Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 30
ÆVAR R.
KVARAN
PULSPEKl \
Við erum hér á jörðunni og göngum í
'líkamlegri mynd í gegnum ýmis konar
reynslu ásamt milljónum annarra. Við faeð-
umst inn í þessi skilyrði hjá einhverri þjóð
og í sérstaka fjölskyldu. Og að því er við
best getum séð, ráðum við engu um það.
Við skulum þá fyrst líta á hina sorglegu hlið
lífsins, því hún vekur hugsandi manni miklu
fleiri efasemdir og vandamál en hin bjartari.
Við vitum, að böm feðast í heiminn við ó-
líkustu skilyrði. Sum hafa heilbrigða og
hrausta líkami, em vel gefin, dugleg, áhuga-
söm og fjörug, geta jafhvel með auknum
þroska orðið merkilegir hugsuðir. Öðmm
er blinda, heymarleysi, sjúkdómar og greind-
arleysi £rá upphafi fjötur um fót. Sumir feð-
ast í umhverfi, sem býður þeim ást og ör-
yggi, hvatningu, menningu og áhuga á fögr-
um hlutum; annarra bíður spilling, sóða-
skapur og ljótleiki; þeim er að engu sinnt
eða jafnvel beitt hryllilegri grimmd af sjálf-
um foreldmm sínum. Sumra bíða tækiferin
við dymar til þess að bjóða þau velkomin;
hjá öðrum ganga tækiferin hjá eða knýja of
seint að dymm. Er þetta allt saman hreinni
tilviljun undir orpið eða hefur Guð lagt á
ráðin um þetta? Sé hvomgt hægt að fallast á,
hvaða skýringar eigum við þá að grípa til,
sem hefur í sér fólgna sæmilega fullvissu
þess, að endanlega ríki réttlætií tilvemnni?
Sé Guð réttlátur, góður og kærleiksríkur,
þá blasir mikið vandamál við þeim, sem
trúir því að sérhver sál sem feðist í heiminn
sé ný sköpun Guðs. Það er ekki minnsta vafa
undiropið að þær kringumstæður, sem sum-
ar sálir feðast í, útiloka rétta þroskamögu-
leika í þessu lífi. í sumum tilfellum er líkam-
inn vesæll bústaður. Og hvað um hálfvitann
og aðra andlega vanskapaða vesalinga? í
öðmm tilfellum hlýtur umhverfi, þar sem
ríkir ótti, grimmd og mddaskapur að hafa
eyðileggjandi áhrif, áður en persónuleiki
bamsins getur veitt nokkurt viðnám. Getur
trúaður maður ímyndað sér að guð geti að-
hafst eitthvað, sem hver einasta sæmilega
gerð manneskja mundi gera allt í sínu valdi
til þess að hindra?
Svar bókstafstrúar
Hið venjulega svar bókstafstrúarmanna
við þessu er eitthvað á þessa leið: „Vissulega
ríkir ójöfhuður, en í ljósi framtíðarástands-
ins er hér líka réttlæti. Við verðum að minn-
ast þess, að af þeim sem mikið hefur verið
gefið, verður einnig mikils krafist. Hinir
miklu vitmenn em skyldugir til þess að nota
vel gáfur sínar. Þeir sem þjást eða skortir
vitsmuni, verður að gera það sem þeir geta,
og gera sér ljóst, að Guð er réttlátur og
miskunnsamur og gerir því aðeins ráð fýrir
afrekum í samræmi við hæfileikana, og að
lokum munu allir fá fullt endurgjald þess,
sem þeir verðskulda."
Hversu sannar sem þessar fullyrðingar
30 VIKAN
kunna að vera, þá er hér ekki horfst í augu
við spursmálið: Hvers vegna þessi ójöfnuð-
ur? Það er vitanlega til augljós leið út úr
vandanum — nefnilega að hafha því, að sér-
hver sál sé á einhvern dularfullan hátt ný
sköpun Guðs. Gemm við það, þurfum við
ekki að gera ráð fýrir, að tilviljun eða
óheppni sé skýringin á hinum feiknalega
ójöfnuði við feðingu. Við getum litið á mál-
ið frá sjónarmiði lögmálsins um orsök og af-
leiðingu, og sagt, að allur þessi ójöfnuður í
aðstæðum við feðingu og bernsku sé afleið-
ing fýrri orsaka. En þareð þær orsakir em
engan veginn augljósar í þessu lífi, þá leiðir
þetta eðlilega af sér, að gera verður ráð fyrir
fýrri tilvem sálarinnar. Það er hægt að segja
að við séum afkvæmi og afleiðing fortíðar
okkar, að núverandi kringumstæður stafi af
öflum, sem vakin hafa verið í fýrri tilveru.
Lögmál orsaka
og afleiðinga
Það er reyndar undarlegt, að við hér á
Vesturlöndum föllumst skilyrðislaust á
lögmál orsaka og afleiðinga á sviði vísinda,
en virðumst treg til þess að viðurkenna
áhrif þeirra á öðmm mikilvægum sviðum.
Og þó er þetta snar þáttur í siðalögmáli allra
hinna miklu trúarbragða: „Eins og maðurinn
sáir, svo mun hann og uppskera." í austur-
lenskri heimspeki er þetta hið mikla karma-
lögmál. Hverju sem maðurinn sáir, hvort
sem það er á sviði orðs, æðis eða hugsunar,
þá mun hann einhvern tíma og einhvers
staðar einnig uppskera í samræmi við það.
