Vikan


Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 17

Vikan - 15.03.1979, Qupperneq 17
Á KROSSGÖTUM móttökuherbergisins fyrir framan og kom henni til að hugsa um demants- eyrnalokkana hennar Emmu. í glerinu sá hún sjálfa sig á sviðinu í hlutverki Önnu, hún sá sjálfa sig sitja í stól Emmu I búnjngsherberginu og setja á sig eyrna- lokkana meðan Emma horfði á. Hún sá Emmu taka upp myndina af brúðkaupi Emmu. En þetta hafði verið hennar brúðkaup en ekki Emmu og hún hug- leiddi hvers vegna hún hafði gift sig. Hún hugleiddi einnig það sem hún hafði þá ekki sagt við Wayne og sem hún hafði enn ekki sagt. Ytri dyrnar út i verslunarhúsnæðið opnuðust. Skært sólskinið blindaði hana svoað hún sá varla litlu veruna í íþrótta- gallanum sem kom þjótandi inn og beint inn i búningsherbergi piltanna. Augna- bliki seinna stóð hún upp og fór á eftir honum. Hann hreinlega tætti af sér gall- ann. „Kvenfólki er bannaður aðgangur hér!” hrópaði Ethan. „Leiknum hefur líklega verið frestað vegna rigninga.” „Þetta var ekki leikur, bara æfing.” „Þér verður sparkað úr liðinu.” „Nei, alls ekki,” sagði Ethan og hélt áfram aðafklæðast. „Jæja, svo þú heldur að þú sért ómiss- andi!” „Nei, ekki ég, en þeir halda það. Ha ha.” „Ethan. Út með þig — og farðu heim.” „En mamma, þetta er framhalds- flokkurinn hans pabba!” sagði hann biðjandi rómi. „Ég veit hvernig tímunum er raðað niður.” „Ég ætla ekki að missa af þessum tima, svo þú skalt bara halda áfram með reikningana og vera ekkert að æsa þig." „Vertu sjálfur ekkert að æsa þig og reyndu að skilja hvað ég segi. Ef þú vilt leika körfubolta skaltu leggja rækt við æfingarnar. Ef þú vilt vera I ballett, þá skaltu mæta á réttum tima. Persónulega líst mér betur á körfuboltann. Iþrótta- menn duga lengur og þeir græða meira. En hvort sem þú velur þá skaltu fylgja settum reglum. Skilurðu það?” Hann vissi alltaf hvenær hún hafði rétt fyrir sér því hún talaði alltaf við hann eins og fullorðinn mann. „Ég skil,” tautaði hann. Hún beið þangað til hann var búinn að klæða sig og horfði svo á þegar hann gekk yfir sólbakað bílastæðið fyrir framan verslunarhúsið. Þegar hann kom út að rauðri harðri moldinni við veginn sá hún hann stappa niður fótunum. Hann var ekki sonur hennar fyrir ekki neitt. Hún sneri sér við og ætlaði inn aftur en sá þá allt í einu sendiferðabílinn sem lagt hafði verið milli tveggja kadiljákka. fyrir framan blómabúðina og búðina með vatnsrúmunum. Hún var alveg viss um að herra Fleetwood stæði þar, hallaði sér upp að stuðaranum og biði. Hún gekk í átt til hans og krosslagði armana á brjóstinu eins og hann. Hann stóð kyrr og algerlega svipbrigðalaus, þessi stóri ameríski indiáni, snyrtilega klæddur á vestræna vísu og hallaði sér upp að gamla skrjóðnum sínum. Þetta var orðin alvanaleg sjón. Hún beið. „Það er alltof heitt fyrir þig að vera hérna úti,” sagði hann loks. Hún hélt áfram að biða. „Ég er búinn að segja þér, frú Rogers, að ég borga ekki fyrir neina tíma.” I dag ætlaði hún að bíða lengur en hann; hún ætlaði að fá hann til að hreyfa sig. „Rektu krakkann úr skólanum,” sagði hann. „Ó, er það það sem þú vilt?” „Okkur væri öllum greiði gerður.” „Jæja?” Allt i einu náði reiðin tökum á henni og hún gat ekki beðið lengur. „Herra Fleetwood, þú verður að fyrir- gefa en hugsunarháttur þinn er einstak- lega sóðalegur. Ertu hræddur um að sonur þinn verði öfugur? Heldurðu að minn sonur sé það? Maðurinn minn var ballettdansari.” „Svo hef ég heyrt sagt.” Þetta var það sem hún hafði stefnt að, olía á eldinn. „Jæja. Ég ætla að láta þig vita að ég er orðin hundleið á þessum sóðalegu aðdróttunum þínum í garð eiginmanns míns og sonar og þíns eigin sonar. Sonur þinn er þetri en nokkur krakki í þessari vesælu og smámuna- sömu borg! Ef þér er alveg skitsama um hann því kemurðu þá alltaf að ná í hann? Nú skalt þú koma og horfa á hann einu sinni!” En Fleetwood stóð bara kyrr og hann fann að einhverra hluta vegna var hún jafnreið við sjálfa sig og hann. Hún fann það líka sjálf og lagði af stað I átt til skól- ans. En drengurinn var mikilvægari