Vikan


Vikan - 15.03.1979, Side 2

Vikan - 15.03.1979, Side 2
Meistari Dizzydillaði öllum II, bl. 41. árg. 15. mars 1979 Verð kr. 700. GEEÍNAR OG VIÐTÖL: 4 lim skröltorma, Jcsúlikneski og vend Jaka. Guðmundur J. uðmundsson, formaður erkamannasambandsins, ræðir við Vikuna um lífið, tilveruna og sjálfan sig. 20 irnin og við I umsjá Guðfinnu vdal, sálfræðings: Að hætta að •L'ra á sig. 24 Vikan prófar léttu vínin. 11. grein onasar Kristjánssonar: Hvítvin frá ýmsum álfum. 28 ikan á neytendamarkaði: Undir- gninn má ekki gleymast, þegar linn er þveginn. 28 Vikan á neytendamarkaði: Og þá er a hengja upp tjöldin. 50 Styttum blæðir, og myndir gráta. 20. grein Ævars R. Kvaran I gi'einaflokknum um undarleg atvik. SÖG5JU: 14 Á krossgötum. 3. hluti framhalds- sögu eftir Arthur Laurents. 18 sT'.im mínútur mcð Willy Breinholst: Pennavinurinn frá 3agdad. 22 P.:ð í örlagatafli. Smásaga eftir Önnu Wahlgren. 38 A hjúpunin. Smásaga eftir Helen f ;rlton. 42 aumgosinn eftir Georgette Heyer. 11. hluti. ÝMISLEGT: 2 Mest um fólk. 12 Vikan kynnir. Tiskan er ekki aðcins fyrir táninga. 24 Heillaráð. 30 Stjörnuspá. 31 Kate Bush: Draumurinn er Billie Hdliday. 32 Opnuplakat: Kate Bush. 34 Draumar. 35 Poopkorn. 36 Handavinna: Kvcnpeysa mcð V- hálsmáli. 52 Eldhús Vikunnar og Klúbbur s treiðslumeistara: Saxað nauta- buff að hætti Rússa. 54 Heilabrotin. 61 í íirestu Viku. 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Borghildur Anna Jónsdóttir. Eirikur Jónsson. Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Siðumúla 12. auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i pverhoíti 11. simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausa- sö!u 700 kr Áskriftarverð kr. 2500 pr. mánuð. Kr. 7500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 15.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greið- ist fyrirfram, gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai ágúst. Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. úm málefni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin. Það var gott veðrið i Reykja- vík hinn 11. febrúar 1979. Bjart og stillt eins og best gerist, og þegar tók að rökkva, þá birtist máninn, óvenjulega stór og óvenjulega gulur i austri. Hvort eitthvert samband var á milli þessa ágæta veðurlags og komu Dizzy Gillespie og hljómsveitar til landsins, vitum við ekki. En einhvern veginn var þetta allt í takt. Það var félagsskapurinn Jass- vakning sem stóð fyrir komu Dizzy og félaga hingað til lands, og að sögn Sigurjóns Jónas- sonar, formanns félagsins, hefur félagsskapurinn staðið í því siðan í ágúst á fyrra ári að koma þessu í kring. Þetta er ekki fyrsti jass-snillingurinn sem Jass- vakning flytur inn, og að sögn formannsins ekki sá síðasti. Ekki gat hann þó nefnt nein nöfn í þvi sambandi, en prjón- arnir væru á lofti, og áfram skyldi haldið. Starfsemi Jass- vakningar er sérstæð að því leyti að þar er öll vinna unnin í sjálf- boðavinnu, en án þess hefðu Dizzy Gillespie og aðrir sem sótt hafa okkur heim á vegum félagsins aldreikomið. En það stóð ekki á áhorfendum. Háskólabíó troð- fylltist, og þar var fólk á öllum aldri. Og það var ekki að sjá að Dizzy gamli, en hann er á sjötugsaldri, brygðist áhorf- endum sínum. Með sérstæðri kímni sinni og frábærum trompettleik, svo ekki sé minnst á ágætt framlag hljómsveitar hans, tókst honum að dilla öllum salnum þannig að annað eins hefur ekki sést hér á okkar kalda skeri í langan tíma. í hléinu skein líka ánægjan út úr hverju andliti, og allir við- mælendur VIKUNNAR voru á einu máli um að svona skemmtanir ættu að vera um hverja helgi. Fullorðna fólkið stóð gleiðbrosandi og svolgraði í sig kók, en unga fólkið sat á gangstéttarbrúninni fyrir utan anddyrið og reykti hass. Tónleikarnir héldu áfram, og fólkið sameinaðist enn einu sinni i hrifningu. Er vonandi að slíkir atburðir eigi sér stað sem oftast. EJ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.