Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 17
nautnirnar eru teknar fram yfir siðferðið, þar sem verg-jamar konur dansa á götun- um án minnstu blygðunarsemi.“ Aðal sögu- hetjumar eru tveir ungir sveinar, Encylpe og Alcyste, sem keppast um hylli Gitons, sem er kvenlegur sveinn. Það er ekki mikið vitað um höfund frá- sagnarinnar, en hann var kallaður „herra glæsimennskunnar“ við hirð Nerós. Ef til vill er hann einn af vinum Nerós sem frömdu sjálfsmorð með því að opna slagæð og láta sér blæða út að skipun keisarans, eins og sagt er frá hjá Tacitusi. Það getur líka verið að hann hafi verið viðstaddur Eftir frumsýningu myndarinnar urðu áhorfendur utangátta og gagnrýnendur ráðvilltir. Margir gengu út. þegar Neró fórnaði 6000 gladiatorum á þrem dögum til að skemmta borgarbúum. Fellini var heilt ár að undirbúa töku kvik- myndarinnar, sem kostaði því sem svarar til 260 milljóna íslenzkra króna. (Alberto Gri- maldi, sá sem framleiðir hinar svokölluðu spaghetti-kúrekamyndir, kostaði töku mynd- arinnar). Mestan hluta þess tíma notaði hann til að kynna sér vandlega freskó-málverk fornaldarinnar, og þaðan hefur hann and- litssvip flestra leikaranna, sem alls ekki er hægt að þekkja. Fellini komst að ýmsu meðan hann vann að þessu; meðal annars því að fólkið á þess- um tíma var ekki eins og böm, sem hrópa grátandi á móður sína, kirkju, páfa eða stjórnmálaleiðtoga. Þetta fólk var saklaust eins og dýrin, það drap og elskaði á eðli- legan liátt, eins og fiskar í fiskakerL Og einnig að hann sjálfur, kaþólikkinn Fellini, hafði andstyggð á kristindómi. „Satyricon hefur haft góð áhrif á mig,“ segir hann. „Það er eins og ég hafi framið sjálfsmorð, til að endurfæðast." Með „Satyricon“ hefur Fellini sýnt okkur inn í sinn eigin heim: Mannkynið á hring- Framhald á bls. 44 Ein lítil svipmynd úr „Satyricon", myndinni, sem sýnir okkur heiminn — áður en syndln varð tU. „ÞaS er eins og ég hafi framiS sjálfsmorS til aS fæSast á ný,“ segir Fellini, eftir síSustu kvikmynd sína „Satyricon“, sem fjallar um hnign- un Rómaborgar. Hann komst aS ýmsu, meSan á töku myndarinnar stóS, meSal annars aS hann sjálfur, kaþólikkinn, trúSi ekki á kristin- dóminn....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.