Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 38

Vikan - 15.03.1979, Page 38
Smásaga eftir Helen Carlton Afhjúpunin Maðurinn nálgaðist hægt og rólega. Hann virtist brosa. Hún tók til fótanna. En hann byrjaði að hlaupa líka, og hann hljóp hraðar. Þegar hún heyrði þungt fótatakið nálgast varð hún gripin lamandi skelfingu. Hann var að ná henni. Þýö: Páll Jónsson Ungfrú Millicent var vön að fara í gönguferðir út á heiðina á sunnudögum. Ekki á hverjum sunnudegi, aðeins þegar hún fann þörf hjá sér fyrir það. Ungfrú Millicent var yfirleitt ekki fórnarlamb óskynsamlegra þarfa eða sterkra langana. Hún var fáorð og blátt áfram, gráhærð með góðlegt og sviplítið kringlótt andlit. Hún átti litið hús með flötu þaki sem hún hélt alltaf tandurhreinu. Það var nálægt búðunum, en þó ekki of langt frá heiðinni, og sameinaði þannig þægindi borgarinnar og yndi sveitalífsins. Hún hafði þægilega og rólega vinnu, sem aflaði henni nægilegra tekna til að lifa af, og sem hún hafði unnið af trúmennsku fyrir ýmis fyrirtæki í meira en tuttugu og fimm ár. Hún borðaði vel og svaf vel og hafði góða heilsu. Hún átti nokkra góða og nána vini sem hún hitti reglulega. Það var lítið rúm fyrir óreiðu í lifi ungfrú Millicent. Fyrir helgarnar, þegar helst var hætta á að eitthvað slikt henti hana, hafði hún komið sér upp öruggu og áhrifaríku kerfi. Á föstudagskvöldum hvíldist hún og tók sér góðan tíma til að baða sig og þvo sér um hárið og las síðan góða bók. Á laugardagsmorgnum fór hún i búðir. Á laugardagskvöldum gerði hún hreint i húsinu sínu. Á sunnudögum fékk hún kannski vin í heimsókn, sat við sauma eða reyndi nýja uppskrift meðan hún hlustaði á útvarpið. Eða hún setti niður nokkrar nýjar plöntur i garðinum sinum. Þannig lifði hún, kyrrlátu en starfssömu lífi. Og samt komu þau augnablik í lífi hennar þegar þetta fullnægði henni ekki. Það kom fyrir að ungfrú Millicent fylltist af því sem hún kallaði sínar „ódauðlegu þrár”. í rauninni trúði hún því ekki að þessar tilfinningar hennar ættu neitt skylt við ódauðleikann. Hún var greind kona. En þetta var falleg tilvitnun og faðir hennar, sem henni hafði þótt svo vænt um, hafði verið mjög hrifinn af Shake- speare. Þegar þessi þrá gerði vart við sig hjá ungfrú Millicent var hún alger'.ega á valdi hennar. Hún gat fundið sjálfa sig líkt og leysast upp. Það var óþægileg tilfinning. Hún varð duttlungafull og óútreiknanleg. Ef til vill gengi hún út að glugganum og ýtti gluggatjöldunum kæruleysislega til hliðar, ólík sjálfri sér, stæði þar og starði út, altekin af undarlegri æsingu, og félli i þunglyndislega leiðslu. 1 garðinum beint á móti sæi hún gömlu ormétnu birkihrisluna sveiflast i golunni, og hver hreyfing hennar virtist bera í sér þvílika fullkomnun yndis- leikans að hún gat varla afborið að horfa áþað. Hún sæi börnin leika sér á götunni, tuskast og veltast um með hávaða og skrækjum, og þau myndu birtast henni sem guðum líkar verur, óviðjafnanlega falleg og mikilvæg. Hún sæi köttinn i næsta húsi smeygja sér undir hliðgrindina, inn í nýstungna rósabeðið hennar, og fylltist ákafri, óbærilega sterkri ást til katta. Að lokum myndi hún ganga frá glugganum, ef til vill reika inn í eldhúsið eða svefnherbergið, og fá það á tilfinn- inguna að húsið væri of lítið fyrir hana. Og þá færi hún titrandi af æsingi í kápuna, setti upp gönguskóna sína og stefndi útáheiðina. Svona lagað kom yfirleitt yfir ungfrú Millicent á sunnudögum. í dag var einmitt sunnudagur, snemma hausts. Að venju létti henni þegar er hún kom út. Hin undarlega, titrandi og órólega ungfrú Millicent, sem svo ótimabært hafði brotist fram, stilltist og róaðist, og þegar gönguferðin væri á enda yrði hún aftur fallin i svefn. En nú; hvernig loftið strauk kinnar hennar. Hún fann það. Hvernig allt ilmaði, haustloftið var biturt með daufum reykjarilmi. En hvað himinninn var hár, svo óumbreytanlega og óviðjafnanlega blár. Hvað berar greinarnar á stóru trjánum meðfram gangstígnum voru ógn- vekjandi. Hana langaði til að faðma þetta allt að sér. Hún gæti lyfst á vængjum vindanna, svifið um loftin blá, aðeins ef dauðlegar takmarkanir hinnar jarð- bundnu ungfrú Millicent hefðu leyft það. Heiðin var ekki langt undan. Þangað mátti komast eftir stíg sem lá út frá götunni, á milli stórra húsa sem voru hálffalin bak við múrveggi og runna. Hún gekk inn á stíginn, háleit af ákafri eftirvæntingu. Við hinn enda stígsins blöstu við dásamlegar viðáttur heiðar- innar. Við hinn enda stígsins stóð líka maður. 1 sinu upphafna hugarástandi tók ungfrú Millicent varla eftir honum í fyrstu. Ef eitthvað var truflaði þctta 38 Vikan xx.tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.