Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 40
Fermlngarnar standa yfir Ennfremur nýkomnar gylltar og silfraðar leggingar, kögur, margar breiddir, hárborðar, spennur, tölur, tízkuhnappar og McCall's snið. Póstsendum. - búðlrnar — Hún er sofnuð. — Það er gott. Látið hana bara liggja þama. Eg er svolítið hræddur um . . . já, heitir hún ekki Jane? — Jane? sagði hún, hún hefur þó ekki meitt sig líka? — Hún lá uppi í rúmi og grét, þegar ég fór út úr baðherberg- inu. Fran flýtti sér upp stigann, fætumir gátu varla borið hana, svo skelkuð var hún. Litla stúlk- an lá í rúminu og skalf af niður- bældum gráti. — Ástin mín, sagði Fran hik- andi og snerti dökkt hárið. Jane var svo sjálfstæð og full ábyrgð- artilfinningar, að hún vissi eig- inlega ekki hvað hún átti að segja við hana. — Mamma . . . þetta var mér 40 VIKAN 15 tbl að kenna.... Hún datt á hak- ann. — Mittie veit að hún á ekki að vera uppi í blómabeðunum. — Ég var að elta hana.... Ó, mamma. Jane nuddaði útgrátnu andlitinu upp að brjósti móður sinnar. — Eg er huglaus, ég hljóp, þegar ég sá blóðið. Fran horfði í róleg augu Clem Yeagers. — Eg sá einu sinni líða yfir fullorðinn mann, þegar hann sá blóð, sagði hann. — Og það var einn hraustasti maður sem ég hef þekkt. Jane leit á hann út undan sér. — Er það satt? Og hvað heitir þú annars? — Eg heiti Clem Yeager og ég er læknir. Þú mátt kalla mig Clem. — Ertu búinn að laga hnéð á Mittie? — Já, það er x lagi, þetta var ekki svo slæmt. Hún er sofnuð. — Jane, sagði Fran alvarlega, — þið Mittie eruð systur, en þú átt ekki að bera ábyrgð á henni, og ekki hún á þér heldur. Skil- ur þú það? Jane leit á þau bæði. — Þú verður að vera skyn- söm, sagði Clem Yeager. — Skynsöm? Hún tæpti á orðinu, en svo leit út fyrir að hún væri alveg sátt við það. — Mamma, geturðu ekki setið hérna hjá mér og klappað mér svolítið? Bara svolitla stund. — Eg skal sitja hérna þangað til þú ert sofnuð. Yeager læknir ber Mittie upp í mitt rúm. Þau sátu í stofunni. Það fóru drættir um andlitið á Fran. — Ég var búin að segja að hún væri orðin of stór til að gæla við hana. — Hugsið nú ekki meira um það, sagði hann snöggt. — Þér eruð næsti sjúklingur. Setjizt nú þarna út á veröndina og svo kem ég með kaffi. Kaffið var sterkt og sjóðandi heitt, en skjálftinn vildi ekki fara. — Eg hélt að ég væri að gera Jane sjálfstæða, en svo hef ég reyndar sjálf stutt mig við hana, — haft stuðning af sex ára barni. Eg er slæm móðir. — Drekkið nú kaffið. — Eg hélt að ég væri sjálf orðin fullorðin og sjálfstæð, en svo er ég ekki annað en krakka- kjáni. — Þau geta aldrei hætt að vorkenna mér. „Vesalings Fran“, segja þau, þegar þau tala um mig, „unga ekkjan með tvö börn“.... — Þau segja „fallega, unga ekkjan“, sagði hann, — en þér eruð ekkert falleg. Samt er eitt- hvað við svipinn, svo ég get ekki látið vera að virða yður fyrir mér. En nú verð ég að fara. Hann þrýsti fast hönd hennar. — Við sjáumst áður en ég fer. Dagarnir snigluðust áfram, eins og skjaldbökur með límbönd undir löppunum... . Mánudagur . . . þriðjudagur . . . miðviku- dagur.... Loksins var kominn laugardagur. Hún hafði ekki augun af símanum. Hún hringdi, meira að segja, til Mildred, en hún gat ekki spurt hana um það sem lá henni þyngst á hjarta. — Hvernig hafa telpurnar það? spurði Mildred. — Ágætt. Mittie meiddi sig í hné, en það er að verða gott. — Náðirðu í lækni? — Nei, Yeager læknir var staddur hér. — Ó, sagði Mildred, — þú hefur líklega heyrt að hann ætl- ar að vinna við þróunarhjálp- ina, eða eitthvað slíkt, sagði hún. — Jim hitti hann á fimmtudag- inn. — Eg . . . ég býst við að vanti alltaf lækna á því sviði, sagði hún. — Já, líði þér vel, Fran. Komdu með telpurnar einhvern daginn. — Bless. — Mamma, sagði Mittie. — Það er eins og þú sért veik. Get- ur ekki Yeager læknir læknað þig? — Það væri nú gott, sagði Fran lágt. Á laugardagskvöldið fór hún í bíó með Bill Brewton. Hann hélt í hendina á henni undir sýningunni. — Eg verð að láta mér lynda að vera „vesalings Fran“, og láta aðra sjá um hlut- ina fyrir mig, hugsaði hún. — Eg verð að hugsa um börnin. Eg er ekki nógu sterk til að hugsa

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.