Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 44
r Abyrgfc óskar tryggjendum sinum langlifis! Af hver.ium fimm sem dey.ja í árekstrum mundu fjórir hafa komist lífs af,ef ~þeir hefðu notað öryggisbelti. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsókn- ar, en gera má ráð fyrir að hið sama gildi hér á landi. Notkun öryggisbelta dregur úr slysum. Þessvegna getur ABYRGÐ greitt hærri bætur til þeirra sem nota öryggis- helti, ef slys verður þrátt fyrir allt. Abyrgð innleiðir nú - fyrst tryggingafélaga á Islandi - þessa' þýðingarmiklu nýjung. An nokkurs viðbótariðgjalds greiðir Ábyrgð aukabætur til þeirra,sem slasast alvarlega þrátt fýrir notkun öryggis- belta. Framyfir aðrar trygg- ingar greiðum við 50.000 kr. við dauðsfall og allt að kr. 150.000 við örorku. Okumenn og farþegar í öllum einkabíl- úm með ökumanns- og farþega- tryggingu hjá Abyrgð hafa nú þessa auka tryggingarvemd. Ökumaðurinn fær aðeins auka- trygginguna ef framsætisfar- þeginn notar einnig beltið. Ábyrgð óskar tryggjendum sín- um langlífisl 1960 - lOár - 1970 I ár eru 10 ár síðan AbyrgS, tryggingafélag fyrir bindind- isfólk, var stofnað. A þessu tímabili hefur félagið komið fram með margvíslegar nýjung- ar í bilatryggingum og hags- bætur fyrir tryggjendur. Ábyrgð tryggir eingöngu bind- indismenn og J>essvegna fær bindindisfólk hvergi hagstæð- ari kjör. ABYRGÐ En hún gildir aðeihs fyrir Tryggingafélag fyrir bindíndismenn, þá, sem nota öryggisbelti. swúiagoiu 63. n.ykiovik . simar 17455 «»<, 17947 við Arkitektafélag fslands og verða verðlaunateikningam- ar seldar — ásamt öðrum — hjá byggingarþjónustu A. í. að Laugavegi 26. ☆ Heimur Fellinis Framhald af bls. 17. sviði fjölleikahússins, með glott- andi trúðum, línudönsurum og fegurðargyðjum á hestbaki. En á bak við hvert glott, hverja danslínu og hvern söðul situr sorgin í leyni. Yngissveinamir tveir eru sem hippar, á leið til sinnar eigin tortímingar. Fellini segir sjálfur: „Kvik- mynd, það er eins og að vera á hestbaki, hesturinn hleypur út undan sér.“ Hann hefur þrjá ráðna handritahöfunda, en lítur aldrei á handrit, meðan á kvik- myndatöku stendur. Þegar Clau- dia Cardinale lék í kvikmynd- inni „8%“ hafði hún ekki hug- mynd um efni myndarinnar. „Þegar ég hef lokiff við kvik- mynd, man ég aldrel hver upp- runalega hugmyndin var,“ segir hann. Verk hans hafa verið eins konar trúarjátning. Hann varð fyrst heimsfrægur með kvik- myndinni „La Strada" árið 1954. (Hann skrifaði handrit að kvik- myndinni „Róm — opin horg“ sama ár). Hann vann sér inn 44 VIKAN 15; tbl- nægilegt fé tii að byggja húslð í Fregene; íbúðina í Róm, í glæsilegasta hverfinu vestan Ti- ber, byggði hann eftir „Ljúfa lífið“. Fellini fer sjaldan í bíó. Hann hefur ekki séð meira en 30—40 kvikmyndir á ævi sinni. Hann heldur töluvert upp á Danann Dreyer (Dagur reiffinnar), en mest upp á Ingmar Bergman. „Dreyer er meinlætamaður," segir hann, „en Bergman hefur verið kvæntur 5 sinnum, á fimm- tíu börn og býr til 2—3 kvik- myndir á dag. Það er maður að minu skapi!" í Feneyjum var „Satyricon" hæversklega tekið en með nokkrum kulda. f Róm voru gagnrýnendur alveg ráðþrota. Satyricon er glæsileg kvikmynd, en hættuleg fyrir Fellini sjálfan, sprengir allar venjulegar höml- ur, Iíka fjárhagslega. Það er eins og honum sé það ekki sjálf- um Ijóst að meff þessari mynd segir hann: ,.,Hvað á ég sameiginlegt með heiminum i dag? Hvað kemur mér þetta fólk við?“ ★ Blóð handa gyðjum allra vatna Framhald af bls. 23. mjölinu. Þegar hér er komið eru stúlkurnar orðnar svo heilagar að útilokað er talið að nokkrir árar eða djöflar geti smogið inn í sálir þeirra eða líkami. Nú er komið miðnætti, og saman við tónlistina blandast angistarfullur jarmur og gaul. Nú fer í hönd blóðugasti og um leið auðvitað helgasti hluti guðsþjónustunnar. Galdramaður og „hin heilaga móðir“ bregða sér frá og koma aftur með dauð- skelkaðan geithafur dragandi milli sín á hornunum. Aumingja bukkurinn er hafinn á loft yfir einu prestsefninu og skorinn þar, þannig að blóð hans fossar yfir hana og blandast hennar eigin blóði, sem enn streymir frjáls- lega. Svipað blóðbað fá öll hin prestsefnin, og eru það ýmist hafrar eða hanar sem skornir eru yfir þeim. Þar með er vígsl- unni lokið og stúlkukindumar orðnir fullgildir prestar, sem sjálfar