Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 37
Er að gera við
víbratorinn
Framhald af bls. 30.
Síðan hef ég svo verið við þetta
og ætla mér ekki að hætta í
bráð. Það er stórkostlegt að vera
í bandi með Ingimar Eydal og
þeim hinum; þetta er ekki ein-
ungis atvinna, heldur og félags-
skapur, fjölskylda, þar sem all-
ir eru jafnir.“
Til að byrja með var Bjarki
örlítið var um sig, en er á líður
hægist hann og slappar af. Hann
er fljótur að brosa og óspar á
hláturinn. Eg minnist þess að
fyrst þegar ég heyrði í honum
(það var er hann söng „Lási
skó“), að ég hafði á tilfinning-
unni að þetta væri einhvers kon-
ar leiðinlegur Robertino, en
strax og Póló höfðu komið fram
í sjónvarpi líkaði mér vel við
andlitið á honum og taktana sem
hann er með. í rauninni er
Bjarki Tryggvason stórskemmti-
legur náungi og eftir ca. fimm
mínútur finnst manni að hér sé
kominn einhver fornvinur.
En það er ekki svo langt síð-
an að ég lýsti því yfir í þessum
þætti, að ástæðan fyrir því að
hljómsveitin Póló hefði hætt,
væri ókunn. Bjarki kvað það
rangt:
„Þessi hljómsveit var búin að
vera til í ein 10 eða 12 ár, og
mikið til sömu mennirnir í henni.
Nú eru þeir flestir giftir og bún-
ir að stofna heimili, svo það var
ákveðið í fyrravor að halda
áfram þar til um haustið (69) og
hætta þá. Það var gert, og eftir
lifir minningin. Eg varð aftur
á móti svo heppinn, að Ingi-
mar Eydal bauð mér stöðu rétt
um áramótin og þar er ég.“
„Nú vitum við, að allir þeir
sem eitthvað eru í músik semja
sjálfir lög og maður heyrir öðru
hvoru að þessi og þessi þurfi að
vera í svona og svona skapi,
helzt slæmu, til að geta samið.
Þarft þú að vera í slæmu skapi
eða dapur til að geta samið eða
sungið?"
„Yfirleitt er ég aldrei dapur,
og ég sem ekki mikið. Þó hef
ég gert eitt og eitt lag, sem við
notuðum einstaka sinnum í
Póló, en mig langar til að reyna
eitthvað meira við þetta. Eg held
að ég hafi gott af því; maður
verður að skapa eitthvað ef
manni á að líða vel og maður
ætlar sér að fá eitthvað út úr
því sem maður er að gera.“
„Megum við þá eiga von á að
þú syngir eitthvað eftir sjálfan
þig á næstu plötu frá hljóm-
sveitinni?"
„Hljómsveit Ingimars Eydal?
Ja, enn sem komið er hefur
ekkert verið talað um næstu
plötu með þeim, en ég var að
ljúka við að syngja eitt lag inn
á Festival-plötuna margumtöl-
uðu, þó það sé ekki eftir mig.
Það er gamla og góða lagið
sterkbyggdir
sparneytnir
hair fra vegi
frabærir aksturshæfileikar
odýrastir sambærilegra bila
BRAUTARHOLTI 22
SÍMAR: 23511*34560
HAFRAFELLHF.
„Everlasting Love“ sem heitir á
íslenzku „Ást við fyrstu sýn“.“
„Og að lokum — finnst þér þú
hafa tekið framförum síðan þú
söngst „Lása skó“?“
„Nú vinn ég að því að „gera
við víbratorinn" og reynslan
hefur verið sú að allir helztu
söngvararnir á Akureyri hafa
fengið sína eldskírn hjá Ingimar.
Fyrst Vilhjálmur, þá Þorvaldur,
Erla — og nú er ég að vona að
það sé ég.“
ó. vald.
Gifti sig 88 ára
Framhald af bls. 13.
