Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 30
HEYRAMÁ (þó lægra sé látið) OMAR VALDIMARSSON Er að oera við víbratoriiMi... segir Bjarki Tryggvason Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri: Inglmar, Helena, Finnur, Hjalti, Þorvaldur og Bjarki. Sumarið 1967 kom út hljóm- plata með hljómsveitinni Póló frá Akureyri. Á þessari plötu voru fjögur lög, og það sem náði einna mestum vinsældum var „Lási skó“ — sem hét einu sinni „Shame and Scandal in the Fami- ly“. Það var tæplega tvítugur piltur sem söng þetta lag, og með þess konar rödd, að allir tóku eftir því; hann „víbraði" rétt eins og gigtveik kona sem hefur verið sett á loftbor sér til hressingar. Þessi náungi, sem raunar heitir Bjarki Tryggva- son, er nú orðinn tuttugu og tveggja ára, lýkur námi í hús- gagnasmíði næstu mánuði, er giftur og býr með konu og tveimur börnum í nýju húsi — sem hann smíðaði svo að segja sjálfur. Síðan þetta var hefur hann sungið inn á nokkrar plötur sem notið hafa mikilla vinsælda — og alltaf víbrar Bjarki. ÍÉ'g hitti Bjarka er ég var á Akureyri á skíðavikunni og fékk hann til að segja mér sitt af hvoru af sínum högum. Talið leiddist strax að þessu marg- fræga „ekkói“ í röddinni í hon- um, og kvöldið áður höfðu skemmtikraftar í Sjálfstæðis- húsinu gert óspart grín að lag- inu „Á heimleið", sem Bjarki söng, en nú er hann með Ingi- mar Eydal. „Jú,“ sagði Bjarki, „ég get ekki neitað því að ég roðna í hvert einasta sinn sem ég heyri þetta lag flutt, og skil eiginlega ekkert í þessu — nú finnst mér ég ekki víbra svona þegar ég er að syngja á dansleikjum. En þetta ætlar að loða við mig, og við því er ekkert að gera. Svekktur? Nei, ég er alveg hættur að kippa sér upp við krítík — það hefur ekkert upp úr sér. Ég hef ákaflega gaman að þessu standi og er rétt að byrja.“ „En hvenær byrjaðir þú — í byrjuninni?" „Það eru svona fimm ár síð- an. Þá var haldin einhver söngv- arakynning í Freyvangi, og átti að kynna fimm eða sex nýja söngvara. Ég var ekki einn af þeim, en þegar til kom heltist einn úr lestinni, og Pálmi Stef- ánsson, sem nú er með Tónaút- gáfuna og var í Póló, hringdi í mig og spurði mig hvort ég væri ekki til í að koma fram. Eg hafði ekkert á móti því og söng tvö lög þá um kvöldið — og gekk alveg ljómandi vel. Svo vel, að tveimur-þremur mánuðum síð- ar hringdi Pálmi aftur í mig og bauð mér að koma í Póló — sem gítarleikari. É'g þáði það og. var svo með þeim í fjögur og hálft ár. Til að byrja með var ég ekki látinn syngja neitt, en svo fór ég að taka eitt og eitt lag — til að drýgja prógrammið, og á endan- um var bætt við nafnið á hljóm- Jú, ég roðna í hvert slnn sem ég heyri í sjálfum mér f útvarplnu. sveitinni og hún kölluð Póló og Bjarki.“ „Nú varð ég var við í gær- kvöldi, að þú kannt töluvert fyrir þér á gítar — og getur jafnvel leikið á bassa ef svo ber undir; hver kenndi þér?“ „Ætli ég hafi ekki verið svona 14—15 ára þegar ég náði ein- hvers staðar í bækling, sem hét „Gítarhljómar" eða eitthvað svoleiðis. Mér fannst þetta merkileg bók, svo mér tókst að harka út gítar og fór að spila. Framhald á bls. 37. Það var einhverntíma haldin söngvarakynning í Freyvangi og ég hljóp I skarðið.... 30 VIKAN 15-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.