Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 45
STANLEY HAGKVÆMAST AÐ VERZLA HJÁ OKKUR. SENDUM í PÓSTKRÖFU HVERT Á LAND SEM ER. yggingavörur h.f, Laugavegi 178 - Sími 35697 - Box 325. sín hug sveins þess er þær þrá, en í Brasilíu myndu þær heldur biðja einhvern galdrakarlinn um töfragrip eða galdrameðal í sama tilgangi. Stjórnmálamenn kváðu einnig leita mikið til galdrakarl- anna og kaupa þá til að magna seið á hendur einhverjum and- stæðingi í stjórnmálum ellegar senda honum draug, og sýnir þetta með öðru hve miklu betur Brasilíumenn halda sér við þjóð- legar íþróttir en sumar aðrar þjóðir, sem til skamms tíma voru þó taldar kunna nokkuð fyrir sér. dþ. Rabbað um knattspyrnu Framhald af bls. 5. ins frá Everton fyrir 25.000 pund. Var Collins strax gerður að fyr- irliða og undir hans stjórn unnu þeir sig upp í fyrstudeild árið 1964. Næsta ár þaut Leeds strax upp á toppirm í fyrstudeild og komst einnig í úrslit í bikarkeppninni. Var það álit margra að félagið myndi vinna báðar þessar keppn- ir, en álagið reyndist hinum ungu leikmönnum of mikið og urðu þeir að láta sér nægja silfur- verðlaun í þeim báðum. Næstu tvö árin var sama óheppnin yfir félaginu. Árið 1966 varð það aftur í öðru sæti í fyrstudeild og komst í undanúrslit í Evrópu- keppni borgarliða, en í leik í þeirri keppni fótbrotnaði Bobby Collins og náði hann sér aldrei alveg eftir það óhapp og var hann síðar seldur til Bury. Næsta ár varð félagið í öðru sæti í borgar- liðakeppninni og komst í undan- úrslit bikarkeppninnar. Voru menn farnir að verða vondaufir um að félagið kæmist lengra en í annað sæti en árið 1968 opnaðist flóðgáttin í úrslitaleik bikar- keppni deildanna á móti Arsenal. Tókst Terry Cooper, vinstri bak- verði liðsins að skora fallegt mark með viðstöðulausri spyrnu rétt utan við vítateig. Ákvað Don Revie að láta sína menn halda þessu forskoti og leggja eingöngu áherzlu á vörnina. Tókst þetta eftir mikla baráttu, þar sem menn notuðu bæði hnúa og hnefa, í einhverjum mesta slagsmála- leik sem sést hefur á Wembley, á undanförnum árum. Þegar Revie tók við fram- kvæmdastjórastarfinu, var áhorf- endafjöldi félagsins kominn nið- ur í 9000 að meðaltali á leik, en jókst fljótlega upp í 40.000 eftir komuna í fyrstudeild. Þessi aukning varð til þess að hægt var að kaupa nýja leikmenn til að styrkja framlínu liðsins, en hún hafði verið nokkuð umdeild. Keypti félagið tvo fræga leik- menn til þess að bæta úr þessu, þá Mick Jones, frá Sheffield Uni- ted, fyrir 100.000 pund og Allan Clarke, frá Leicester City, fyrir 165.000 pund, en seldi enska landsliðsmanninn Mick O’Grady til Wolves fyrir 80.000 pund. Hafa þeir Jones og Clarke stór- bætt liðið, og bezta dæmið um það er að í fyrra skoraði liðið aðeins 66 mörk í 42 leikjum í fyrstudeild, en þetta er lægsta markatala sem deildin hefur unnizt á. í vetur hefur þeim hins- vegar tekizt að gera 76 mörk í þeim 37 leikjum sem búnir eru. Af þeim tólf leikmönnum, sem mynda aðallið félagsins eru ell- efu landsliðsmenn. Gary Sprake, markmaður og Peter Lorrimer, hafa leikið með því welska, Johnny Giles, írska, Billy Bremner og Eddie Gray, skozka og Jackie Charlton, Paul Reaney, Terry Cooper, Norman Hunter, Mick Jones og Allan Clarke hafa allir leikið með enska landslið- inu. Tólfti maðurinn er Paul Madeley, fjölhæfasti maður liðs- ins. Þess verður ekki langt að bíða að hann leiki með enska landsliðinu, spurningin er frekar sú, í hvaða stöðu hann ætti að leika, því að með Leeds hefur hann spilað í níu stöðum og skil- að þeim öllum jafn vel. Það er erfitt að segja til um hvernig Don Revie stillir sínum mönnum upp gegn Chelsea, eða hvaða leikaðferð hann lætur þá spila, en trúlega lætur hann Madeley gæta Osgoods, og yrði liðið þá þannig skipað: Sprake, — Reaney, Madeley, Charlton, Cooper, — Bremner, Giles, — Lorimer, Clarke, Jones, Gray. f vetur hefur Leeds gengið mjög vel. Var félagið um tíma í efsta sæti í fyrstudeild, en hefur nú gefið þá keppni upp á bátinn og stefnir í þess stað að því að vinna bæði bikarkeppnina og Evrópubikarkeppni meistaraliða. Leikur félagið um þessar mundir í undanúrslitum í þeirri keppni við Glasgow Celtic. Meðal and- stæðinga Leeds fyrr í vetur voru ungversku meistararnir Ferenc- varos, sem léku hér fyrir nokkr- um árum gegn Keflvíkingum í þessari sömu keppni. Vann Leeds báða leikina með samanlagðri markatölu 6—0. Er því ekki að undra að farið sé að tala um að félagið vinni bikarkeppnina, Ev- rópubikarkeppnina og heims- meistarakeppni félagsliða. í bikarkeppninni vann Leeds Swansea, 2—1, Sutton, 6—0, Mansfield 2—0, Swindon, 2—0 og Manchester United, (0—0, 0—0,) 1—0. Fékk félagið á sig aðeins eitt mark í þessum sjö leikjum, sem sýnir bezt styrkleik varnar- innar. Frú Robinson Framhald af bls. 33. — Það var ekkert í sambandi við þig, herra Robinson. — Ben, það var töluvert í sam- bandi við mig, sagði herra Rob- inson, — og mér þætti vænt um að fá að heyra álit þitt á mér — ef þú hefur það þá nokkuð. Mér þætti vænt um að heyra hvers vegna þú hefur gert mér þetta. — Ekki þér! — Ójú, Ben, mér. Þú hefur brugðist mér algjörlega. Ég treysti þér og trúði á þig. Var einhver ástæða ... — Það var engin ástæða, herra Robinson. — Jæja, sagði herra Robin- son. — Ég get skilið hvers vegna þú vilt engan halda ábyrgan fyr- ir þessu. Ég skil hvers vegna þú vilt láta þetta gleymast þar. En þú ert of gamall til að halda því fram að þú sért ekki ábyrgur ... — Ég er ábyrgur! — Þú ert ábyrgur en það var 15. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.