Vikan - 09.04.1970, Blaðsíða 49
dótinu þínu niður í tösku.
— Pabbi, ég veit ekki hvort
þú komst með spennitreyju með
þér, en sé svo ekki þá máttu
vita að þú lendir í helvíti mikl-
um vandræðum við að koma
mér....
Herra Braddock rétti skyndi-
lega úr sér og sló Benjamín I
andlitið eins fast og hann gat
með handarbakinu. Benjamín
féll aftur fyrir sig en náði jafn-
væginu og starði á föður sinn.
— Fyrirgefðu mér þetta, Ben,
sagði faðir hans, gekk að skápn-
um og tók jakkafötin hans út.
Benjamín settist og horfði á föð-
ur sinn brjóta fötin saman og
setja þau í töskuna. Á endanum
sneri hann sér hægt og rólega
að skrifborðinu og opnaði efstu
skúffuna þar sem peningamir
voru. Hann tók handfylli af
seðlum upp, horfði á föður sinn
á meðan og tróð svo peningun
um í buxnavasa sinn. Svo að-
gætti hann hvort nokkuð af
peningunum stæði upp úr og
gekk að kommóðunni. Hann tók
upp gallabuxur og setti þær í
ferðatöskuna.
— Ben? sagði faðir hans við
hliðina á honum.
— Já?
— Ben, ég er í rusli yfir þessu,
sagði hann og lagði höndina á
handlegginn á honum. — Eg er
í algjöru uppnámi. Eg bið þig
að fyfrirgefa mér. Reyndu að
skilja mig.
— Já, ég skil.
— Eg vona það, sagði herra
Braddock og settist aftur.
— Pabbi?
— Já, Ben.
— Hve lengi varstu að keyra
hingað?
— Eg lagði af stað fyrir dög-
un.
— Svo við verðum ekki
komnir heim fyrr en töluvert
seint.
— Nei.
Benjamín setti nokkra smá-
hluti í viðbót niður í töskuna og
gekk til dyra.
— Hvert ert þú að fara? sagði
herra Braddock og stóð upp.
Benjamín leit á hann og yggldi
sig. — Hvað?
— Hvert ert þú að fara, Ben?
— Á salernið, sagði Ben og
horfði stíft á föður sinn. — Það
er fram á gangi.
Herra Braddock settist og
hristi höfuðið. — Fyrirgefðu
mér, Ben, sagði hann. — Eg er
ómögulegur. Eg er ein tauga-
hrúga.
— Það er allt í lagi, pabbi
minn, sagði Ben. Hann fór fram
á ganginn og hallaði dyrunum
nógu mikið til þess að þær
skyggðu á það sem þar gæti
farið fram. Svo fór hann inn í
baðherbergið, skrúfaði frá vatn-
inu, fór út aftur og lokaði á eft-
ir sér.
— Hringdu í Elain Robinson!
Herbergi 200! Hann horfði á
stúlkuna við símann velja núm-
erið og beið eftir því að hún
færi að tala.
— Elaine Robinson? Hún
hlustaði um stund og kinkaði svo
kolli. — Takk, sagði hún, — ég
skal segja honum það. Hún lagði
á og sneri sér að Benjamín. —
Ert þú ekki Benjamín Braddock?
— Jú.
— Elaine er hætt í skólanum.
Herbergisfélagi hennar kemur
niður með skilaboð til þín eftir
stutta stund.
Rétt á eftir opnuðust dyrnar
á einni lyftunni og stúlka kom
út með umslag, á hvað var skrif-
að nafn Benjamíns. Hann tók
við því og reif það upp.
— Kæri Benjamín:
Eg lofa þér því að einhvem
tíma ætla ég að skrifa þér langt
og mikið bréf um allt saman, en
í augnablikinu get ég ekki hugs-
að. Mig langar bara til að biðja
þig að fyrirgefa mér, en ég veit
að það sem ég er að gera er þér
fyrir beztu. Eg elska þig en það
myndi aldrei ganga. Farðu til
Kanada eða eitthvert, þar sem
ég á aldrei á hættu að sjá þig
framar.
Elaine.
Benjamín leit upp rétt í sama
mund og herbergisfélagi Elaine
var að stíga inn í lyftuna.
— Heyrðu! Komdu hérna að-
eins!
Hún stökk út og dyrnar skellt-
ust á eftir henni.
Benjamín tók í handlegginn á
henni. — Hvert fór hún? sagði
hann.
Hún sleit sig lausa. — Hvað
ertu að....
— Hvert fór hún!
— Eg veit það ekki.
— Segðu satt!
— Eg er að segja satt!
