Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 48
hnífinn af borðinu og bankaði lauslega í glasbarminn. Svo rétti hann hnífinn aftur til hennar. — Viltu gera þetta fyrir mig? Stúlkan horfði á Benjamín o^ hnífinn til skiptis um stund en bankaði svo í glasið. Benjamín fór upp á stólinn. Stúlkumar á næstu borðum höfðu þegar hætt að borða og horfðu á hann. Smám saman færðist þögn yfir salinn og á endanum hefði mátt heyra saumnál detta. Allir steinþögðu, jafnvel hvítklædda fólkið hin- um megin við afgreiðsluborðið. Benjamin ræskti sig. — Eg er að leita að stúlku, sagði hann og rödd hans bergmálaði um sal- inn. — Eg er að leita að Elaine Robinson. Enginn hreyfði sig. — Er einhver hérna sem þekkir Elaine Robinson? Ennþá var allt kyTrt og hljótt, en svo réttu nokkrar stúlkur víðsvegar um salinn upp hend- umar. Benjamín beið þar til all- ar höfðu rétt hendumar eins hátt og hægt var, þá kinkaði hann kolli. — Má ég biðja stúlkurnar sem hafa rétt upp hönd vinsamlega að koma og tala við mig! sagði hann. — Takk fyrir! Hann steig niður af stólnum og ýtti honum aftur að stúlk- unni sem hafði lánað honum hann. Hún settist og hélt áfram að borða. Stúlkumar sem höfðu rétt upp hendur paufuðust rólega á milli borðanna í áttina til hans. Sú fyrsta kom til hans og horfði rannsakandi á hann. — Þekkir þú hana? spurði Benjamín. — Já. — Hvar er hún? — Eg veit það ekki, svaraði stúlkan. — Er hún ekki hér? Benjamín sneri sér að næstu stúlku. — Þekkir þú hana? Hún kinkaði kolli. — Veiztu hvar hún er? Er hún ekki hér? Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. ReMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Sjtml 16510 — Nei. Stúlkan leit niður fyrir sig. — Sennilega er hún í bókasafninu. — Ertu viss? — Eg held að hún eigi að fara í próf seinna í dag, svo hún er sennilega þar að lesa undir það. Er eitthvað að? — Nei. Hann ruddi sér braut á milli stúlknanna. — Þakka ykkur, sagði hann. — Þið getið haldið áfram að borða. Hún var ekki í bókasafninu. í nærri því heila klukkustund gekk Benjamín fram og aftur um ganga, skólastofur, lesher- bergi og inn á milli bókahilla og leitaði að henni. Loks fór hann að afgreiðsluborðinu rétt fyrir innan aðaldymar. — Er nokkur leið að finna nokkurn í þessu húsi? sagði hann. Konan leit á hann yfir bók- ina sem hún var að lesa og brosti. — Nei, sagði hún. Hann leitaði í bókasafninu í klukkustund enn en fór þá aftur til herbergis síns. Hann sá ekki föður sinn fyrr en hann var kominn svo að segja að dyrun- um. — Halló, Ben. Hann snarstanzaði og leit upp. — Pabbi? — Eg held við ættum að tala örlítið saman, sagði herra Brod- dock. Benjamín starði á hann um stund en hristi svo höfuðið. — Pabbi, sagði hann. — Eg — mér þykir fyrir því, en ég má bara ekki vera að því núna. — Jú, ég er viss um að þú mátt vera að því, Ben. — Pabbi.... Herra Braddock rétti út hönd- ina og tók í handlegginn á Benja- mín. — Eigum við ekki að koma inn? Benjamín hikaði andartak en ýtti svo dyrunum opnum og vís aði föður sínum upp og inn í herbergið sitt. Herra Braddock stóð lengi eftir að hann hafði lokað