en reiði hennar, þrjóska föðurins og stolt hennar. Hún snerist á hæli ogsagði biðj- andi röddu: „Ó, komdu nú herra Fleet- wood. Drengurinn er búinn að bíða eftir þér i marga mánuði.” Hún tók móðurlega undir handlegg hans og hann fylgdi henni inn i kennslusalinn og þau staðnæmdust fyrir innan dyrnar í hæfilegri fjarlægð frá mæðrunum sem sátu á bekk upp við vegginn. Krakkarnir og Wayne sneru að spegilveggnum. Hún sá að Wayne leit sem snöggvast á Fleet- wood og heyrði svo að hann lagði fyrir þau erfiða æfingu. Andlit drengsins var jafn svipbrigða- laust og andlit föðurins. Litill, brúnn og vöðvastæltur líkami hans sveif án nokkurs hiks gegnum loftið, hreyfingar hans voru í algjöru samræmi við píartóið. Snúningar hans voru hraðir og nákvæmir. Eiann bar sig betur en nokkur annar i bekknum; hann var algjörlega óhræddur. Hann var kannski helst til íþróttamannslega vaxinn en það gat eng- inn leikmaður vitað. Hann endaði æfinguna nákvæmlega rétt og stóð sveittur og móður og horfði á stöðu sína i speglinum. En svo færði Wayne sig til hliðar af ásettu ráði og drengurinn sá í speglinum föður sinn standa við dymar og horfa á sig. Hið stóra andlit hans var enn jafnsvipbrigðalaust þó hann reyndi að brosa. Hann reyndi eins og hann gat. En einhvern veginn tókst það ekki svo hann kinkaði bara kolli. Aftur og aftur og aftur um leið og bros færðist yfir andlit drengsins, bros sem var nógu stórt fyrir þá báða. „Ef hún verður ekki komin eftir kortér, þá borðum við,” tilkynnti Ethan. Hann og Wayne voru að leggja á borðið. Deedee, sem aftur var með rúllur í hárinu, stóð við eldhúsborðið og var að búa til salat. Janina stóð og kryddaði sósuna sem hún hafði búið til þegar hún kom úr skólanum. Roðagyllt síðdegissól- in kastaði geislum sínum inn í eldhúsið en úti hristi heitur vindurinn lauf trjánna og blés til mislitum Ijósunum í garðinum. Hann hæfði betur þeirri spennu sem ríkti í hugum þeirra, fannst Deedee. „Þarf ég að setja eitthvað meira I þetta?" Janina rétti fram skeið fulla af sósu. „Nei, þetta er stórfint" Hún tók Martini- glasið sitt og sneri sér að Wayne. Hann lyfti sínu glasi — hún hélt að hann ætlaði að skála við hana — en hann saup bara á því. Hún vissi ekki hvers hann óskaði helst fyrir Emilíu eða hvort hann var hræddur um að missa hana. „Pabbi,” sagði Ethan, „er það satt að Yuri geti farið tvo hringi í loftinu, snúið sér síðan við og lent á öðru hnénu?” „Svo hef ég heyrt.” „Je minn góður!” Vinkonum mínum væri alveg sama þó hann gæti farið þrjá snúninga og lent svo í splitt,” sagði Janina. „Þær vilja bara fá að sjá hann í sokkabuxum.” „Og það vilt þú ekki!” sagði Ethan ögrandi. Janina hrærði í sósunni. „Dansarar eru leiðinlegir. Þeir eru allir ástfangnir af sjálfum sér. Það gera allir þessir speglar.” „Paþþi, heyrðirðu hvað Janina sagði" „Pabbi og mamma eru kennarar, ekki dansarar. Og þú ert hvorugt.” „Það er ekki rétt,” sagði Ethan reiði- lega. „Jú, það er það reyndar.” „Mamma ...” „Ó, Ethan, ertu ekki enn farinn að skilja að hún er að stríða þér?” Deedee þagnaði um leið og bakdyrnar opnuðust og Emilía kom inn með æfingatöskuna i hendinni. Þau störðu á hana og biðu, svipur hennar gaf ekkert til kynna. „Allt í lagi!” sagði Ethan óþolin- móður. „Hvernig var?” „Mér var þoðið að starfa með flokkn- um,” sagði Emilía lágt. „Ég vissi þetta!” hrópaði Ethan og þau hlupu öll með köllum og látum og föðmuðu hana að sér, öll nema Deedee. Allt í einu var hún orðin gömul. Hún var rétt fertug en samt var hún gömul. Það var orðið óralangt síðan hún byrjaði með flokknum; hún hafði öðlast sín tækifæri; sá tími var liðinn; það var komin önnur I hennar stað. Hún var orðin gömul. „Allt í lagi, hættið þið nú þessum há- vaða,” sagði hún snöggt. Hún kyssti Emilíu. „Hvenær áttu að byrja?” „Þegar æfingarnar byrja i New York. Áður en sumarsýningarnar byrja.” Hún virtist ekkert sérlega hrifin. „Hvað er að, elskan?” spurði Wayne. Hún þrýsti sér að honum. „Ég er ekki búin að segja að ég ætli að fara, pabbi.” „Asni!” sagði Ethan. Il.tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.