Benjamín kinkaði kolli. —
Hvenær sástu hana síðast?
— í gærkvöldi.
— IClukkan hvað í gærkvöldi?
— Það var seint. Sennilega
var komið fram undir morgun,
sagði stúlkan. — Klukkan svona
tvö eða þrjú.
— Hvað skeði?
Stúlkan yppti öxlum. — Hún
kom bara upp, pakkaði nokkrum
smáhlutum niður, skrifaði þetta
bréf og fór svo.
— Hvað sagði hún við þig áð-
ur en hún fór?
— Eg man það ekkert.
— Þú verður að muna það.
Stúlkan gretti sig framan í
hann. — Væri þér sama þó þú
segðir mér hvað er að ske?
— Segðu mér hvað hún sagði?
— Hún sagðist vera hætt í
skólanum. Hún var grátandi og.
— Hún var grátandi?
— Já.
— Og hvað sagði hún?
— Hún sagði bara bless og
bað mig að senda dótið sitt til
sln. Það sem eftir væri af fötun-
um hennar.
— Senda það hvert?
— Heim til hennar.
— Heim til hennar? Heim til
foreldra hennar?
— Já.
Benjamín kinkaði kolli. —
Komdu með mér, sagði hann.
— Ha?
— Komdu með mér.
— Til hvers?
— Þú hringir heim til hennar.
— Aaaa, sjáðu nú til, sagði
stúlkan. — Ef þér er sama þá
vildi ég helzt ekki flækjast inn
í neitt loðið ástasamband 1
augnablikinu. Eg....
Benjamín horfði á hana um
stund, kinkaði svo kolli í áttina
að dyrunum og gekk á eftir
henni út um dyrnar.
— Halló? sagði stúlkan. —
Þetta er Marjorie, herbergisfé-
lagi Elaine í háskólanum. Br
Elaine heima?
Benjamín kom með eyrað al-
veg upp að höfði stúlkunnar og
þrýsti eyranu að tólinu.
— Hún getur ekki talað við
þig núna, sagði frú Robinson.
— Ó, sagði Marjorie. — Eg
er með allt dótið hennar og var
að spekúlera í hvað ég ætti að
gera við það.
Það var örstutt þögn.
— Þú geymir það kannske
fyrir okkur í smástund, sagði
frú Robinson svo. — Eg skal sjá
til þess að hún skrifi þér og segi
þér hvað þú átt að gera.
— En hvar er hún? spurði
Marjorie. — Er hún heima?
— Það var fallega gert af þér
að hringja, Marjorie. Eg lofa þér
því að hún hringir....
Benjamín þreif tólið af stúlk-
unni og setti það fyrir framan
andlitið á sér. — Hvað er að
ske, frú Robinson! Segðu mér
hvar hún er!
Hljóð. Frú Robinson hafði
skellt á. Benjamín skellti tólinu
aftur á tækið og hljóp út á götu.
Hann veifaði í leigubíl sem kom
aðvífandi og stökk inn í hann.
— Flugvöllinn, sagði hann. —
Keyrðu mig út á flugvöll.
Það var tekið að rökkva. Á
götunni var allt kyrrt og hljótt,
og þó væri orðið nokkuð dimmt
hafði ekki verið kveikt á götu-
ljósunum enn. Benjamín borg-
aði bílstjóranum og stóð svo
lengi upp við tré og horfði að
húsinu. Á efri hæðinni var allt
dimmt. Ljós var í stofunni, en
þykk gluggatjöldin byrgðu mest
allt ljósið inni; aðeins örlítil rák
kom út með hverjum glugga.
Skyndilega opnuðust útidyrnar
og skarpur ljósgeisli brauzt út.
Benjamín skauzt til hliðar og
horfði á herra Robinson ganga
út og taka upp kvöldblaðið sem
blaðburðarstrákurinn hafði hent
í grasið. Þegar hann var farinn
inn aftur gekk Benjamín aftur
upp að húsinu. Hann stanzaði
fyrir neðan gluggann á hominu
og leit upp. Svo setti hann hend-
urnar um munninn og kallaði
upp:
— Elaine!
Framhald í næsta blaði.
ÞESSAR FERMINGAMYNDIR ERU FRÁ
STUDIO GESTS, LAUFÁSVEGI 18A
í Studio Gests eru í einni fermingarmyndatöku teknar myndir bæði
í og án kyrtils eins og hér er sýnt, og innifalin fullgerð stækkun.
— Tökum einnig allar aðrar myndatökur. — Myndatökur alla daga
vikunnar og á kvöldin. — Pantið tíma. — Studio Gests Laufásvegi
18 a, sími 2-4028.
15. tbi. VIKAN 49