Vikan


Vikan - 06.10.1983, Qupperneq 23

Vikan - 06.10.1983, Qupperneq 23
Naflastrengir fyrir hjartasjúklinga Strengurinn sem tengir móður og barn getur hlotið nýtt hlutverk eftir fæðinguna: Æðarnar hafa verið notaðar til að koma í stað bilaðra slagæða. Naflastrengir og fylgja voru til skamms tíma brennd á báli í fæðingardeildum sjúkrahúsa um víða veröld. En fyrir naflastrengi hafa nú fundist ný not, bláæðarnar í þeim eru látnar koma í stað skemmdra slagæða, einkarlega í þeim sem þjást vegna kransæða- sjúkdóma. Meðal annarra var það Robert Baier, rannsóknavísindamaður við Arvin/Calspan-stofnunina í Buffalo-fylki í Bandaríkjunum, sem á heiöurinn af þessari endur- nýtingu naflastrengja. Aðferöin varð til við þriggja og hálfs árs þrotlaust starf sem kostaði um það bil 3,5 milljónir dollara. Undanfarin fjögur ár hafa æðar úr naflastrengjum verið græddar í um það bil 20.000 manns víðs veg- ar um heiminn. Ekki heyrir það til nýjunga að slagæðar séu fjarlægöar og aðrar leiöslur settar í staðinn. Reynt hefur verið að nota gerviefni eins og dacron eða æðar úr kúm. En gerviæðarnar eiga til að stíflast eða verða gróðrarstíur fyrir bakteríur og kýræöarnar bólgna og springa. Það hefur gefið mun betri árangur að taka æð úr fæti sjúklingsins sjálfs — en þær eru því miður oft í eins slæmu ástandi og biluðu æöarnar sem á aö lag- færa og duga því skammt. Æðar úr naflastrengnum er mjög hentugar. Þær eru aðeins níu mánaða gamlar og alveg laus- ar við alls kyns kvíslar eða lokur. Flestar eru um eða yfir eins metra langar. Leiösla sem á að koma í stað slagæðar verður að vera laus við loðun, blóðiö má ekki festast viö hana og safnast í kekki. Undir- stöðuatriði í þessum efnum er yfirborðsorka flatarins. Þessa yfirborðsorku má skýra með því að hugsa sér egg á pönnu. Reyndir matreiöslumenn vita að það þarf ekki teflon-pönnur til að koma í veg fyrir að eggið festist viö pönn- una. Æöarnar í naflastrengjum hafa þessa yfirborðsspennu sem kemur í veg fyrir aö blóðkekkir myndist innan á agðaveggjunum, svo framarlega sem ekki er búið að rjúfa naflastrenginn. Robert Baier uppgötvaði að hægt er að viðhalda þessu jafnvægisástandi innan á æðaveggjunum með því að súta æðina að innan með sams konar efnasamböndum og notuð eru til að súta leður. Sú meðhöndl- un æðanna kemur í veg fyrir aö ónæmiskerfi líkamans ráðist gegn þessum ígræddu æðum, styrkir þær og réttir úr þeim. Áður en þessar æðar úr nafla- strengjum eru teknar í notkun þarf að skoða þær vandlega, athuga hvort yfirborðsspennan er nægileg, hvort nokkrar skrámur eða rifur fyrirfinnast, hvort blóð- fita hefur sest á þær og yfirleitt hve vel byggðar þær eru. Baier telur að innan við 20 prósent æðanna standist þessi nákvæmu próf. Naflastrengjaæöar eru um þess- ar mundir aðallega notaðar við ígræðslu í hand- eða fótleggi. Ennfremur hafa þær verið notaðar í neyðartilfellum, til að mynda aukaleiðslur vegna hjarta- aðgerða — og eru horfur á að sú notkun þessara æða eigi eftir að aukast verulega. Uppgötvanir Roberts Baier á þessu jafnvægisástandi yfirborðs- spennu í æðaveggjum hafa gildi á mörgum sviðum. Sams konar grundvallarreglur og notaðar eru við ígræöslu æða úr naflastrengj- um voru notaðar við smíðina á gervihjartanu handa Barney Clark sem frægt varð. Baier og félagar telja að hægt verði að nota sömu lögmál til að koma í veg fyrif tannsteinsmyndum og til að varha því að þörungar og skeljar festist við skipsbotna. í naflastrengnum er bláæð (lituð) og um hana vefjast tvær slagæðar. Blóð móðurinnar blandast aldrei blóði fóstursins. Æðarnar ná saman í fylgjunni og þar fara fram skipti á fæðuefni og úr- gangsefnum. Þegar búið er að meðhöndla bláæðina eftir aðferðum Roberts Baier hentar hún vel til ígræðslu. 4». tbl. ViKan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.