Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 33
SÉRSTAKLEGA SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA — Hvert? — Nú förum við og giftum okkur. Hún starði á hann frá rúm- bríkinni þar sem hún sat. — Þú... lastu bréfið? — Ég las það. Komdu nú. — Og hefurðu ekkert að segja við þessu? — Ég er ekkert hrifinn af því að vera uppnefndur, sagði hann og rétti út höndina eftir hendi hennar á nýjan leik. Hún dró að sér höndina sem hún hafði hálfvegis rétt út og reis hægt á fætur. — Þú ert ekk- ert hrifinn af því að vera upp- nefndur; sagðirðu það? — Já. — Er það allt og sumt sem þú hefur að segja? — Komdu! — Benjamín! sagði hún. — — Foreldrar mínir eru að skilja! Feður okkar eru að hætta ára- langri samvinnu! Hann rétti út höndina. — Er þér... er þér alveg skít- sama um það sem þú hefur gert? — Já. — Ha? — Nú giftumst við. Hún'kippti að sér hendinni og hristi höfuðið. — Benjamín? — Já? — Ef þú svo mikið sem talar við mig meira þá hringi ég á lög- regluna. Hún stóð upp og gekk út að dyrunum. Benjamín stökk fyrir hana. — Farðu frá, Benjamín! — Nei. Hún sneri sér við og gekk út að glugganum, opnaði hann og leit niður eftir brunastigan- um sem lá niður á gangstéttina. — Viltu gjöra svo vel og hætta þessu! hrópaði Benjamín. Hann stökk til hennar og skellti glugg- anum aftur. — Elaine, sagði hann, — hlustaðu á mig! Hann tók um úlnlið hennar. — Auð- vitað er mér ekki sama. Hvernig gæti mér staðið á sama? En, El- aine... ég elska þig. Ég elska þig, Elaine! — En þú getur staðið þarna og sagt að þú sért ekkert hrifinn af því að vera uppnefndur? — Elaine, mér þykir fyrir því að hafa sagt þetta. En ég vil að við giftumst. Ekkert annað skipt- ir máli. — Foreldrar mínir eru að skilja, Benjamín, sagði hún og settist aftur á rúmið. — Faðir minn! Benjamín settist við hlið henn- ar. — Sjáðu nú til, sagði hann. — Þetta er ákaflega sorglegt og ónauðsynlegt augnablik í lífi þeirra. Ég geri mér grein fjrrir því. En það sem skiptir máli ert þú og ég. — Ekki foreldrar okkar? — Hlustaðu á mig, Elaine! Hann veit ekki... hann veit ekki um hvað hann er að tala. Hann kallar mig — Benjamín fór í vasann og tók upp bréfið. — Hann kallar mig óheiðarlegan og óáreiðanlegan. — Nú? — En ég er það ekki, Elaine! Er ég það? — Hann er faðir minn, Benja- mín. — Það er ekki það sem máli skiptir! — Jú, það er það, sem máli skiptir. — Það sem máli skiptir er það að hann hefur ekki rétta hug- mynd um það sem er að ske. Hann heldur að ég sé vondur. — Láttu mig hafa bréfið. — Ég meina ... hann er faðir þinn, Elaine. En þú ættir að geta skilið að í þessu sambandi veit hann ekki um hvað hann er að tala. — Hann vill ekki að ég gift- ist þér, Benjamín. — Gott og vel. En það er vegna þess að ... — Vegna þess að þú hefur sært hann, Benjamín. — Já, vegna þess að ég hef sært stolt hans, sagði Benjamín. — Foreldrar þínir voru aldrei samrýmdir. Hann segir það sjálf- ur. Og ég hef talað um þetta við móður þína. Hún sagði mér að hún hefði aldrei elskað hann. — Láttu mig hafa bréfið. —• Bíddu aðeins, sagði hann. — Mamma þín sagði mér líka að... — Benjamín, mér er nákvæm- lega sama hvað hún sagði þér. Ef þú hefur ekki meiri með- aumkvun með foreldrum okkar en