Vikan


Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 10

Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 10
Einu sinni vann ég helvíti mikið mál þegar ég var lögregluþjónn norður á Siglufirði. Á slíkum stað, í slíku starfi, var um að gera að taka lífinu með ró, taka hlutina eins og þeir komu fyrir og búa til lögin jafnóðum. Svo var það einu sinni að við tókum 4 helvíti mikla fyllirafta höndum og fórum með þá á lögreglustöðina með pomp og pragt. Einn þeirra var helvíti mikill ævintýramaður, kallaður Ólafsvíkur-Kalli. Þetta var frægur maður, hafði siglt um öll heimsins höf og hafði mikil umsvif. Hann fer strax að þenja sig þarna og spyr hvað það eigi eiginlega að þýða að strákdjöflar eins og við séum að taka höndum stórmenni sem hafi siglt heila heimsstyrjöld og skaffi auk þess gjaldeyri. Ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði því við værum alveg jafn lífsreyndir og hann og klykkti út með því að bjóða honum í keppni um það. Hann tók vel í það og spurði hvernig sú keppni ætti að fara fram. Ég sagði honum að við skyldum skipa þriggja manna kviðdóm sem skæri úr um það hvor okkar hefði unnið ótrúlegri eða óvenjulegri vinnu. Ef það kæmi á daginn að hann hefði vinninginn myndi ég sleppa þeim strax. En ef ekki þá færu þeir beint í tukthúsið. Ég skipaði siðan kviðdóminn sem samanstóð af einni fylli- byttunni, einum lögregluþjóni en þriðja dómarann þurfti ég að handtaka úti á götu undir því yfirskini að það væri borgaraleg skylda hans að taka sæti í kviðdómi þessum. Hófust nú vitnaleiðslurnar. — Ólafsvíkur-Kalli sagði sögu af því þegar hann einhverju sinni var staddur innan um eitthvert voðalegt glæpahyski í Karabíska hafinu. Ég man nú ekki hvað staðurinn hét, en sagan var sönn því þessi maður hafði flækst um alla jarðarkringl- una. Hann var sem sagt staddur þarna í Karabíska hafinu og var að bíða eftir skips- plássi. Var honum þá boðin vinna sem vatnsmaður en sá böggull fylgdi skammrifi að í vikunni sem þá var nýliðin höfðu tveir vatnsmenn verið myrtir. Hann átti sem sagt að verða sá þriðji. Ekki var nóg með að starfið væri hættulegt heldur var þessi staður fullur af baneitruðum skröltormum sem drápu menn umvörpum. Ólafsvíkur- Kalli tók þó starfið að sér og strax fyrsta kvöldið byrjuðu banatilræðin. Hnífur kom fljúgandi i fyrstu hurðina sem hann opnaði og sökk næstum upp að hjöltum. Og bana- tilræðin héldu áfram alla næstu viku en þá fékk Kalli skipspláss og slapp þar með frá þessum voðalega stað. Kviðdómurinn lauk upp einum munni um að þetta væri nú með óvenjulegri atvinnulýsingum sem þeir hefðu heyrt. Ólafsvíkur-Kalli var hróðugur og bað mig nú að segja mína sögu. Og ég byrjaði. — Ég vann eitt sinn í þrjá heila mánuði standandi uppi á palli með krosslagðar hendur á meðan Einar Jónsson mynd- höggvari bjó til Kristlíkneski eftir mér. Fyrir þetta þáði ég kaup eftir kauptaxta Dagsbrúnar. Lengri varð sú lýsing ekki. En það dugði til. Ég fékk öll þrjú atkvæði kviðdómendanna. Var Ólafsvíkur-Kalla þar með stungið í tukthúsið. — Þetta Kristlikneski stendur nú í kór Hallgrímskirkju og er það mál manna að þessi Kristur sé í bústnara lagi. Ég hef ekki sagt nema örfáum vinum mínum frá þessu en í fyrra kom dálítið skrýtið fyrir. Það var þannig að ég var með dótturdóttur mína í Hallgrímskirkju og var töluvert af fólki þar í kringum okkur þegar barnið bendir á styttuna af Jesú og segir: — Komum nær og skoðum myndina af þér, afi. Ég hrökk við og fólk gaut til okkar augunum. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að þetta var á svipuðum tíma og Morgunblaðið var að fræða þjóðina á því að það væri ég sem stjórnaði landinu. Mér sýndist á fólkinu í kirkjunni að það héldi að ég væri nú orðinn endanlega galinn — reyndi bæði að stjórna landinu í trássi við stjórnvöld og væri svo að ljúga því að börnum að ég væri Jesús Kristur. Ég hljóp út úr kirkjunni og lét barnið um að elta mig.... 10 Vlkan II. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.