Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 24
RhUDH herbercid „Hataðirðu James frænda?" spurði Jim. „Hvers vegna?'" „Af þvf mamma elskaði hann. Og hann sendi mig frá henni. Frá því ég var sex ára hef ég verið ( ýmsum skólum á ýmsum stöðum, meðal annars í fjarlægu landi. Hann vildi ekki hafa mig hjá mömmu, vildi hafa hana einn." „Ég held ég hafi aldrei séð hann," sagði Jim. „En ég veit, að afi arfleiddi hann, og ég er viss um, að það var einhver góð ástæða til, að Aline og pabbi fengu ekki neitt. En ég veit líka, að pabbi og stjúpi þinn rifust nokkrum sinnum illilega og að Aline kallaði hann svíðing. James fór burt úr húsinu og sagðist aldrei ætla að koma aftur, því Aline og pabbi væru á höttum eftir peningunum hans. Hann hélt líka, að kona hans hefði framið sjálfsmorðið vegna Aline og pabba. En hann skildi ekki illa við þau, Lori. Þau sem vildu, máttu búa hér áfram, og hann stofnaði þennan sjóð, sem ég talaði um. Lori, veiztu hversvegna hér eru næstum engin húsgögn, málverk né dýrmætir munir?" „Nei, það hef ég ekki hugmynd um." „Hann pabbi minn, Leland James Kensington, seldi það allt til að greiða spilaskuldir sínar. Og til að ég gæti haldið áfram að læra. Og þegar mamma datt niður stigann og dó, tókst honum að blekkja lög- fræðingana til að láta sig fá hluta af auðnum. Eftir tvö ár hafði hann drukkið það upp." „Það er ekki fallegt að segja svona nokkuð um pabba sinn." „Hann var indæll maður, og mér þótti mjög vænt um hann", svaraði Jim afsakandi. „En hann hugsaði aldrei fram ( tímann. Hann var alger mótsetning við bróður sinn, stjúpföður þinn. En mér hefur aldrei fund- izt ég skulda þessum stað neitt." „Það er út af konunni þinni?" spurði Lori forvitin. „Nei, Mary var aldrei ánægð hér. Nei, ástæðan var önnur, og ég vona að þú fáir aldrei að vita hana, Lori. Vertu þolinmóð, Lori. Við viljum gjarna, að þú kunnir vel við okkur. Að minnsta kosti ég." „Ég kann vel við þig, Jim," sagði hún viðkvæmnislega, „og ef Peggy líka . „Jæja, það er orðið framorðið", sagði hann og stóð upp. „Nú skal ég fylgja þér upp." „Ég er ekkert barn," svaraði hún snúðugt. „Ég fylgi þér samt upp. Og þú ættir ekki að stjákla mikið um húsið meðan ég er niðri í Ardmore." „Er nokkur hætta á ferðum?" spurði hún. „Þú manst, að konan mín datt niður af svölunum." Og sumir héldu, að hún hefði verið myrt, hugsaði Lori. Og mamma Jims dó líka á dularfullan hátt . . . Skyndilega varð Lori skelfd, reif sig frá Jim og upp stigann og inn úr dyrunum á herberginu sínu. En lyk- illinn var ekki í skránni, er hún ætlaði að aflæsa. Við þetta varð hún enn hræddari og vildi fela sig einhversstaðar, en vissi ekki hvar. Hún heyrði leigubílinn aka burt, en reyndi áður að vinna bug á óttanum. Hún horfði á rúmið en var ekkert syfjuð. Hún sparkaði af sér skónum og gekk frá dyrunum. Það marraði í gólfinu, enda húsið gamalt. Hún veitti athygli snúna stiganum, sem lá upp að dimma opinu í loft- inu. Var ekki þarna uppi útsýnisturn? Forvitnin jók henni kjark. Því ekki að skoða sig um? Tréþrepin voru köld en erfiðið jók henni kjark. Er hún sté á efsta þrepið, gaf það undan, svo hún féll og rann niður. A leiðinni flaug henni í hug, hvort hún mundi hálsbrotna og verða þann- ig fórnardýr eins af þeim vopnum, sem aðeins gömul hús hafa yfir að ráða. 4. KAFLI Þegar Lori kom til sjálfrar