Vikan


Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 41
VIPP norski hvíldarstóllinn. — Framleiddur á Islandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvíldar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifær- isgjafa. — Spyrjið um VTPP stól í næstu húsgagnaverzlun. — Umboðsmenn um allt land. VIPP STÓLL Á HVERT HEIMILI. FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 63 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690 um framtíð þeirra upp á eigin spýtur. Hún bauð Bill inn eftir sýn- inguna. — Er þér sama þótt ég reyki pípu? spurði hann. — Auðvitað. Bill myndi reykja pípuna sína og horfa á sjónvarp, og hún dútla við einhverja handavinnu eða lesa. Það yrði ekki mikið talað, því þau höfðu ekki mikið að tala um. — Bill, sagði hún. — Hefurðu ennþá hug á að kvænast mér. Það fóru einhverjir drættir um andlit hans. — Ef þú hefðir spurt mig í síðustu viku, þá hefði ég ekki viljað neitt frekar, Fran. Þá hefði ég verið hamingjusamasti maður í veröldinni. En ég er bú- inn að ganga í herinn, og ég fer til Vietnam. Hann brosti til hennar, hreykinn á svip. — Eg get því ekki tekið á mig ábyrgð á þér og telpunum. Það væri ekki rétt. Fran hló, gleðivana. Þá var það úr sögunni. Hún klappaði á hönd hans. — Þú skalt ekki hugsa meira um það, Bill. Hann kyssti hana á kinnina þegar hann fór. — Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig, þá láttu mig vita. Mildred hringdi. — Fran? Hefurðu heyrt þetta með Bill Brewton? — Já, finnst þér það ekki stórkostlegt? — Hann hlýtur að vera geggj- aður, sagði Mildred æst. — Hann hefði alls ekki verið kall- aður í herinn fyrr en guð veit hvenær. — Er Yeager læknir farinn? — Ég veit það ekki. Hefur þú ekki hitt hann? — Nei. Henni heyrðist ekki betur en að mágkona hennar andaði létt- ar. — Hafðu það gott, Fran. Komdu bráðum með telpumar. — Bless, sagði Fran og lagði frá sér símann. Hún var að klæða sig þegar Jane kom hlaupandi inn í her- bergið hennar á sunnudags- morguninn. — Mamma, Yeager læknir er kominn. Hún starði á Fran. — En hvað þú ert falleg, mamma! — Jane, viltu gera mér greiða? — Hvað? — Farðu með Mittie út í garð. --- Já, Mittie er ekki svo af- skaplega skynsöm, þú veizt það, mamma. Fran þrýsti henni að sér. Jane var svo hrifin af þessu orði að hún notaði það í tíma og ótíma. Svartan eða gulan kjól? Hún hugsaði sig um, en ákvað svo að fara í þann gula. Ilmvatn? Nei, hann var líklega ekki hrifinn af því. Hún gekk niður stigann. Clem Yeager stóð í stofunni. — Eg hélt að þér væruð farinn. — Mér skjátlaðist, þér eruð falleg. — Er veðrið ekki dásamlegt? — Ég byrjaði á þessu rann- sóknarstarfi, vegna þess að ég hélt að það væri mjög mikils- vert, sagði hann. Það var eins og hann væri að svara spurn- ingu. — En nú er ég búinn að ganga frá mínu hlutverki á því sviði, og þróunarhjálpina vantar lækna. Eg bíð eftir svari um það hvert þeir óska að senda mig. — Sírenurnar eru í blóma. Viljið þér koma og sjá þær? Þær hvítu eru sérstaklega fallegar. — Þetta verður dálítið erfitt, hélt hann áfram, eins og hann hefði ekki heyrt það sem hún sagði.— Þú verður að búa hér, þangað til ég veit hvert ég fer. Þá verð ég að reyna að fá sóma- samlega íbúð, svo þú getir kom- ið til mín með telpurnar. En það er margt sem bendir til þess að ég verði eins konar farandsali, og að þú verðir að vera mikið ein. Launin verða ekki heldur til að hrópa húrra fyrir. Þetta verður erfitt, sagði hann hægt. — En fyrir hugsjónamanneskju eins og þig.... — Þú hikar ekki við að biðja mig um það sem er erfitt? — Eg vil bara að þú vitir hvað bíður þín. Fran gekk til hans. — Eg vil vita allt. Kysstu mig, læknir. Hann dró hana til sín og þrýsti henni að sér. Kossinn var heitur og innilegur. Fran stóð á öndinni. — Jane! kallaði hún, — Mittie! komið þið hingað! Þær stóðu í dyrunum, hönd í hönd. Mittie flissaði og strauk rauða lokkana frá enninu, en Jane var hátíðleg á svip. — Telpur mínar, sagði Fran, -—■ læknirinn þarf að hjálpa veiku fólki í öðrum löndum. Hann er að biðja mig . . . okkur um að giftast sér. — Já! hrópaði Mittie og ljóm- aði af ánægju. — Það verður ekki auðvelt, sagði Fran og leit á Yeager. — Við verðum að vera hér þar til hann hefur fundið hús handa okkur, og hann á ekki mikla peninga. Svo verður hann að ferðast mikið.... — Þú verður sjálf að ákveða það, mamma, sagði Jane fullorð- inslega. 15. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.