Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 35
„Já og ég held að það sé hundur á heimilinu sem heitir Bubbi," segir hún brosandi. svo: „Áttu enga Havanavindla?" Stúlkan neitar því og fer við svo búið. Bubbi lítur til mín brosir, og skýtur fram þessum fyrripart: „Eitur ertir huga þinn unun er að reykja" Ég botna þetta: vörum hvílir vindillinn varla skalt’arm sleikja. “ Yfirþjónninn á Borginni lætur þess getið við okkur að Ljón norðursins sé með málverka- sýningu hjá þeim í litlum sal inn af matsalnum. Bubbi ákveður að líta aðeins á sýninguna. Það fer vel á með Bubba og Ljóni norðursins. Ljónið faðmar Bubba að sér og kallar hann; „Elsku drenginn sinn.“ Segir honum að vera óhræddum við að tjá sig. Það segist Bubbi alltaf hafa verið. Ljónið gefúr síðan Bubba áritaða ljóðabók sína og kveður okkur báða með kossi að gömlum sið. Er við komum út af Borginni segir Bubbi: „Svona menn eru helgir.“ ,Já og hann ber viðurnefnið velsvar ég. „Þetta er glæsilegur maður. Ljónið var óvænt uppbót á daginn." Frá Borginni göngum við heim til Bubba í Vesturbæinn. Veður er stillt og milt en þung- skýjað og raki í loftinu. Fressið heitir Megas Sambýliskona Bubba er í eld- húsinu er við komum inn. Há- vaxin, ljóshærð, lagleg stúlka er heitir Brynja. Bubbi fer strax að pæla í kattarmálunum. „Vissir þú að fressið heitir Megas?" spyr Brynja. „Nei er það.“ ,Já og ég held að það sé einn- ig hundur á heimilinu sem heit- ir Bubbi, segir hún brosandi. „Og eiga þau þá ekki líka páfa- gauk sem heitir Bjartmar," svar- ar Bubbi hálfskúffaður. Hvað kattarmálin annars varðar er greinilegt að allt er yfirstaðið en kettirnir báðir eru kelnir vel og hafa brátt komið sér fyrir í fanginu á Bubba. Þar sem við höfúm verið að skjóta fyrripörtum á hvorn annan á víxl læt ég þennan flakka yfir kafflbollana: ir hann gamlan vin og þeir taka tal saman upp Laugaveginn. „Djöfúlli hefúrðu fitnað," er hið fýrsta sem Bubbi segir. ,Já ég á svo góða konu,“ segir vinurinn. Umræðan milli þeirra snýst mikið um fíkniefrii, blönduð hispurslausum lýsingum Bubba af kókaínneyslu sinni hér á árum áður. Hann telur að þessi neysla þá sé nú að koma niður á sér, hafi skemmt liðamót hans og það háir honum í lyftingunum. Margir sem við mætum á göngunni líta við og horfa á eftir Bubba. Tvær unglingsstúlkur ganga frmahjá. Ég heyri útundan mér að önnur þeirra segir: „Þetta var HANN. Sástu. Þettta var HANN.“ Ég spyr Bubba hvort þetta gláp fari í taugarnar á honum. „Nei, enda er ég með sólgler- augun.“ Á lögreglustöðinni gengur greiðlega að fa byssuleyfinu breytt. Við höldum síðan aftur gang- andi niður Laugaveginn, í átt að Gramminu. Á leiðinni gerist fátt markvert annað en að Bubbi, sem verið hefúr í skínandi góðu skapi allan daginn pundar á mig fyrripörtum ótt og títt og öfúgt. Hér er ein stakan af mörgum sem Bubbi á megnið í: „Geng ég hryggur götu nú gaman væri að eiga magran Marley upp á snú svo mætti reykinn teyga." Ásmundur er ekki við í Gramminu er við komum þang- að svo að Bubbi sökkvir sér nið- ur í nýjasta hefti Mannlífc sem hann hefúr keypt sér á leið nið- ur Laugaveginn. Er Ásmundur kemur fara þeir að ræða saman um tónleika Megasar í Óperunni kvöldið áður. „Þetta voru rosalegir tónleik- ar maður," segir Ási. „Var Megas góður?" spyr Bubbi. ,Já og Gulli var alveg geggjað- ur. Heyrðu Megas mætti í bún- ingnum “ ,Jæja var hann í plastikinu?" spyr Bubbi. ,Já og með hattinn." Bubbi fær pening hjá Ása og síðan höldum við heim til Þor- leifc Guðjónssonar bassaleikara. Fyrr um daginn höfðu þeir Bubbi rætt saman um að hann kæmi með til Eyja og þeir myndu taka einn eða tvo góða blúsa saman á tónleikunum. Á leiðinni til Leifa göngum við framhjá sjoppu einni þar sem sterka lykt leggur út á göt- VIKAN 35 Bubbi tók við stjórn flugvélarinnar skömmu eftlr flugtak frá Eyj- um og flaug henni til Reykjavíkur. „Síamskettir kátir tveir kela í fangi Bubba “ Og hann botnar: Bljúgir biðja; klóra meir blíðlega sér rugga". Við ræðum aðeins um það sem gerast kann það sem eftir er dagsins en um kvöldmatarleytið er ætlunin að fljúga til Vest- mannaeyja með leiguvél og halda þar tónleika, í húsi sem ber nafhið Vinaminni. Bubbi segir að hann þurfi að skreppa fyrst á næstu myndbandaleigu og síðan á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann er að kaupa nýja byssu, Winchester- riffil með gamla laginu og hann þarf að láta breyta byssuleyfinu sínu vegna þess. Á leiðinni til og ffá mynd- bandaleigunni ræðum við að- eins saman um textagerð al- mennt og nýjustu plötu Bubba, Dögun. Hann er ekki par hrifinn af því hvernig sumir gagnrýn- endur hafa tekið þeirri plötu. „Hér áður fýrr var ég gagn- rýndur fyrir hroðvirkni í sándi, og nú þegar ég vanda mig virki- lega vel við þessa vinnu er allt í einu sagt að sándið sé of gott. ímyndaðu þér. OF GOTT. Þessir menn eru bara að reyna að koma höggi á mig,“ segir hann. Á myndbandaleigunni tekur hann tvær spólur, Space Camp og Crime Story III. „Ég horfi á þetta í nótt er við komum firá Eyjum. Nota þetta til að ná mér niður efitir tónleik- ana.“ Magran Marley upp á snú Þar sem veðrið er gott ákveð- ur Bubbi að ganga upp á lög- reglustöðina á Hverfisgötu. Hann er kominn í bláan síðan frakka með ljósum loðkraga, og búinn að setja upp sólgleraug- un. Á ljósunum á Lækjartorgi hitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.