hafa fullt leyfi til að fórnfæra Jemönju og öðrum guðum trúflokksins. Þegar hér er komið er dans- inn orðinn að fullkomnu æði. Mannskapurinn trampar eins og hann hefur orkuna til í sandin- um, sem orðinn er að einni blóð- efju. Sumir kasta sér flötum, velta sér upp úr hrærunni og emja og stynja. Það er merki þess að einhver guðinn hafi tek- ið sér bólfestu í þeim um stund- arsakir. Þegar dagur rennur eru ný- prestynjurnar þaðaðar úr vatni, sem blandað er ilmefnum. Nær- fötin, sem þær báru fyrir vígsl- una, eru einnig vandlega þvegin úr sama vatni og varðveitt. Þeg- ar eigandi hlutaðeigandi klæða- plagga deyr, er þeim hent í sjó- inn ásamt fleiri helgum munum. Ætlazt er til að öldurnar beri þetta yfir til Afríku, þar sem gert er ráð fyrir að guðirnir haldi til. Umrædd djöfladýrkun og ása- trú kom sem sagt upprunalega til Brasilíu frá Afríku með inn- fluttum negraþrælum. f aldanna rás blönduðust hinir heiðnu helgisiðir kristnum, og afrískir djöflar og árar runnu saman við kaþólska dýrlinga. Helgihald Rómarkirkjunnar rann greiðlega saman við blætidýrkun, svarta- galdur og ástartöfra þá er negr- arnir höfðu að heiman, og urðu úr þessir margir merkilegir kokkteilar. öflugustu trúflokk- arnir, sem upp úr þessu spruttu, eru téðir Umbanda, Quimbanda og Candomblé. Þeir skiptast svo auðvitað í marga undirflokka. Ekki eru það eingöngu negrar, sem tilheyra trúflokkum þess- um, heldur einnig hvítir menn, Indíánar og allrahanda blending- ar. Sérstaklega virðast þessi trúarbrögð, sem sanntrúaðir ka- þólikkar telja efalaust að stafi frá engum minni en kölska sjálf- urn, hafa mikið aðdráttarafl fyrir íbúa fátækrahverfa stór- borganna. Rannsóknir hafa sýnt að trúarbrögðum þessum sívex fylgi, og hefur verið reiknað út að með sama áframhaldi muni um helmingur allra Brasilíu- manna gengið djöflinum á hönd um næstu aldamót. Um gyðjuna Jemönju er þess að geta að vitaskuld var hún upprunalega afrísk og er svo enn í meginatriðum. Hún kvað einkum holl til áheita fiski- mönnum og sæförum og er sam- kvæmt goðsögn einni dóttir guðs eins að nafni Óbala, sem ríkir yfir himninum, og gyðju þeirrar er Ódúdúa heitir og er persónu- gervingur jarðar. Jemönju henti það slys að geta barn við bróð- ur sínum er Aganjú heitir; var það sonur er hlaut í skírn nafn- ið Órúngan og ríkir í andrúms- loftinu. En ástavandræði fjöl- skyldunnar urðu ekki endaslepp, því að varla var Órúngan vax- inn úr grasi er hann varð grip- inn óviðráðanlegum losta til móður sinnar. Hljóp hún undan honum um alla heima og geima og kom þar að hún sprakk á sprettinum og lét þar líf sitt. Afrískir guðir eru sem sagt ekki ódauðlegir, eftir þessu að dæma, en líklega er gert ráð fyrir að Jemanja hafi lifnað við aftur, því annars tæki því varla að til- biðja hana. En svo er sagt að við fall Jemönju hafi úr brjóst- um hennar, sem voru firnastór, streymt vessar í straumum svo miklum og stríðum að úr því urðu öll vötn jarðar og sjór. Umbandatrúarmenn hafa fyrir satt að Jemanja og María mey séu ein og sama gyðja, og væri grafizt fyrir um uppruna Maríu- dýrkunar í Austurlöndum nær, kæmi trúlega í ljós að sá skiln- ingur væri ekki fjarri öllu lagi. Margir kaþólskir dýrlingar hafa á sama hátt runnið saman við blámannaguði frá Afríku. Heilagur Georg heitir þannig hjá brasilískum ásatrúarmönn- um Ógún. Meira að segja Satan hefur hér tekið á sig mynd ein- hvers afrísks drísils er Exú heitir og nýtur raunar góðs af, því Brasilíumönnum er of vel kunnugt afl hins illa til að þeir telji þorandi að heita á góðar vættir eingöngu. í hitabeltis- landi þessu, sem á yfirborðinu er eins hákristið og nokkuð ann- að, er því brennt kertum frammi fyrir andskotanum ekki síður en Kristi, Maríu mey og öllum heilögum dýrlingum. Meira að segja hafa sérfróðir fyrir satt að Satan sé að því marki kræsnari en aðrir guðir að ekki þýði að blóta honum auk kerta öðru en brennivíni og hænum, sem verða aukheldur annaðhvort að vera rauðar eða svartar. Prestar og töframenn þessara opinberu trúarbragða njóta mik- ils álits meðal landsmanna og er mikið leitað til þeirra um full- tingi í ýmsum málum, einkum í sambandi við ástir. Á fslandi skrifa ástfangnar unglingsstúlk- ur Póstinum í Vikunni, þegar þær skortir ráð til að snúa til

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.