En erfiðleikarnir skerptu baráttu-
vilja hennar, og Kfsorkan var ódrep-
andi. f kvikmyndinni um leikferil
hennar, sem hún lék f og stjórnaði
sjálf, árið 1968, segir hún að það
hafi verið hrein tilviljun að hún fór
að leika f kvikmyndum. Hún var
óánægð með athafnaleysið og fór
að ráðum Urbans Gad, að prófa
hina nýju og spennandi leiktækni,
kvikmyndina.
Hún hafði ekki hugsað sér að
betrumbæta kvikmyndirnar, hún
þurfti einfaldlega að finna nýtt at-
hafnasvið, og hún hafði sérstaklega
svipbrigðarfkt andlit, sem hentaði
vel fyrir hinn „þögla" leik.
Hún hefir bjargað fleiri lélegum
kvikmyndum frá þvf að falla f
gleymsku en nokkur önnur leik-
kona. Þótt nú sé hægt að sjá nokkr-
ar þeirra í kvikmyndasöfnum og
þótt þær hafi vissulega nokkra góða
punkta, þá er það ..Die Asta" sem
maður tekur eftir og getur ekki
munað neitt annað. „Die Asta" í
óteljandi gervum og búningum,
glæsilegum samkvæmisfatnaði, f
tötrum, sem gieðikona eða öreigi,
sem sfgauni, listakona, móðir, ást-
mey, þunglynd, hættuleg, löt, en
ávallt bezt þegar hún fjallar um
ást eða þjáningar. Lfklega eru fáar
eða engar manngerðir sem hún hef-
ir ekki leikið og alltaf hafði hún
vald á hlutverkinu.
En einmitt vegna þess að hún var
alltaf sönn, lék alltaf af Iffi og sál,
gat hún hrifið áhorfendur f flestum
hlutverkum sfnum.
Það er útilokað að gera Iffi og
list Astu Nielsen nokkur tæmandi
skil í fáeinum línum. Það er gert
f sjálfsævisögu hennar. (Den tiende
muse), hér verður þvf aðeins sagt
frá nokkrum staðreyndum: Hún er
fædd árið 1881, hlaut menntun sfna
f leikskóla Konunglega leikhússins,
fékkst við leikstörf til ársins 1915.
Síðan lék hún að minnsta kosti 70
kvikmyndahlutverk, flest f Berlfn.
Hún fluttist heim til Danmerkur ár-
ið 1936 og síðan hefir verið hljótt
um listakonuna Astu Nielsen, þar
til árið 1968, eftir að hún hafði
hætt við tilraun úm stutta kvikmynd,
skapaði sjálfsmyndina, „Asta Niei-
sen".
Þessi stutta kvikmynd var tekin
við mjög slæma aðstöðu, þvf að
„Filmfondet (kvikmyndasjóðurinn),
sem hefir þó nóg ráð, fannst það
tímabært að spara eins og hægt var
peninga til að gera þessa kvikmynd,
sem meðal annars hefði átt að vera
tekin f litum, til að gefa góða hug-
mynd um heimili hennar, sem er
svo litrfkt og glæsilegt og um
myndir hennar og að sjálfsögðu
ekki sízt um hana sjálfa. En þrátt
fyrir allan sparnaðinn gefur myndin
mjög góða hugmynd um þessa öldr-
uðu listakonu, sem Iftur yfir farinn
veg, án biturleika og vitneskjuna
um það að frægðin er orð, sem
skrifað er f sand. Þar er Ifka haagt
að sjá svipmyndir frá kvikmyndum
hennar, sem sýna hve fjölbreyttum
hæfileikum hún hefir verið gædd . .
☆
Læknir kysstu mig
Framhald af bls. 14.
en að græða peninga, væri ekki
heppilegur kunningskapur fyrir
Fran.
— Hér erum við þá komin,
sagði Bill og stöðvaði bílinn.
Clem Yeager fylgdi henni að
dyrunum. — Mig langar til að
hitta yður aftur, sagði hann blátt
áfram.
— Eg er heima á hverjum
sunnudegi, sagði hún, og henni
fannst sem hún lifnaði við.
1B. tbi. VIKAN 37