Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 4
I BYRJUN VIKUNNAR Gerður Pálmadóttir helur nú snúið sér alfarið að fataliönn- un og saumi. Flóin hættir Ein þekktasta fataverslun miðbæj- arins, Flóin á Vesturgötu, er hætt starfeemi og í staðinn er komin blómabúð á þeim stað sem Flóin var. Gerður Pálmadóttir, eigandi Flóarinnar, segir að hún hafl ákveðið að hætta búðarrekstri og snúa sér meir að hönnun og Iram- leiðslu á fatnaði og notast hún áfr- am við nafh Flóarinnar sem vöru- merki. Það er óhætt að segja að sjónar- sviptir sé að Flónni einkum fyrir þá sem vilja vera aðeins „öðruvísi“ í klæðaburði en almennt gerist. Engan áhuga á að bæta við vodkategundum — segir Höskuldur Jónsson, ÁTVR „Við höfum engan áhuga á að bæta við vodkategundum og svo virðist ekki vera neinn áhugi meðal neyt- enda á að kaupa þetta vín,“ sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, t samtali við Vikuna er við bárum undir hann orð Valgeirs Sigurðs- sonar, veitinga- og áfengis- gerðarmanns í Luxemborg, sem finnst með öllu óskiljanlegt að vörur hans séu ekki á boðstólum í Rík- inu samanber umfjölíun okkar um máUð í síðustu Viku. „Þannig var að við vorum með 24 tegundir af vodka hjá okkur á sölulista en þar var Black Death vodkinn eldd með. Síðan ákváðum við að fækka þessum tegundum niður í átta en raunar áttum við það mikinn lager af sumum þeirra tegunda sem við tókum af sölulista að þær eru enn til og meðan að þetta er svona kemur ekki til álita að bæta nýjum vodkateg- undum við,“ sagði Höskuldur. í máli hans kom enrtffemur ffam að vegna ábendinga frá Valgeiri hafi þeir í vor komið upp sérpöntunarþjónustu fyrir þá sem vilja Black Death snaps eða vodka. „Við áttum 36 kassa eða svo af vodkanu hér á lager og það hreyfðist ekkert þar til fyrir um hálftmi mánuði að Þórskaffi keypti allan lagerinn. Við eigum enn nokkurt magn af Black Death snapsinum eftir en það hreyfist varla í sölu.“ - FRI „Eg er þreyttur d þessum hengilmænuhætti ÁTVR!" Valgeir í Lúx var þungorður í viðtalinu við Vikuna, sem birt var í síðasta tölublaði. Sitt sýnist hverjum Guðmundur Ágústsson þing- maður Borgaraflokksins hefur verið nokkuð á milli tannanna á fólki vegna þess að flokkurinn hefur fengið hann til að vera í forsvari fyrir fóstureyðingar- ffumvarpi sínu. Guðmundur fer að heyra það ffá báðum aðilum. Þannig var hann á fúndi með Kvennalistakonum að ræða þetta mál og var þar kallaður karlrembusvín. Skömmu síðar mætti hann á fúndi hjá Huldu Jensdóttur og fleirum í Borgara- flokknum og þar var hann kall- aður morðingi fyrir nákvæm- lega sömu sjónarmið og gáfú honum karlrembunafngiffina. Fjölmargir veitingastaðir á landinu bjóða upp á sérstök jólahlað- borð í tilefni hátíðanna. í flestum tilfeUum er verðinu stiUt mjög í hóf og veitingamar hinar kræsUegustu. Hér sjást framreiðslu- stúlka og matsveinn á HoUday Inn í Reykjavík sýna örlítinn hluta þeirra kræsinga sem finna má á jólahlaðborðl hótelsins. Mynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson börnin Stjórnmálaleg þróun í heim- inum stjómast eðUlega af þeim mönnum sem fást við þá eðlu iðju sepi við í dag- legu tali nefnum pólitík. Því er stjómmálaffæðingum gjarnan tamt að ræða um stjórnmálamenn í stórpóU- tík, út frá samlíkingum úr dýraríkinu. Kennir þá oft margra grasa, eins og hauka, dúfha eða ugla, í samræmi við það orðspor sem fer af stjómmálamönnum hverju sinni. Haukarnir eiga að vera fram- sæknir og jafnvel árásargjarnir á meðan dúftirnar eru ffiðsemdar- menn. Uglurnar eru fastar fyrir og rökfastar. 1 félagsvísindadeild Háskóla íslands fá nemendur í stjórn- málafræði oft að heyra þessi og önnur svipuð hugtök ffá kenn- urum sínum, án þess að ítarleg- ar skýringar fylgi. Nýlega var Gunnar Gunnars- son stjórnmálaffæðingur að ræða þróun afvopnunarmála og stórveldapólitík við nemendur sína í stjórnmálaffæði og varð honum títt rætt um haukana, dúfurnar og uglurnar. Einn nemandinn, sem hafði setið nokkuð ráðvilltur undir lestrin- um um tíma, gat ekki orða bundist: „Heyrðu, Gunnar,“ sagði hann. „Geturðu ekki út- skýrt þessa fúglafræði þína?“ Við útskýringar Gunnars gall þá í öðrum nemanda sem rýndi ákafur í glósurnar sínar: ,Já, er þetta þá sama og krókódílarnir hjá honum kollega þínum í síð- asta tíma? 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.