Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 7

Vikan - 15.03.1979, Page 7
starfa hjá Dagsbrún fyrir réttum 25 árum ! og fyrstu 10 árin sem ég var þar vann ég 8 tima í dagvinnu og 1 í eftirvinnu og fékk i borgað eftir 2. taxta Dagsbrúnar. Það va miklu verra kaup en ég hafði haft í þv; starfi sem ég var í áður. Þeir sem fara út í verkalýðsbaráttu haldandi að þar finni þeir | hið ljúfa líf þeir fara grýtta gæfuleið. Menn j verða nefnilega að hafa hugsjón og j ákveðna réttlætiskennd sem brennur í þeim ef eitthvað á að ganga. — Hvernig finnst þér kjör verkamanna í dag miðað við það sem var? — Munurinn á kjörum verkalýðsins þá ; og í dag er gífurlegur. Þessi kenning um að j við búum i stéttlausu þjóðfélagi er sönn að j vissu leyti en að öðru leyti hrikaleg lygi. ! Kenningin er sönn eða lítur út fyrir að vera sönn vegna þess að á íslandi eru : umgengnisvenjur töluvert frábrugðnar því Kenningin um stéttlaust þjóðfélag hér á landi er hrikaleg lygi. sem gerist víða úti í heimi. Það er e.t.v. fámenninu að kenna eða þakka, að hér í talar fínn maður við fátækan o.s.frv. Á ! íslandi geta menn talast við þó þjóðfélags- | staða þeirra sé ekki sú sama. Margir vilja einmitt nota þetta dæmi til að sýna fram á i að á íslandi sé stéttlaust þjóðfélag. En þetta i eru bara umgengnisvenjur og þær einar þurrka ekki út stéttamismun. Hitt er verra í að hér á landi eru margir hópar sem ekki hafa tileinkað sér neitt af grundvallar- sjónarmiðum verkalýðshreyfingar. Þetta eru harðsvíraðar sérhagsmunaklíkur sem samanstanda af sérmenntuðu eða sér- þjálfuðu fólki sem á sér engar hugsjónir um aukið þjóðfélagslegt réttlæti og launa- jöfnun. Þessar grunnhugsjónir sem verka- lýðshreyfingin byggir á þekkja þessir hópar ekki. í þessum skilningi er stéttaskipting á íslandi og þetta atriði skiptir miklu meira máli en einhverjar umgengnisvenjur. Kenningin um stéttlaust þjóðfélag hér á landi er því mestan part hrikaleg lygi. Hér áður fyrr var þó skiptingin miklu meiri því þá voru líka skýr skil á milli launþega og atvinnurekanda hvað umgengnisvenjur snerti. T. d. máttu vinnukonur ekki matast á sama stað og fjölskyldan sem þær unnu hjá og algengt var að verkamenn tækju ofan húfur sínar þegar verkstjórarnir birtust. — Að þessu gefnu, þ.e. að á íslandi sé stéttaskipting, hvernig finnst þér þá stétta- vitund Dagsbrúnarmanna vera? ll.tbl. Vikan7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.