Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 9

Vikan - 15.03.1979, Page 9
skamms ef verkalýðsfélög halda ekki vöku sinni. Það varðar hafnarverkamenn og sorphreinsunarmenn sem á vissan hátt eru stolt okkar Dagsbrúnarmanna. í þessum hópum er margur mætur maðurinn. í tæknivæddum þjóðfélögum Vesturlanda er það útlent vinnuafl sem látið er vinna þessi störf. Innfæddir koma þar yfirleitt hvergi nálægt. Þessir menn eru verr launaðir en gerist og gengur og félagslegt öryggi þeirra minna. Og hver er kominn til með að segja að íslendingar komi ekki til með að leysa þetta „vandamál” á sama hátt og nágrannaþjóðimar? Og þá á ég ekki við að fluttir verði inn erlendir verkamenn til að vinna þessi störf heldur að félagsleg staða þeirra íslendinga sem þau vinna verði svipuð og staða útlends vinnuafls úti i heimi. Þetta er þróun sem á sér stað í öllum tæknivæddum þjóðfélögum og verkalýðs- félögin verða að vera vel á verði eigi ekki þannig að fara. — Nú hefur slagurinn við atvinnu- rekendur oft verið harður. Hvenær heldurðu að minnstu hafi munað að upp úr syði? — Hörðustu stéttaátök sem hér hafa verið voru líklega í 6 vikna verkfalli sem var 1955. Þá lá við borgarastyrjöld hér í bæ. Dagsbrún var með 400 verkfallsverði og þeim her átti ég að stjórna. Við vorum náttúrlega allir óvopnaðir og her þessi var óskipulagður auk þess að vera óþjálfaður. Þvi var ekki saman að líkja hvað lögreglan var betur búin, þrautþjálfuð og með kylfur. Það munaði oft ákaflega litlu að það slægi saman í alvarlega götubardaga. Menn voru svona að þreifa fyrir sér hversu langt þeir Eg gekk um f bensfn- löðrinu með logandi vindil og hótaði að missa hann. gætu gengið í verkfallsbrotum. Öllum þjóð- vegum til borgarinnar var lokað því það var verið að reyna að smygla vörum utan af landi og það skipulega. Heiftin var svo mikil að það kom t.d tvisvar sinnum fyrir að hrækt var framan í konuna mína úti í mjólkurbúð og krakkarnir komu rifnir og tættir úr skólanum. — Fiskiskipaflotinn héma stöðvaðist að sjálfsögðu vegna olíuskorts en Suðurnesin voru opin og einhvers staðar úti á Faxaflóa lá útlent olíuskip fullt af olíu. Þeir þarna á Suðurnesjunum fóru á bátum sínum út í þetta skip, fylltu tunnur af olíu og voru að smygla þessu i land og síðan i skipin. Við fréttum af þessu og fórum þrír til Kefla- víkur þeirra erinda að stöðva þetta. Þegar okkur bar að garði var fjöldi manna að fylla alla tanka og geymslur í Keflavík af bensini og olíu og allt löðraði í þessum eldfimu efnum. Þá kveikti ég mér í vindli og gekk síðan um í bensínlöðrinu og hótaði að missa hann ef þeir hættu þessari iðju ekki strax. Þeir létu segjast og hættu. En þar með var ekki öllu lokið. Við ætluðum að fara út í skipið til þess að gulltryggja að þetta héldi ekki áfram. Eftir mikla eftir- gangssemi tókst okkur að fá kunningja okkar sem gerði út á skak frá Keflavík til þess að ferja okkur út í skipið. Það gekk á ýmsu við bryggjuna, fólk safnaðist í kringum okkur og hótaði að henda okkur í sjóinn eða eitthvað þaðan af verra. En við sluppum og tókum stefnuna á olíuskipið. Þar þustum við um borð allir þrír með vindla í munni og hugðumst hertaka skipið. En skipstjóranum leist ekki meira en svo á þetta að hann tók stefnuna á haf út og ætlaði einfaldlega til síns heima. Við komum ekki til íslands fyrr en eftir 4 daga. Þetta var helvíti skuggalegur vetur og ég er eiginlega dálítið hissa á því að aldrei hafi maður verið drepinn í verkfallsátökum á íslandi. En það kom aldrei til blóðbaðs, enda ekki vilji fyrir slíku. — Segðu mér fleiri sögur úr verkalýðs- starfinu. — Alveg sjálfsagt. í gamla daga jjegar ég var grimmur í pólitikinni var ég meðlimur í Æskulýðsfylkingunni en það var sértrúar- söfnuður. Við vorum með fundi út um allt land, nokkurs konar vakningarsamkomur, skemmtanir með ræðuhöldum og öðru menningarlegu prógrammi. Þá er það eitt sinn að ég hringi í Kiljanjmenn á mínum aldri kalla Laxness aldrei annað en Kiljan) og spyr hvort hann sé ekki fáanlegur til að lesa upp úr verkum sinum á þessum hátiðum sem við vorum að halda. Kiljan sagðist nú ekki vilja gera þetta upp í símanum en spyr hvort hann geti ekki hitt mig á skrifstofunni. Svo kom hann á mínút- unni þrjú eins og talað hafði verið um. Þegar ég hafði skýrt fyrir honum hvað við værum að biðja hann um varð hann hálf skrýtinn í framan og sagðist halda að ég væri ekki nógu „modern” að halda að það myndi trekkja eitthvað að láta rithöfunda lesa einhvern „litteratúr”. Þú fylgist ekki nógu vel með sagði hann. Reyndu frekar að vera með box, feitustu konu í heimi eða eitthvað svoleiðis. Við fengum Þórberg í staðinn. — Hvernig líður þér núna þegar þú ert kominn yfir miðjan aldur? Hefur þú ekki einhvern pólitískan metnað? — Finnbogi Rútur sagði einhvern tima við mig, að það kæmist enginn áfram í íslenskri pólitík nema sá sem væri sjúklega metnaðargjarn og með hrossaheilsu. Og ég hef hvorugt bætti hann við. Nei, ég held ekki. Ég hef aldrei þjáðst af neinum draumum um þingsæti, hvorki dreymt slíkt um nætur né keppt kerfisbundið að því. Hins vegar les ég um það í blöðum að ég keppi kerfisbundið að því. En förum nú að hætta þessu ævisögurausi og lífsafrekafrá- sögnum. Menn verða svo leiðinlegir þegar þeir tala um slíkt. Leyfðu mér frekar að segja þér eina góða sögu svona í lokin. — Ég hef verið garðyrkjumaður, netagerðarmaður, hreingerningamaður, grafið skurði, verið á síld, lögregluþjónn, dyravörður, útkastari og margt fleira. XX.tbl. Vikan9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.