dyrunum og horfði á Benjamín þar sem hann stóð við skrifborðið. — Eg veit ekki hvernig þú gazt þetta, sagði hann loks. Benjamín svaraði ekki en starði í gólfið. — Var það henni að kenna, Ben? — Nei, svaraði hann hljóðlega og horfði niður á skrifborðið. — Hvers vegna skeði þetta, Ben? — Eg veit það ekki. Herra Braddock tók hvíta skyrtu af stólnum við hliðina á sér og settist með skyrtuna í kjöltu sér. — Setztu. Benjamín settist, hægt og ró- lega, án þess að líta á föður sinn. — Hvenær byrjaði það? sagði herra Braddock. Benjamín andaði djúpt. — Eg man það ekki, sagði hann. — Segðu mér hvenær það byrjaði, Ben, endurtók hann. — f fyrrasumar, sagði hann. — Það byrjaði nóttina eftir sam- kvæmið sem þið hélduð mér til heiðurs. — Svafstu hjá henni þá nótt? — Nei. Hún fór með mig upp eftir matinn og sagði að ég gæti fengið það hjá sér. — Og hvað sagðir þú? — Að ég teldi það ekki rétt. — En hún hélt áfram að reyna við þig? — Nei. — Heldur hvað? — Eg hringdi í hana eitt kvöldið. Eg var mjög miður mín, og sagði henni að ég hefði áhuga á að bjóða henni í glas. — Hvar? — Á hóteli. — Hvaða hóteli? — Pabbi — þetta er ekkert ánægjulegt fyrir mig að vera að rekja þetta allt saman! Herra Braddock sat hljóður og horfði á hvítu skyrtuna sem hann var með í kjöltu sér. Það var grafarþögn lengi. — Jæja, pakkaðu niður, sagði hann loks. — Hvað? — Nú förum við heim. Benjamín hristi höfuðið. — Taktu saman dótið þitt! — Nei. — Jú, Benjamín. — Pabbi, sagði Benjamín og stóð upp, — ég virði það við þig að þér skuli finnast ég þess virði að þú komir hingað til mfn. En ég get ekki farið héðan. — Vegna Elaine? — Já. Herra Braddock kinkaði kolli. — Benjamín, ég vil ekki sjá að þú hafir nokkuð meira saman við hana að sælda. Benjamín starði á hann. — Pabbi, ég get ekkert að því gert. — Þú verður að geta það. — En ég get það ekki! — Ben, sagði herra Braddock, — ég ætla að segja þér svolítið. Hann stóð upp. — Fyrir tveimur dögum síðan sat herra Robinson í stofunni heima hjá okkur og grét eins og tveggja ára gamalt barn fyrir það sem þú hefur gert honum. Benjamfn sagði ekkert. — Hann var með ekka, Ben. Hann barði krepptum hnefunum í sófann eins og smábarn. Hann var.... — Jæja þá! Herra Braddock leit aðeins lengur á son sinn en svo á ferða- töskuna sem var á gólfinu. Hann tók hana upp og opnaði hana á rúminu. — Þú átt tíma hjá lækni i fyrramálið, sagði hann um leið og hvíta skyrtan hvarf niður f töskuna. — Hvað? — Þú átt tíma hjá geðlækni. Benjamín steig eitt skref í átt- ina að föður sínum. — Eg — ég heyrði víst ekki hvað þú sagðir. — Jú, þú heyrðir hvað ég sagði. — Nei, sjáðu nú til, sagði Benjamín. — Það getur verið að eitthvert vandamál sé hér á ferðinni en það er ábyggilega ekkert að mér í kollinum! — Drífðu í þessu, Ben. Komdu IIIM H DBmH IflHS Mlfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin NóL SÍCast er dregiS var hlaut verSlaunln: Svanhvít Stella Ólafsdóttir Hraunbæ 62, Reykjavtk. Vlnnlnganna má vltja 1 skrifstofu Vlkunnar. Nafn Helmlll örldn er & bls. 1S 48 VIKAN 15 «>*•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.