Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI. yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 Hún nam staðar andartak í anddyrinu og horfði á spegil- mynd sína og strauk fingrunum í gegnum logagyllt hárið, svo flýtti hún sér upp stigann. Telpurnar sváfu vært í rúm- um sínum, — Jane lá á bakinu með hendurnar niður með hlið- unum. Mittie var eins og óreglu- legur hnútur að feitum hand- leggjum, fótleggjum og loga- gylltu hári. Fran breiddi yfir hana. Ljósið frá ganginum skein framan í Jane, svo hún bærði á sér. — Mamma.... — Uss, engillinn minn, þú verður að sofa áfram. Hún gekk hægt inn í sitt her- bergi, en fann það á sér að hún myndi ekki geta sofnað strax. Eftir andartaks umhugsun gekk hún niður í stofuna og kveikti ljósið. Hún horfði á þokkaleg, en nokkuð slitin húsgögnin, eins og hún hefði ekki séð þau fyrr. Ljósið frá borðlampanum féll á myndina af Bob Cummings. Hún hafði ekki tekið hana burt. Hún átti ennþá erfitt með að horfa á hana, en hún vildi aldr- ei koma sér undan óþægindum. Hún tók myndina. Svipurinn var ungur og ákafur. Bob hafði sannarlega ekki verið að hugsa um dauðann, þegar hann ók upp fjallveginn. En stúlkan sem með honum var hefði ábyggilega frekar kosið að fylgja honum í dauðann, þegar hún sá afskræmt andlitið eftir slysið. Fran hafði ekki séð það. Hún hafði heldur ekki séð Bob. Fjölskyldan vildi „hlífa“ henni, vegna þess að það var ekki nema vika þangað til hún átti Mittie. En hún hafði séð blöðin og myndina af lag- lega andlitinu, sem fylgdi text- anum: „Vinur fjölskyldunnar". Fran hafði aldrei heyrt neitt um hana, og nú var hún líka dáin. Enginn veit hvað skeð hefði, ef Bob hefði lifað. Hún hafði nú verið „vesalings Fran“ í fjögur ár. Allir voru svo góðir við hana að oft var það beinlínis óþægilegt. Henni var sífellt boðið út með karl- mönnum „á bezta aldri“, sem voru efnaðir eða höfðu góða framtíðarstöðu. Mönnum sem myndu verða ágætis fjölskyldu- feður og fyrirvinna. — Þú verður að hugsa um telpurnar, var vanaviðkvæðið hjá Mildred. Hún var viss um að einmitt á þessu augnabliki var Mildred að hella sér yfir Jim fyrir heimsk- una að koma heim með svona mann eins og Clem Yeager. Frá sjónarhóli Mildred var hann ekki heppilegur kunningskapur fyrir Fran. Fran fann allt í einu til yfir- þyrmandi þreytu, hún nuddaði augun og flýtti sér í rúmið. Hún var að reita arfa í túli- panabeðinu, þegar Clem Yeager kom. Hvíta skyrtan og bláu síð- buxurnar fóru henni vel. Hún tók af sér vinnuvettlingana. — Góðan dag, sagði hann og tók þéttingsfast í hönd hennar. Hann leit í kringum sig. — Hér er notalegt, frú Cummings. Telpurnar voru að leika sér í sandkassanum undir sírenurunn- anum. — Gjörið svo vel að koma inn, sagði Fran. Það var 'svalt og bjart í stof- unni. — Viljið þér eitthvað að drekka? — Nei, takk. Hann leit í kringum sig með sýnilegri for- vitni. — Mér finnst þetta skemmtileg stofa. Það þarf að gera hreint hér, sagði hún með hljómlausri rödd. Allt í einu greip hana ofsa- leg löngun til að segja honum allt: —• Við fengum þetta allt, án þess að hreyfa fingur. Faðir Bobs keypti húsið og mamma kom öllu fyrir innan dyra. Við vorum eins og börn, sem vorum að leika fullorðinsleik. Mamma! æpti Mittie. Telpurnar komu æðandi inn um verandadyrnar. Fran rauk upp af stólnum. Andlitið á Mittie var ein gretta af sársauka og það leit út fyrir að hún ætlaði að reka upp annað óp. Blóðið lak niður lærið á henni, undan stuttu pilsinu. Jane var náföl, og það var greinilegt að henni var flökurt. — Farðu ekki inn á teppið, elskan mín, sagði Fran og reyndi að vera róleg. Hún var líka orð- in náföl. — Jane, farðu upp og náðu í sjúkrakassann. — Leggðu hana þarna, hún þarf ekkert undir höfuðið. Hann tók hvítan vasaklút upp úr vas- anum og bjó til umbúðir. — Hérna, leggðu þetta á sárið og þrýstu fast á. Þetta hefur snert æðina. Svo var hann horfinn. Fran beit saman tönnunum og horfði á' blóðið, sem vætlaði gegnum umbúðirnar frá sárinu fyrir ofan litla, feita hnéð. — Jæja, heyrði hún Clem Yeager segja fyrir aftan sig. Svo var þetta búið. Mittie grét ekki lengur, en hún titraði og ríghélt í móður sína, meðan Clem Yeager hreinsaði sárið. — Svona, sagði hann og festi umbúðirnar með plástri. Fran lagði hana á legubekkinn. Litla stúlkan ríghélt um háls hennar og gekk upp og niður af ekkan- um. — Þetta er vonandi ekki al- varlegt. — Hún nær sér fljótt. Hann leit á hana. — Nú skuluð þér bara hugga hana og láta vel að henni, það skaðar hana ekki og þér hafið lika gott af því sjálf. Tíu mínútum síðar sagði Fran: 15. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.