Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 13
Eftir aS hafa dregiS sig í hlé í áraraSir, vakti hin fræga kvikmyndastjarna Asta Nielsen - „Die Asta“, eins og hún var kölluS í Berlín, á sér athygli meS því aS giftast, 88 ára gömul. Ein af myndum Ástu. Ásta Nielsen á hinu skrautlega og lit- rika heimili sínu, sem sumum þykir líkjast einna helzt safni. Asta Nielsen fengi fljótlega þann stimpil, eftir að hún var orðin fræg, rétt eins og landar hennar, Carl Th. Dreyer og Karen Blixen á sínum tíma. Smáþjóð eins og Danir, sýna oft góðum listamönnum tómlæti, það er að segja almenningur. Það er því ekkert undarlegt við það að hún fékk ekki verðskuldaða viðurkenn- ingu, hvorki sem leikkona, eða sem snjall rithöfundur að sjálfsævisögu sinni, „Týnda menntagyðjan". Hinar fínlegu og listrænu klipp- myndir, sem hún tók til við, eftir að hún kom heim árið 1936, og var neydd til að finna sér sjálf eitt- hvað til dundurs, hafa heldur ekki hlotið verðskuldað lof, heldur verið álitið tómstundagaman sérvitrar konu, þótt þær eins og allt annað sem Asta Nielsen hefir lagt stund á, hafi sýnt listamannsþroska og frá- bæra eftirtektargáfu. En þótt það tómlæti og stundum andúð, sem ríkti [ kringum hana í heimalandi hennar, hafi verið venju- leg deyfð, þá er það á engan hátt afsakanlegt, enda skilja útlendingar það ekki að hún skuli aldrei hafa fengið hlutverk, hvorki í kvikmynd- um eða á leiksviði, ( öll þessi ár, nema ómerkilegt hlutverk á Folke- teatret, í jafn ómerkilegu leikriti. Tom O'Horgan, hinn þekkti fram- úrstefnu leikstjóri, sem hitti Astu Nielsen fyrir nokkru, ætlaði aldrei að komast yfir það að hún hefði ek,ki stöðugt verið á sjónvarps- skerminum eða á leiksviði. „Hún er dásamleg Grand Old Lady," segir hann [ viðtali við fransk-ameríska tímaritið Leonardo, „hún hefir ennþá jafn skarpa at- hyglis- og kímnigáfu og hver ung manneskja og augun eru ennþá ó- trúlega lifandi og skýr. Það er vel hægt að ímynda sér hver áhrif þau hafa haft á áhorfendur. I hennar Hér sjáum við nokkrar svipmyndir úr kvikmyndum hennar, meðal annars yzt til Ásta Nielsen — hún var aldrei tízkufyrirbrigði, en töframáttur hennar var ótrú- iega mikill. tíð var ekki talað um kyntöfra, en þá hefir hún ábyggilega haft í rík- um mæli. Og svo hefir hún meiri persónuleika en t/lft af öðrum fræg- um leikkonum samanlagt." Eileen Bowser, safnvörður við eitt stærsta kvikmyndasafn í Bandaríkj- unum, segist telja Astu Nielsen eina mestu kvikmyndastjörnu sem uppi hefir verið. Ef einhver heldur að Asta Nielsen hafi náð sínum leiksigrum erfiðis- laust og frægðin hafi stigið henni t;l höfuðs, þá er ráðlegt að skipta um skoðun. Hún var alltaf heiðarleg og sjálfri sér samkvæm, og lét aldrei múta sér. Þeir eiginleikar hafa oft gert henni erfitt fyrir, og líka komið í veg fyrir sjálfsdásömun, þegar aðrir dáðu hana, og líka forðað henni frá s já Ifsfy rir I itn i ngu, þegar hún var sniðgengin og ekki dæmd að verð- leikum. Þess utan voru séreinkenni hennar fjötur um fót, þótt síðar yrðu þau til að skapa henni frægð. Þegar hún kom fyrst fram á sviði um alda- mótin, fannst fólki hún vera allt of áberandi; hún hafði alltof stór augu, of þunnar varir, og ýmislegt annað, sem hægt var að finna að leikurum, sem ekki voru eftir smekk þeirra tíma. Hún var líka heyrnardauf og það háði henni ótrúlega mikið. Framhald á bls. 37. vinstri nærmynd af Ástu í gervi Hamlcts. 15. tbi. yiKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.