Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 12

Vikan - 15.03.1979, Page 12
Tískan er ekki aðeins fyrir táninga Það hefur löngum viljað brenna við, að tískuhönnuðir vorra daga gæfu þeim konum, sem vel eru komnar yfir þrítugt, engan gaum. En hvernig á orða- tiltækið „Allt er fertugum fært” að standa fyrir sínu, ef þeim konum, sem komnar eru yfir fertugt, er ætlað þaðan í frá að sitja í peysufötunum sínum í ruggustól og prjóna? Konur komnar yfir fertugt vilja svo gjarnan vera í tískunni, enda finnst þeim, sem náð hafa því marki, sá aldur ekki vera neitt tiltökumál. Margar hverjar eru svo heppnar að hafa góðan vöxt og geta því átt skipti við verslanir ætlaðar yngra fólkinu. En þær, sem bera barnahópinn utan á sér, hafa ekki um marga staði að velja. Við höfum að undanförnu tekið mikið fyrir verslanir og klæðn- að, ætlaðan yngra fólkinu, en nú höfum við ákveðið að bæta úr þvi og sýna hér klæðnað fyrir konur komnar af léttasta skeiðinu. Klæðnaðurinn sem hér er sýndur, er úr „Verðlistanum”, sem er til húsa við Lauga- læk/Hrísateig 47. Verslunin var stofnuð í apríl 1965 og hefur æ síðan verið í sama húsnæði. Eigendur eru Erla Wigelund og Kristján Kristjánsson, og sögðu þau, að mikil áhersla væri lögð á að hafa klæðnað á allan aldur í öllum stærðum, en þó eru ekki til föt á stúlkur fyrir innan fermingu. Þau sögðust leggja mikla áherslu á góða þjónustu við landsbyggðina og senda því ávallt í póstkröfu, ef þess er óskað. Ljósmyndari er Jim Smart, en þær sem sitja fyrir heita Jóhanna Bjarnadóttir, Val- gerður Jóhannsdóttir og Sólborg Árnadóttir. HS. Jóhanna stendur lengst til vinstri og ar i finnskum prjónakjól sem kostar 28.600 kr. Sólborg situr i enskum krepkjól fró Radley, sem kostar 43.700 kr. og Valgerflur er i kjól mefl silkiáferð sem einnig er fró Radley og kostar 39.800 kr. 12 Vikan ll.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.