Vikan


Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 5

Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 5
þarna ennþá í hárri elli. Við bræðurnir vorum fjórir og þótti það lítið. í íbúðinni á móti okkur voru hjón með 11 börn. Krakkarnir í þessu hverfi réðu lögum og lofum í þessum bæjarhluta og stóðst þeim enginn snúning nema ef væri krakkarnir á Grímsstaðaholtinu. Við þá gat enginn ráðið og sem dæmi má nefna að þótt strák- arnir þar töpuðu fyrir okkur í fótbolta þá eltu þeir okkur bara með grjótkasti alla leið upp að Elliheimili og héldu síðan heim á leið með pálmann í höndunum. Þeir voru ósigrandi í grjótkasti. — Ég rakst alltaf ákaflega illa og Barna- verndarnefndin var alltaf á því að ég ætti að vera í sveit á sumrin. Svo er verið að tala um unglingavandamál í dag. Ég er viss um að ég og flestir minir æskufélagar værum á betrunarheimilum ef við hefðum alist upp í nútímaþjóðfélagi. Við unnum flest þau spellvirki sem unglingar vinna nema hvað við stálum ekki og drukkum ekki brenni- vín. Félagsfræðingar og sálfræðingar nútímans hefðu líklega kallað þessi eðlilegu bernskubrek okkar frumsköddun. Helvíti gott orð, frumsköddun. í þá daga fengu börn að leika sér á sumrin. Að vísu fengu sumir sendlastörf eða þá einhverja smá fisk- vinnu en reglan var sú að krakkar unnu ekki á sumrin. Nú er aftur á móti lífs- hamingja æskunnar í því fólgin að byrja að Texti: Eiríkur Jónsson Ljósm.: Jim Smart Það virðist ekki vera hægt að taka viðtal við neinn mann án þess að hann sé með eitthvert ævisöguraus og sögur af lífs- afrekum. Menn verða svo óskaplega leiðin- legir þegar þeir byrja á því. Þetta voru svörin sem blaðamaður VIKUNNAR fékk þegar hann bað Guðmund J. Guðmundsson að segja sér eitthvað um uppruna og æsku sína. En orð eru til alls fyrst og fyrr en varði var Guðmundur byrjaður að tala um æsku sína í dæmigerðu ævisögurausformi. — Ég er innfæddur Reykvíkingur og ólst upp í verkamannabústöðunum við Hring- braut. Þeir voru þá nýbyggðir og þetta var dásamlegasta hverfi í Reykjavík vegna þess að þama var allt fullt af bömum. Núna býr þarna yfirleitt gamalt fólk, en það er sama fólkið og var að ala upp öll þessi börn á fjórða áratugnum. T.d. búa foreldrar mínir skröhorma, Jesúlíkneski og Gvend Jaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.