Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 19
Afi HLAÐA héðan. Afleiðingin var sú, að á síðastliðnu vori hóf liann samvinnu við fyrirtækið Jón Loftsson h.f., sem um árabil hefur framleitt staðlað bygg- ingarefni úr íslenzkum hrá- efnum lileðslusteina og hellur, sem notið hafa sívax- andi vinsælda undir vöru- merkjunum Mátsteinar og Mátliellur. Það voru eink- um liellurnar, sem vöktu athygli Jóns og varð hann npphafsmaður að nýrri húsa- gérðartækni á íslandi með þeim, í samráði við fram- leiðendur. Þessi byggingaraðferð sem Magnús Skúlason var höfundur húss- ins, sem hlaut þriðju verðlaun. Jón hefur litfært hér með Máthellum Jóns Loftssonar, er þó engan veginn ný lieims- uppfinning Brikkhúsin, sem við sjáum að minnsta kosti í öllum okkar nágrannalönd- um austur um álfuna, eru gerð í aðalatriðum eftir þess- ari aðferð. Þá eru í rauninni hlaðnir tveir veggir og er annar fullgerður útveggur en hinn fullgerður innveggur. Ef vill má þannig losna við j>að dýra puð að draga auka- hús utan á og innan á stein- veggina með slceið og bretti eins og verið hefur lengst af hjá olckur. Sá er verulegastur munur á gerð brikkhúsa og Mát- lielluhúsa, að í siðara tilvik- inu eru húsin einangruð, og einangrunin kemur á milli veggjalaganna, auk þess sem jjar eru nokkur loftræsl bil. Þar sem ástæða er til að ætla, að þessi gerð húsa eigi eftir að rvðja sér til rúms, skal hyggingarmátanum lýst nokkuð hér á eftir: Húsið hvílir á steinsúlum, sem boraðar eru niður á fast og cr stevpunni rennt í plast- ]>oka til að vernda hana fyr- ir jarðvegssýrum. Þar á ofan er svo platan steypt ásamt „hainarshausum" á siilurnar, en hamarshausar eru kall- aðir fláar frá súíunni undir plötuna. Þegar platan er steypt, er gert ráð fyrir að hún sé tekin rétt um leið eft- ir leiðurum, „straujuð“ og „glöttuð“ þannig að næsta verk við hana verði að leggja dúka eða teppi. Aðrir arki- tektar liafa að sjálfsögðu aðrar lausnir, t. d. að steypa sökkla í stað súlna o. s. frv. Næsta verkefni við hygg- inguna er að slá upp fyrir stokk eða gólflista undir innri hleðsluvegginn, en í ])ann stokk eru raflagnir sett- ar og iiann síðan steyptur. Með því móti sparast raflögn upp um veggi og milliþik þvi lenglar opnast inn úr j)ess- um stokk en leiðslur fyrir rofa við dyr eru lagðar með- fram dyrakörmum og aðeins þarf að liöggva fyrir rofadós- unum sjálfum. Raflagnir, sem eiga að fara í loft, eru faldar bak við innbyggða skápa eða teknar milli útþilja og þaðan inn yfir loftin. Þessu næst eru settir upp leiðarar eða réttskeiðar fyrir innrivegginn og milliveggi, en mjóar snúrur strengdar nrilli leiðaranna og hlaðið cftir þeim. Galvanseruð vir- tengsli, beizli, eru sett í hleðsl una, eitt á hvern fermeter, en þau tengjasl síðan i ytri lileðsluna þegar að henni kemur og eru húsinu til styrktar. Þegar innri veggur- inn er kominn upp, má gangá frá bitum og þaksperr- um, en þakið livílir að öllu leyti á innri veggjum. Lóð- rétta festingu á þakið má gera á þann hátt, að steypa járnlykkjur i plötuna milti útveggjanna og víra sperr- urnar ofan í þær. Þvi næst er innri veggurinn klæddur með svörtu, j)unnu „land- búnaðarplasti“ að utanverðu en einangrunarplast neglt j)ar utan á „landbúnaðar- plastið“ er öryggisatriði til varnar gufuflæði innan úr liúsinu og avtti raunar ekki að vera annars staðar þörf en i baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi. Þá er komið að því að hlaða vtra byrðið og eru gluggar og dyrakarmar settir í jafnharðan; á ])eim er ekki girði eins og venju ber til, lieldur negldir okar á miðja karmajna jafnþykkir millibilinu mitli vitveggjanna og fatla þar inn í. Breidd karmanna er ríflega breidd veggjanna og falla inn yfir og út yfir og loka samskeyt- um þannig þétt. án þess að þurfi að pússa að þeim að utan eða setja áfellur og sól- bekki að innan. Innihurða- karma má fara með á sama hátt eða nota dyralista eftir efnum og ástæðum. Biiið er að reisa og nvi er Framhald á bls. 43 Tvö hús voru að auki valin til frekari útfærslu og þetta er annað þeirra. Höf- undur: Ferdinand Alfreðsson. i5. tbi. viKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.