Vikan


Vikan - 06.10.1983, Page 8

Vikan - 06.10.1983, Page 8
Jtreir sem ferðast hafa víða halda því fram að hvergi í heim- inum sé samankomið eins mikið af fallegu kvenfólki og á lítilli eyju í Miðjarðarhafinu sem heit- ir Ibiza. Hvort sem þetta á við rök að styðjast eða ekki er stað- reynd að eyjan með þessu seið- andi nafni laðar til sín fallegar og frjálslegar stúlkur í slíkum skör- um á hverju sumri að slíkt þekk- ist ekki annars staðar við Miðjarðarhafið. Sumar koma í leit að sól, tær- um sjó og topplausum strönd- um, aðrar til að sýna sig, sjá aðra og kynnast nýjustu tískustraum- unum. En margar eru þær líka sem koma ekki með annað í farangrinum en drauma um frægð og frama, vonir um að komast í kynni við rétta fólkið með réttu samböndin í kvik- mynda- og tískuheiminum eða fræga ljósmyndara, sem nota Ibiza sem sinn uppáhaldsbak- grunn og eru sífellt á höttunum eftir nýjum andlitum fyrir heimspressuna. Vikan, Hollywood og ferða- skrifstofan Úrval, sem stóðu fyrir keppninni um Stjörnu Holly- wood í vetur, töldu að fulltrúar íslands ættu vel heima í þeim fagra hópi sem prýðir Ibiza á sumrin og því var öllum þátt- takendum keppninnar boðið í ferð til þessarar sólskinseyjar ásamt sigurvegurunum frá síð- asta ári. Það var ekki laust við að íslensku stúlkunum þætti þetta hálfgerð hefndargjöf til að byrja með. Þegar þær mættu á stað- inn, náfölar frá íslandi, hurfu þær gjörsamlega í skugga at- Tiskuliturinn í sumar var brúnn. Það kostaði Jóhönnu og Hönnu ótal sólarstundir við sundlaugina að nó honum. íslensk fegurð á Ibiza Síðdegisfundur i forsœl- unni: Hanna, Jóhann, Jóhanna, Gunnhildur, Snævar, Margrót og Þóra. Maðan Hanna, Þóra og Jóhanna dvöldu ó Ibiza vann ferðaskrifstofan Úr- val að kynningarmynd um þó áætlun sem hún ætlar að bjóða þar upp ó næsta sumar. Hér hefur kvikmyndatökumaðurinn Jón ekki staðist þó freistingu að stilla sór upp með fyrirsætunum sínum. Jóhanna, Stjarna Hollywood '83, ó Ibiza. SVikan 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.