Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 42
í 17. aldar stíl, eða þannig leit snjófletið út. Það rúmaði aðeins einn, enda ætlaði ég að sofa á „gólfinu" nærri útgönguleiðinni. Klukkan var orðin átta, á að- fangadagskvöld og við vorum örþreyttir eftir hamaganginn. Hungrið sótti að og við gátum ekki beðið þess að kjúklingur sem við höfðum meðferðis hitn- aði í pottinum á sprittprímusn- um. Við átum hann kaldan með köldum kartöflum, að vísu hafði kjúklingurinn verið steiktur áður en við lögðum af stað. Hrár hefði hann aldrei farið niður! Svefninn seig fljótlega á okkur, aðfangadagurinn hafði endað í þeim þrældómi að koma snjó- húsi yfir höíúðið. Næsti dagur, jóladagurinn í snjóhúsi er sannarlega jólaleg- asti dagur í mínu lífi, ef einhver athöfh uppfyllir þær væntingar, sem flestir bera til jólanna, þá var dvölin í snjóhengjunni sú rétta. Það var kalt þegar við vöknuðum og hafði skafið fyrir opið. Við settum loftgat í þak hússins og kveiktum upp með prímus. Fljótlega var orðið fún- heitt og það var þorandi að fara úr pokunum hlýju. Fyrri hluti dags fór í gönguferð um ná- grennið á gönguskíðum, en leikni mín á slíkum spýtum er lítil og var ég sjálfsagt líkari mörgæs, en gönguskíðagarpi. Það hvessti fljótlega og við sner- um til híbýla okkar, enda sann- færðir um að þar gætum við átt góðar stundir. Nú skyldi upplif- að aðfangadagsstemmninguna, að vísu einum degi of seint, en hvað er dagur milli vina fjarri öllum klukkum og dagatölum þéttbýlis? „Jólapakkarnir gleymdust“ Prímusinn góði hitaði hvelf- inguna fljótlega, að vísu hafði eitthvað bensínsprengju-app- arat Eiríks nær kostað okkur líf- tóruna, a.m.k. slæman sólbruna. Hanh var með tvo prímusa og annar þeirra glóði meira en góðu hófl gengdi og var pakkað saman. Greinarstubbur sem við fundum í einhverjum garði í bænum hékk í loftinu og lítil kerti glóðu hér og þar, við hjuggum kertastanda í snjóinn. Hangikjötið okkar var vel firosið, en beittur veiðihnífúrinn skar það þó í sundur. Uppstúfið kraumaði í einum pottinum ásamt kartöflum. Við vorum að verða klárir í jólamáltíðina. Til að einfalda boröhaldið og mats- eldina skárum við kjötið niður og hrærðum öllum saman í einn pott, skiptum innihaldinu síðan 42 VIKAN bróðurlega á milli tveggja ann- arra potta. En fataskipti voru > nauðsyn fyrir átið sjálft, Eiki hafði skyrtu og bindi meðferðis og lét ekki kulda aftra sér frá því að klæðast slíku einu að ofan. Að vísu var hitinn frá góðgætinu sem átti að snæða slíkur, að það hefði vel mátt vera á stuttbux- um (a.m.k. innan kappklæðnað- arins...) Það gefúr ótrúlega vinalega tilfinningu að vera lokaður inni í snjóhúsi, sem þakið er kertaljós- um, með félaga sínum, vit- andi af því að jólin eru í gangi. Við snæddum hangikjötið af ákefð og það hefúr aldrei fyrr eða síðar bragðast jafn vel. Til að fúllkomna jólastemmning- una, átti næst að taka upp jóla- pakkana. Þá uppgötvuðum við að þeir höfðu gleymst heima í öllum undirbúningnum fyrir förina. Það varpaði þó engum skugga á ánægjuna. Við vorum búnir að upplifa jólin, það þurfti ekki pakka til. Það færðist mikil værð yfir okkur eftir átið. Við stóðum á blístri, lögðumst út af í sitt hvort fletið og ræddum lífc- ins gagn og nauðsynjar. Bóka- lestur tók næst við í skýmunni firá kertalogunum, en útifyrir var myrkrið algert. Við heyrðum þrusk við opið og bjuggumst við „heimsókn" en enginn kom inn fyrir. Við kíktum þá út og sáum í afturendann á einhverj- Holan sem blaðamaður Vikunnar stendur við er „innskriðsopið“ í snjóhúsið. Rok og snjókoma gerðu regngalla nauðsynlega. Versti óvinur útilegumanna er bleyta, betra að verjast henni strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.