Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 14
SMÁSAGA EFTIR
FANE MERRIMAN HORTON
LÆKNIR, KYS
í fjögur ár haföi hún verið „vesalings Fran“. — Ung ekkja með tvö börn, og um
fram allt varð að finna handa henni fyrirvinnu. En hún vildi ekki láta dekra sig,
- hún vildi standa á eigin fótum ....
Röddin þagnaði um leið og hún opnaði dyrnar, eins og skrúfað
væri fyrir krana, og Fran vissi að Mildred hafði sagt Clem Yeager
ævisögu hennar. Hún sá það á svip hennar, þegar hún sagði:
— Fran, þetta er Yeager læknir.
En andlit mágkonunnar var ekki eins Ijómandi og venjulega,
þegar hún kynnti eitthvert af fórnardýrunum fyrir henni. Clem
Yeager læknir var heldur ekki líkur þeim sem hún var vön að
kynna fyrir Fran.
— Þér eruð alltof grönn, sagði hann, án þess að sleppa hönd
hennar og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja.
— Þurfið þér endilega að líta á mig frá læknisfræðilegu sjónar-
miði, sagði Fran glaðlega. — Ég er í nýrri dragt, og mér finnst
sjálfri að ég líti ljómandi vel út.
— Svart fer glæsilega við rautt hár, sagði Mildred, og það var
ekki laust við öfundsýki í andvarpi hennar. — Jim og Yeager læknir
eru skólabræður.
Fran leit á Clem Yeager. Andlitið var mjóleitt með skörpum drátt-
um og djúpstæðum augum. Ósjálfrátt varð henni á að bera hann
saman við Bob. Bob Cummings var aðeins unglingur þegar hún
giftist honum, og hann dó áður en það var komið í ljós hvern mann
hann hafði að geyma. Þessi maður bar það með sér að hann var
þroskaður, og það hafði ekki neitt með aldur að gjöra, en það var
greinilegt, að hann vissi hvað hann vildi og hvers vegna.
— Fran er svo hræðilega sjálfstæð, sagði Mildred. Þetta hljómaði
eins og ásökun. — Mamma og pabbi vildu láta hana flytja heim til
sín með telpurnar, — þau hafa nóg pláss, — en hún kaus heldur að
vinna í tízkuverzluninni og búa út af fyrir sig.
— Vinkonur mínar kaupa fötin sín þar, því þær kenna í brjósti
um mig. Hún leit á Mildred og roðnaði. — Ég meinti það ekki þann-
ig, en því er ekki að leyna að það reyndu allir að fá mig til að
setjast upp á tengdaforeldra mína.
Mildred andvarpaði og sagði:
— Hvernig líður telpunum? Hver er hjá þeim?
— Barnfóstran gat ekki komið, svo Jane ætlaði sjálf að ganga
frá og sjá til að Mittie færi í háttinn. Hún hefur mikla ábyrgðar-
tilfinningu, sagði Fran, hreykin á svip.
— En Fran, þær eru alltof ungar —■ aðeins fjögurra og sex ára.
Mildred leit á manninn sinn og Clem Yeager til stuðnings.
— Þær verða að læra að passa sig sjálfar. Eins og ósjálfrátt rétti
Fran úr sér. Hún fann að Clem Yeager hafði ekki haft augun af
henni.
— En, — en þetta er svo mikill óþarfi.... Mildred þagnaði.
Þjónustustúlkan opnaði dyrnar inn í borðstofuna.
— Maturinn er á borðinu, gjörið svo vel, sagði Mildred virðulega
og gekk inn um dyrnar. Fran sá fallega dúkað borðið, með rauðum
dúk og tinborðbúnaði. Mildred hafði ekki góðan smekk á fötum, en
við allt sem kom húshaldi við var hún hreinn snillingur. Salatið var
ferskt, nautakjötið meirt og safamikið og búðingurinn léttur og góm-
sætur. Eins og venjulega.
En Fran fann ósjálfrátt á sér að þetta var ekki ein af venjulegum
tilraunum Mildred að fikta við hjúskaparmiðlun. Hún var greini-
lega ekki hrifin af þessum skólabróður mannsins síns, og auðséð að
hún var ergileg yfir því að Jim hafði boðið honum heim.
Eftir matinn spiluðu þau bridge. Clem Yeager spilaði vel og var
öruggur, en leyndi því ekki að hann hafði engan áhuga á spilum.
Fran gat ekki látið vera að horfa stöðugt á klukkuna. Jane hafði
lofað að hringja ef eitthvað væri að.
Þegar klukkan á arinhillunni sló tíu, sagði hún:
— Þetta verður að vera síðasta rúbertan. Ég verð að fara að
halda heim.
— Ég kom gangandi, sagði Clem Yeager. — Getið þér hugsað
yður að ganga heim?
— Það vil ég mjög gjarnan, sagði hún áköf og varð að halda aftur
af sér, til að þjóta ekki fram og ná í kápuna sína. Notalegt and-
rúmsloftið á heimili Mildred varð skyndilega kæfandi.
-—• Ef þú þarft að flýta þér svona mikið, þá er bezt að Jim aki
þér heim, sagði Mildred, þegar þau gengu fram í anddyrið.
— Þakka þér fyrir, en þetta er ekki nema nokkurra mínútna
gangur.
— Hún hefur gott af að fá sér frískt loft, frú Hale.
Það var greinilegt að Mildred mislíkaði framhleypni læknisins.
Það var hringt dyrabjöllu og Fran skyldi nú ástæðuna fyrir gremju
Mildred, þegar hún heyrði háværan hlátur Bills Brewton. Mildred
hafði átt von á konu hans og hún varð alltaf fúl, þegar hún fékk
ekki vilja sínum framgengt.
— Sæl, Fran, sagði Bill hjartanlega. — Mildred sagði mér að þú
yrðir hér í kvöld, svo mér datt í hug að koma við, til að aka þér
heim. Ég var að vinna frameftir.
— Við Yeager læknir erum búin að koma okkur saman um að
ganga.
Hún varð allt í einu barnalega vonsvikin.
— Það er nóg pláss fyrir lækninn líka, sagði Bill og tók ekki eftir
neinu.
— Ætlið þér að setjast hér að? spurði Bill, þegar þau komu inn
í bílinn.
— Nei, ég er að vinna að rannsóknarstörfum á sjúkrahúsinu.
-— Mér er sagt að verið sé með mikilvægar rannsóknir þar núna,
sagði Bill viðurkennandi. —• Það er bara verst að launin eru lítil,
samanborið við erfiðið.
— Ég er ánægður ef ég get satt forvitni mína, sagði Clem Yeager
þurrlega.
— Þið vísindamenn eruð svo lítillátir.
Fran brosti með sjálfri sér í myrkrinu. Þarna var lausnin, Mildred
áleit að maður sem hugsaði meira um að seðja forvitni sína, heldur
Framhald á bls. 37.
14 VIKAN 15-tbl-