sín aftur, fann hún til allsstaðar f skrokkn- um og var hrollkalt. Hún gat vegið sig upp í setstöðu og fann, að hún var hvergi beinbrotin. Klukkan var fjögur, svo hún hafði þá legið þarna nokkuð lengi. Hún leit á þrepin og sá, að bæði brotnu þrepin hafði að minnsta kosti verið sagað upp í að þriðja hluta. Einhver hafði þá ætlað að bana henni á þennan hátt! Raunar trúði hún því naumast, því heldur var óKklegt, að hún mundi klifra upp ( turninn. Hún vissi ekki betur en að annaðhvort þeirra Jims eða Mary höfðu haft þetta herbergi. Peggy hafði viðurkennt, að „slysið" hefði líkzt morði. Og Jim hafði sagt, að Mary hefði aldrei verið ánægð í hjónaband- inu. Ef hinn stórvaxni og dularfulli maður var morðingi, gat þá ekki verið, að hann hefði lagt meira en eina gildru fyrir konu sfna? Nei, nei, það getur ekki verið, sagði Lori við sjálfa sig. Það var svo margt gott við þennan mann. Hann hafði stundað tónlistarnám við einn af þekktustu skólum New York f fimm ár, en raunar var hann nú ekki annað en leigubflstjóri. Hann hafði látið sem hann byggi með hin- um íbúum hússins yfir einhverju óhugnanlegu leyndarmáli, og hann hafði samvizkubit yfir, hvernig pabbi hans hafði hagað sér. Lori datt f hug það, sem hún hafði lært um arfgenga geðveilu. Svo minnfist hún, hve svipur hans hafði orðið viðkvæmnislegur, þeg- ar hann fékk að vita, að þau voru ekki frændsystkin. Nei, hún gat ekki trúað, að Jim eða einhver í húsinu hefði sagað upp f þrepin að órann- sökuðu máli. Hún gekk fram að baðherbergi að þvo sér, en heyrði nú fótatak fyrir neðan. Hún gekk þá að handriðinu og kfkti niður án þess að snerta hand- riðið. Skyndilega heyrði hún rödd Aline en ógreinilega, nam ekki orðaskil. Aftur sagði Aline eitthvað, en svo varð dauðaþögn. En rétt á eftir heyrð- ist gegnsmjúgandi óp. Lori rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og nú heyrðist sem ein- hver væri dreginn eftir gólfinu og hurð skellt. Lori stóð f sömu sporum með samanklemmdar hendur og vildi helzt æpa upp. En hún flýtti sér þegjandi til herbergis síns, tók upp ísöguð þrepin, stakk þeim í neðstu snyrtiborðsskúffuna og háttaði sig. Aline hafði sýnilega lent f ryskingum við einhvern, og Lori var viss um, að það væri ekki Frank, svo það hlaut að vera Peggy. En hvort var það Aline eða Peggy, sem æpt hafði upp? Og hvað kom til, að þær voru á fótum klukkan fjögur um nótt? Lori svaf fram yfir klukkan tfu. Hún var stirð og sumsstaðar aum en leið samt betur en áður. Rúmið var ágætt og herbergið miklu vinalegra nú, þegar sólskinið flæddi inn í það. Eftir að Lori hafði klætt sig og snyrt gat hún ekki vel áttað sig á, hvað hana hafði dreymf og hvað var veruleiki. En það var þó staðreynd, að hún hafði dottið, því hún var með marbletti. Hún gekk niður í bókaherbergi, því það var eini staðurinn, sem hún rataði til. Þar var Peggy að fylla könnuna af koníaki. „Góðan dag," bauð Peggy. „Svafstu vel?" „Já, takk fyrir, ég var afskaplega þreytt," svaraði Lori og aðgætti, hvort hún sæi nokkrar skrámur á sólbrúnum handleggjum Peggyar, en svo var ekki að sjá. „Við lofum þér að sofa," hélt Peggy áfram. „Að minnsta kosti ég. Og Aline frænka sagði ekkert, þótt þú hafir ekki komið niður í mat klukkan sjo. Spennandi framhaldssaga eftir Carolyn Farr 24 VIKAN 15 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.