Hér er engan veginn um endurgjald eða
refsingu að ræða, heldur einungis óhjá-
kvæmilega afleiðingu, sem jafnt á við um Últ
og gott. Hinu megum við ekki gleyma, að
við erum ekki einangraðar verur. Við erum
frá upphafi í vef ýmissa tengsla við aðra,
bæði þessa heims og annars, og hugsanir
þeirra og athafhir hafa áhrif á gerðir okkar,
og við höfum áhrif á þá að sama skapi. Þann-
ig uppskerum við að vissu leyti afleiðingar
þess, sem aðrir hafa sáð til og við sáum or-
sökum sem aðrir uppskera afleiðingar af. En
réttlæti, sem er innsta eðli allra hluta -
karmalögmálið — sér um að uppskera sé í
nákvæmlega réttu hlutfalli við sáningu — og
ríkir með þeim hætti í lífi okkar allra.
Slíkt sjónarmið er rökrétt og forðar okkur
frá þeirri fáránlegu hugmynd, að Guð sýni
hlutdrægni með því að veita nýsköpuðum
sálum ákaflega mismunandi aðstöðu til
þroska. Ef við gerum ráð fyrir því, að maðut
sé feddur fáviti sökum athafha í fýrra lífi, þá
kann það að sýnast hranaleg skoðun, en við
skulum strax gera okkur ljóst, að það er
ekki skoðunin, sem er ruddaleg, heldur
staðreyndirnar. Vitanlega koma hér einnig
erfðir til greina, því neitar enginn. En hins
vegar verður að líta á þær ekki eingöngu
sem orsök, heldur einnig sem afleiðingu.
Þeir, sem trúa á karmalögmálið telja, að það
virki að baki erfðanna með þeim hætti, að
það beini eða dragi persónu til þess að feð-
ast af sérstökum foreldrum við ákveðin skil-
yrði.
Þá er enn eitt, sem styður líkurnar til þess
að sál mannsins hafi átt sér tilveru áður en
hún feðist í þennan heim, en það er hinn
feiknalegi mismunur andlegra afreka, sem
alls staðar blasa við okkur. Það er hyldýpis-
gjá milli andlegra kosta og hæfileika bestu
manna sem við þekkjum og hinna verstu,
milli helga mannsins eða vitringsins annars
vegar og hins úrkynjaða úrhraks á hinn
bóginn. Þetta bil er svo gífurlegt, að margir
líta svo á, að ekki sé hægt að útskýra það, að
slíkur seinþroski eða slíkar framfarir geti átt
sér stað á venjulegu sjötíu ára æviskeiði.
Það má jafnvel líkja slíloi við mismuninn á
frumstæðum og þroskuðum lífsformum,
eins og þau birtast okkur í náttúrunni. Þetta
virðist fremur benda til ólíkra andlegra
þróunarstiga, sem átt hafi sér langan aldur.
Mismunur meðfæddra
hæfileika
Sama feiknamismun má finna á sviðum
gáfha og listrænna hæfileika. Annars vegar
höfum við menn eins og Plato, Einstein,
Michael Angelo og Leonard da Vinci, og
hins vegar frumstæða villimenn Mið-Afríku
og Ástralíu. Það virðist næstum ómögulegt
að trúa því, að mismunurinn á þroskuðustu
mönnum mannkynsins og þeim óþroskuð-
ustu geti hafa skapast á einni ævi nýskap-
aðra vera. Það virðist fremur benda til þess,
að þessi mismunur stafi af margra alda fram-
förum, aga og viðleitni í lífum áður en þetta
hófst.
Einkennilega ljóst verður þetta, þegar
fram koma við og við undrabörn. Þannig
höfum við Mozart eða Chopin, sem semja
sinfóníur, sýna mikinn tónlistarþroska eða
leika afburðavel á hljóðferi komungir að
árum, þar sem kennsla og kringumstæður
engan veginn nægja til skýringa. Stundum
feðast einnig undrabörn með óútskýran-
lega hæfileika í stærðfræði án þess að hljóta
viðunandi kennslu - smádrengir, sem á
óskiljanlegan hátt geta reiknað út hin flókn-
ustu dæmi. Við skulum nefna hér til gamans
dæmið um Sir William Hamilton, sem byrj-
aði að læra hebresku þriggja ára gamall. Um
hann sagði einn af kennurum í Trinity Col-
lege í Dublin, að hann hefði sjö ára gamall
sýnt meiri málakunnáttu en nokkur kennar-
anna. Þrettán ára gamall hafði hann aflað sér
talsverðar kunnáttu í að minnsta kosti
þrettán tungumálum. Meðal þeirra, auk
klassísku og nútímamálanna, má nefna pers-
nesku, arabisku, sanskrít, hindustan og jafh-
vel malaisku. Fjórtán ára gamall skrifaði
hann persneska sendiherranum, sem heim-
sótti Dublin um þær mundir, bréf og skýrði
sendiherrann frá því að hann hafi ekki látið
sig dreyma um að nokkur maður á Bretlandi
gæti skrifað slíkt bréf á persneskri tungu.
Einn ættingi drengsins sagði um hann:
„Ég man eftir því, þegar hann var sex ára, þá
átti hann það til að svara erfiðri stærð-
fræðiþraut og hlaupa svo út til þess að leika
sér að hjólbörunum sínum.“ Dr. Brinkley,
hinn konunglegi stjörnuffæðingur írlands
sagði um piltinn, þegar hann var átján ára:
„Ég segi ekki, að þessi ungi maður verði,
heldur sé mesti stærðfræðingur, sem nú er
uppi.“
Það er ekki hægt að ganga framhjá snilli-
gáfu á unga aldri á þeim einum forsendum,
að hún sé svo sjaldgæf. Það þarf ekki nema