Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 34
Komið til Reykjavíkur aftur um nóttina eftir velheppnaða tónleika í Vestmannaeyjum.
„Ég stunda svoidið listaverka-
söfhun þessa dagana," segir
Bubbi um leið og hann býður
mér kaffisopa í eldhúsinu.
„Passaðu þig aðeins á því að
opna eldhúshurðina ekki upp á
gátt. Það er fress að ríða læð-
unni minni hérna inni,“ segir
hann.
Og mikið rétt, á miðju eld-
húsgólfinu eru tveir síamskettir
í mjög náttúrulegum stelling-
um.
Ætlunin er að fylgja Bubba
eftir í einn dag, eins og
skugginn, og greina firá því sem
fyrir augu og eyru ber.
Morgunmatur Bubba saman-
stendur af kaffibolla og jógúrt-
dollu, með jarðarberjabragði.
Með þessu les hann Moggann.
Lætur þess getið að firessið hafi
verið að ríða læðunni í alla nótt.
Fátt vekur athygli hans í
Mogganum utan Rokksiðunnar
og greinar Amnesty Internation-
al um samviskufanga mánaðar-
ins. Við og við lítur hann upp úr
blaðinu og kallar til ffesskattar-
ins: ,Já dúndraðu henni. Svona
dúndraðu henni.“ Mér er tjáð að
læðan heitir Appolína.
„Við fengum þennan fresskött
að láni úr Garðabæ. Það er
stúlka þar sem á hann og lánar
út til svona hluta. ímyndaðu þér
hvað þessi köttur á ljúft líf. Bara
éta og liggja fyrir á milli þess
sem hann liggur hjá öllum læð-
unum í bænum."
Hið fyrsta á dagskrá dagsins
hjá Bubba þennan dag er törn í
líkamsræktinni í Kjörgarði. Við
tökum leigubíl þangað og Bubbi
biður bílinn að stoppa við
sjoppu skammt frá ræktinni. Þar
kaupir hann sér Gillett-sköfú.
„Hæ, Gústi,“ kallar Bubbi um
leið og hann arkar inn í líkams-
ræktina. Gústi er kraftalega vax-
inn náungi um þrítugt. Hann sit-
ur bakvið lítinn skenk í anddyri
líkamsræktarinnar og heilsar
Bubba. Bubbi fer inn fyrir
skenkinn og sér þar brúsa með
rakkremi. Tekur hann og spyr:
„Má ég ekki fá þetta lánað?" Það
er í lagi.
Fáir eru mættir að pumpa járn
á þessum tíma dags og Bubbi
drífúr sig strax í gallan, bláar
bómullarskokkbuxur og bleik-
an bol. Síðan ræðst hann á lóðin
og tækin. Ég nota tækifærið til
að smella af nokkrum myndum.
Þegar æfingunni lýkur hjá
honum er klukkan langt gengin
í tólf. Gestum staðarins hefúr
fjölgað að mun. Tolli bróðir
Bubba lítur inn um leið og við
erum að tygja okkur til brottfar-
ar.
.Ætlarðu ekki að skella þér
34 VIKAN
aðeins í ræktina?" spyr Bubbi.
„Þykist þú hafa verið hér í
langan tíma?“ spyr Tolli á móti.
„Ég er búinn að vera hér síð-
an rúmlega tíu,“ segir Bubbi
rogginn.
Tolli spyr mig hvort það sé
rétt. Ég kinka kolli.
„Það er bara svona," segir
Tolli. „Þú hefúr þá byrjað dag-
inn með sjálfrennandi hákarla-
lýsi og blómaffiæblum sem vaxa
upp úr þakrennunni hjá þér.“
Þessar athyglisverðu samræð-
ur eru truflaðar af Kidda um-
boðsmanni, búlduleitum dökk-
hærðum manni með yfirvara-
skegg. Hann segir að hann þurfi
nauðsynlega að tala nokkur orð
við Bubba.
„Ég verð að ræða aðeins við
þig um tónleika," segir Kiddi.
„Hvar?“
„Á Laugarvatni."
„Hvað vilja þeir borga?"
„Það er ekki frágengið."
„Þú veist hvað ég tek fýrir að
koma ffiam,“ segir Bubbi um leið
og hann smeygir sér í dökk
upphá kúrekastígvélin.
„Það er kannski hægt að fá
meira," segir Kiddi.
„Þetta er skóli Kiddi, það er
ekki hægt að pumpa þá eins og
vínveitingahús. Ég geri þetta.“
Samræðurnar halda áfram um
leið og við göngum út úr hús-
inu. Fyrir utan kveikir Bubbi sér
í Camel-sígarettu.
„Djöfúlli var þetta gott,“ segir
hann og dæsir. „Maður er „high“
í klukkutíma eftir svona æfingu.“
Kiddi lætur þess getið að
Laugarvatn hafi verið að pæla í
miðvikudeginum 9. desember.
Við röltum niður Hverfisgötuna.
„Heyrðu ég get þetta ekki
þann níunda. Þá verð ég hjá
Hemma Gunn,“ segir Bubbi allt
í einu.
,Á- tali?“ spyr ég.
Já-“
Hann spyr Kidda hvort hægt
sé að flytja þessa tónleika fram
til tíunda, en Kiddi segir að það
sé ekki hægt.
„Hvað með áttunda?" spyr
Bubbi.
,JMei þá ertu í Fjölbraut."
„Þá verð ég bara að sleppa
Hemma. Ég vil spila fyrir krakk-
ana.“
„Kannski væri hægt að hafa
tónleikana þann sjöunda," segir
Kiddi.
.Athugaðu það og hafðu svo
samband við mig strax," segir
Bubbi.
Þegar hér er komið sögu
erum við búnir að beygja inn á
Klapparstíginn. Þar skilja leiðir,
Kiddi fer á Billann en við Bubbi
á skrifstofú Grammsins sem eru
í húsinu beint á móti Billanum.
í mat og fleiru
á Borginni
Bubbi ætlar að hitta Ásmund í
Gramminu en hann er ekki við,
þegar við komum. Bubbi fær
þúsundkall hjá skrifstofústúlk-
unni og við höldum niður á
Hótel Borg í hádegismat, jóla-
hlaðborðið.
Á leiðinni niður á Borg fer ég
að ræða við Bubba um þann
möguleika að hann taki þátt í
lyftingamóti milli jóla og nýárs.
„Ég geri það ef lappirnar
verða í lagi, það er á hreinu,"
segir hann.
Margt er um manninn á Borg-
inni en við fáum borð rétt við
hlaðborðið. Skömmu eftir að
við erum sestir kemur Karl
Sighvats, ásamt öðrum manni,
að borðinu og spyr Bubba hvort
féiagi hans megi ekki ræða að-
eins við hann. Það er sjálfsagt
mál. Félaginn heitir Guðmund-
ur og vill ræða við Bubba um
möguleika á tónleikum á Akra-
nesi í janúar. Bubbi tekur vel í
það.
í miðium samræðum þeirra
kemur Ámundi Ámundason að
hlaðborðinu að velja sér rétti.
Bubbi sér hann og segir:
„Þú skalt fá þér lifrina Ámi,
hún er holl fyrir þig en mér
finnst hún óæt.“
Ámundi skóflar vænum
skammti af lifúr á diskinn hjá sér
og fær sér kartöflumús með.
Eftir matinn sér Bubbi eina af
þjónustustúlkunum með stóran
vindlakassa í fánginu. Hann kall-
ar á hana og segir að sig langi í
vindil. Skoðar úrvalið og spyr