Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 43
— Ástin mín! sagði Jane lágt. Hún tók hönd Clem Yeager, hallaði höfðinu upp að öxl hans og leit á eldri dóttur sína. Jane brosti og litla andlitið ljómaði af ánægju. — Þetta er það skynsamlegasta sem þú hef- ur gert í lífinu, mamma.... ☆ Hvernig á að hlaða hús Framhald af bls. 19. að ganga frá þakinu á venju- legan hátt, leggja vatn og miðstöð, en pípurnar ganga í stokkum sem steyptir voru í gólfið, klæða loftin og fá nauðsynlegar timburinnrétt- ingar, skápa í ganga og svefnherbergi og eldhúsinn- réttingu, og húsið er fullbú- ið til ibúðar. Ytri veggina þarf ekki að pússa, en sé það vilji húseig- andans, verður að gæta þess, að múrhúðin sé ekki of sterkt blönduð. Ytri veggurinn má rennblotna, en ef vill má vatnsverja hann með því að sprauta á hann kísilupplausn (silicone) og verður steinn- inn þá ljósari í vatnsveðri en ella. Blautur steinninn er mjög dökkrauður. Innveggiua má pússa, sem- entskústa og mála, eða láta þá vera eins og þeir koma fyrir, eftir smekk. Sé vilji fyrir hendi, er mjög auðvelt að setja á þá ýmiskonar ldæðningu. þvi auðvelt er að negla í Mátstein og hellur. En mörgum þykir stein- áferðin svo falleg, að þeir kjósa helzt að láta hana njóta sín sem mcst, og vitaskuld er það ódýrasti byggingar- mátinn. Margir hafa áhyggj- ur af, að eifitt sé að þrifa þennan hrjúfa stein, en Jón Kristinsson telur, að nægilegt sé að ryksuga hann við og við. Einnig má slipa steininn með pússrokk og næst þá sérlega fallegt „marmara- munstur“ í stað baðflísa t. d. i haði og getur þá liin hliðin verið öðruvísi frágengin eft- ir því hvort snýr í stofu eða annað. Kosturinn við hús af þess- ari gerð, fyrir utan kostnað- arhliðina, er sá, hve hlý þau eru og hljómburður i þeim er frábær. Þar við bætist, að þau standa mjög vel af sér jarðskjálfta, þar sem þau eru léttari en steinsteypt hús, og súlurnar, sem standa ofan í jarðveginn, taka minna á sig en massífur sökkull. Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins prófaði Má- steininn frá Jóni Loftssyni h.f. og voru niðurstöður þeirrar prófunar kunnar um mitt ár 1967. Hver steinn var sagaður í fjóra hluta og þeir látnir sæta 60 umskiptum frosts og þíðu í lofti. Að því loknu var engar misfellur að sjá á steinunum, því næst voru sagaðir úr sömu stein- um strendingar að stærð ca. 5x9x36 cm og þeir settir í vatn og frystir og þýddir á víxl 50 sinnum. Enn voru engar verulegar misfellur að sjá. Nú voru steinarnir brotnir og beygjuþol þeirra rannsakað. Til samanburðar voru sagaðir ferningar úr steinum, sein enga meðferð höfðu fengið á horð við hina, og þeir prófaðir. Segir svo i niðurstöðu rannsóknarstofn- unarinnar: Rýrnun á beygju- togþoli er um 3,2% og er það mjög óverulegt, og bendir til þess, að frost-þýðuprófin hafi ekki skert styrkleilca steins- ins svo að neinu nemi. Þrýstiþol steinanna var siðan rannsakað og varð ekki vart lægra þrýstiþols hjá þeim, er höfðu hlotið frystingu. Þess má geta liér, að um svipað Ievti voru gerðar samskonar rannsóknir á steinstevpustrendingum, og var samanburðurinn steinun- um mjög i vil Er fullyrt að þessi bygging- araðferð spari um 50 liundr- aðshluta af byggingarkostn- aði, og það er ekki svo litið. Jafnvel þótt menn vilji bera meira í hvisið að innan en hér er beinlínis gert ráð fyrir, hlýtur samt að sparast, ef út- reikningar Jóns standast sem er ekki að efa Nú þegar hafa verið reist hús á þennan máta, og liafa þær tilraunir ^erið éjinkar hagstæðar og sannað gildi hugmyndarinn- ar. Jón Loftsson h.f. hefur hugsað sér að hafa á boð- stólum hentugar teikningar, sem húsbyggjendum staudi til boða við vægu verði. — 1 þvi sambandi efndi fyrirtæk- ið til samkeppni i samráði BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA TILVALIN FERMINGARGJÖF BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og bezta ferm- ingargjöfin sem völ er á. Hér er um aS ræða nýstár- lega túikun á heilagri ritningu, sem fellur ungu fólki vel í geð. Myndirnar, sem danska listakonan Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaSar í Hollandi, en textinn er prentaSur hérlendis. Magnús Már Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit- ar inngang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýðinga frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg mynda- bók. sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 15. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.