þetta, þá .... — Ég hef meðaumkvun með þeim, Elaine. En ég er að reyna að sýna þér að faðir þinn tekur mig ekki rétt. Hann hefur gert sér rangar hugmyndir um mig. —• Hann veit það. — Ha? — Hann veit að það sem hann sagði í bréfinu er ekki rétt. — Nú? Hvers vegna var hann þá að segja það? — Benjamín, það er vegna þess að þú hefur sært hann. Hann veit ekki hvað hann á að gera. — Gott og vel. En þú ættir ekki... — Og gleyma hvernig föður mínum líður? — Já. Hárrétt. Ég meina þetta; mér finnst það rétt. Elaine stóð upp og gekk að borðinu. Hún tók umslagið upp og setti bréfið þar í. — Elaine, sagði Benjamín og stóð upp. — Förum núna og lát- um taka af okkur blóðprufu. — Þú hefur engan rétt til að biðja mig um það! — Ég grátbið þig, Elaine! — Þú hefur engan rétt til að grátbiðja mig. — Ég get ekki annað. Elaine gekk hægt út að dyr- unum. — Elaine? —• Ég verð að fara að læra, sagði hún. — Giftum okkur fyrst, sagði hann og flýtti sér til hennar. — Þú getur farið að læra á eftir. — Nei. — En ... Elaine? — Já? — Þú ... þér var ekki alvara með það sem þú sagðir um lög- regluna? — Nei, Benjamín. Þú veizt að ég myndi ekki gera það. — En hvað verður? — Ég veit það ekki. Ég ætla að tala við pabba þegar hann kemur. — Ætlarðu að segja honum að við viljum giftast? — Já. — Viltu segja honum að ekk- ert geti stöðvað okkur? — Ég segi honum að við elsk- um hvort annað. — Ætlarðu að gera það? Hún kinkaði kolli, opnaði og fór fram á ganginn. Benjamín hikaði andartak en flýtti sér svo á eftir henni. — Elaine? Hún stanzaði. — Vertu hjá mér... Hún sneri sér við og gekk til hans. Hún kyssti hann. — Ég verð við lestur í herberginu mínu.' — Geturðu ekki komið með bækurnar þínar hingað. Ég skal ekki trufla þig. — Ég sting þig ekki af. — Lofaðu því. — Ég lofa þér því að ég skal ekki fara neitt. — Ég yrði óður, Elaine, sagði hann og tók hendur hennar. — Ég myndi hreinlega sturlast. Herra Robinson kom morgvm- inn eftir. Benjamín stóð við gluggann og horfði niður á göt- una, þegar leigubíll stanzaði fyr- ir utan og herra Robinson kom út. Benjamín stóð stjarfur og horfði á hann borga bílstjóran- um, hlustaði síðan á útidyrnar opnast og þegar herra Robinson kom upp stigann upp á aðra hæð. Eitt andartak var grafarþögn, en svo var bankað á dymar. Benja- mín hélt niðri í sér andanum og hreyfði sig ekki. Það var bankað aftur. — Já? Kom inn. Dyrnar opnuðust og herra Robinson kom inn. Benjamín sneri sér við. Þegar herra Rob- inson sá hann snarstanzaði hann og stóð kyrr eins og stytta. Langa lengi horfði hann á Benjamín en fór svo að ræskja sig. Á endan- um setti hann höndina fyrir munninn og hóstaði. — Viltu ... sagði hann loks, — viltu segja mér hvers vegna þú gerðir þetta? Benjamín hristi höfuðið. — Ég ... ég veit... — Hefurðu eitthvað sérstakt á móti mér sem þú getur sagt mér? sagði herra Robinson og ræskti sig aftur. — Er það einhverra hluta vegna sem þú ert upp á kant við mig? Benjamín hristi höfuðið enn- þá. — Nei, sagði hann. — Það er ekkert... — Er það eitthvað sem ég hef sagt sem hefur orðið til þessa? Eða er það aðeins það sem ég er fulltrúi fyrir, mín kynslóð, sem þú hatar? Framhald á bls. 45 15. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.