Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 32
(THE
— Þú fórst með honum heim?
— Já, Benjamín.
— En þú... ég meina ... þú
hefur ekki...
— Nei, Benjamín, ég hef ekki
sofið hjá honum.
Hann fór allt í einu að hlæja.
— Jæja, sagði hann, — svo Carl
blessaður fór með þig heim og
þar dúndraði hann því, ha?
— Vertu sæll, Benjamín.
— Var hann með lágværa tón-
list á? Var hann...
Elaine hristi höfuðið og gekk
að dyrunum. Benjamín fór á
eftir henni. — Hvert ert þú að
fara? spurði hann.
— Upp á herbergi til að læra.
Hún opnaði dyrnar og gekk nið-
ur stigann.
— Eigum við að giftast á
morgun? spurði hann.
— Nei.
— Hinn daginn?
Hún opnaði djrrnar og gekk
út. — Ég veit það ekki, sagði hún.
— Kannske og kannske ekki.
Dyrnar skelltust á eftir henni.
Um hádegi borðaði Benjamín
í matstofu skólans. Svo fór hann
upp til herbergis hennar en hún
var ekki þar. Hann beið um stund
niðri, en þegar hún var ekki
GRADUATE) 11. HLUTI CHARLES WEBB
komin eftir hálftíma gekk hann
rólega heim til sín. Elaine beið
þar eftir honum. Hún sat stíf á
rúmbríkinni og hélt báðum
höndum um bréf.
— Elaine, sagði Benjamín, —
ég var að koma ...
Hún rétti honum bréfið.
— Frá hverjum er þetta?
— Pabba, sagði hún hljóðlega.
Benjamín settist við skrifborð-
ið, tók bréfið úr umslaginu og
byrjaði að lesa:
Kæra Elaine.
Móðir þín hefur sagt mér af
sambandi hennar við Benjamín
Braddock. Mér hefur skilist að
hún hafi einnig sagt þér það
sama, í þeirri von að það haldi
þér frá honum, en hann er nú í
Berkeley, eins og þú áreiðanlega
veizt. Ég veit ekki hvernig
ástandið er þar; hvort hann
ásækir þig sjálfur, eða hvort
hann lætur sér nægja að hringja
í þig. f öllu falli vil ég að þú lofir
mér því að hitta hann aldrei aft-
ur. Ég veit náttúrlega að þú hef-
ur engan hug á því, en samt sem
áður er hann vís til þess að beita
alis konar brögðum til að koma
vilja sínum fram, svo ég vil ein-
dregið ekki að þú hafir neitt sam-
band við hann. Ég reikna með að
það sé algjörlega ónauðsynlegt
fyrir mig að benda á að hann er
mjög óheiðarlegur og óáreiðan-
legur persónuleiki. Hegðan hans
sýnir það. Eins fljótt og ég sé
mér fært kem ég til Berkeley,
tala við hann og svo þig.
Móðir þín og ég höfum ekki
enn gengið endanlega frá mál-
unum, en það er meira en lík-
legt að við skiljum að fullu og
öllu. Ég sé enga ástæðu til að
halda þessu áfram eftir það sem
hefur skeð. Eins og ég veit að
þú hefur orðið vör við, höfum
við fjarlægst hvort annað mikið
undanfarin ár, svo sennilega er
bezt núna að hætta þessu fyrir
fullt og allt. Auðvitað myndi ég
aldrei gera það ef ég vissi ekki
að þú ert nógu fullorðin og
þroskuð til að skilja það og þola.
Trúðu mér, Elaine, þú ert það
eina sem skiptir mig máli í lífi
mínu og ég elska þig meira en
nokkuð annað.
Ég hef ekki sagt herra og frú
Braddock frá þessu enn, en ég tel
það skyldu mína að gera það.
Þau eru góðir vinir og dásam-
legt fólk, og það er sorglegt
hvernig Benjamín hefur lítil-
lækkað þau og smánað eftir allt
sem þau hafa gert fyrir hann.
Við herra Braddock verðum
vitaskuld að hætta samvinnu
okkar — nokkuð sem mig tekur
sárt, því samband okkar og sam-
vinna hefur ávallt verið náin og
til fyrirmyndar.
Ég kem fljótlega til þín. Ef
Benjamín er sérlega ágengur, þá
skaltu hafa samband við skóla-
yfirvöldin sem ættu að gera eitt-
hvað í málinu — svo framarlega
sem hann truflar þig við námið.
Ef vandamálið er svo alvarlegt
að þér finnist þú ekki geta hald-
ið áfram námi, skaltu hringja í
mig og ég verð kominn til Berke-
ley innan tveggja klukkustunda
til að eiga við hann. Hvernig
sem allt er og fer, þá hlakka ég
til að sjá þig fyrir vikulok.
Ástarkveðjur,
Pabbi.
Þegar hann hafði lokið við að
lesa bréfið starði hann lengi á
undirskriftina neðst á annarri
síðu en svo krumpaði hann það
saman og stakk því í jakkavasa
sinn.
— Komdu, sagði hann og tók
í hönd Elaine.
— Hvað?
— Ég sagði komdu!
32 VIKAN 15-tbL