa innrætt. Og sveik Jim frá byrjun Hún var ein af þessum fíngerðu, hjálparlausu konum. Eftir að þau voru gift gaf hún Jim aldrei frið, hann varð sifellt að snúast eitthvað í kringum hana og útvega henni eitthvað. Og hún varð afbrýðisöm, ef hann var ekki með stöðug kossalæti. Og hafi hann hrint henni framan af svölunum, skal ég verða síðasta manneskjan til að lá honum það." „Þetta er andstyggilegt að hlusta á," stundi Lori. „Æ, þú þekkir Jim Kensington alls ekkert. Hann er prýðismaður, en sé gengið nógu lengi á hlut hans, springur hann loks eins og sprengja. Og þannig eiga karimenn líka að vera. Konur eiga að koma fram við menn sína eins og frjálsa menn en ekki þræla." ,,Já, rétt er það," tautaði Lori. „Sagði Aline þér ekki, að hann ætlaði að vera hér í tvo daga?" „Aline segir mér aldrei neitt," svaraði Peggy. 6. KAFLI Það var indælt fyrir Lori, að Jim skyldi setjast að á heimilinu og albezt, að hann skyldi setja sig niður í bláa herberginu svonefnda, því þar gæti hún kallað í hann, ef eitthvað yrði að. Hann var skemmtilegur í umgengni og glaðsinna og gjarn til góðlátlegrar stríðni, Hún tók líka eftir, að hann horfði á hana aðdáunaraugun, og það gladdi hana. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 15'tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.