Vikan


Vikan - 17.12.1987, Síða 57

Vikan - 17.12.1987, Síða 57
Jólaleikir Jafnvægiskúnst Tvær manneskjur leggjast á hnén, þau liggja á vinstra hnéi og halda meö hægri hönd utan um hægri rist þannig aö fóturinn snerti ekki gólfið. (Sjá mynd). Annar heldur á glasi hálffullu af vatni í vinstri hönd, hinn heldur á tómu glasi í vinstri hönd. Nú er að hella vatninu frá glasi til glass, án þess aö hella niður. FYRÍR ALLA Djúpt andvarp Allir setjast saman og andvarpa. Allir þurfa að reyna að vera mjög alvarlegir. Sá sem leiðir leikinn spyr hina eftir röð: - Þú andvarpar svo þungt, vinur minn. Hvað er að? Sá sem svarar á að vera eins sorgbit- inn og hægt er. Þaö sem um er að ræða er að lokka hina þátttakendurna til að hlægja. Sá sem brosir er úr leik. Gengið er á röðina og allir eru sþurðir, en aðeins sá sem Sþyr má hætta að andvarpa. Hin- ir halda stöðugt áfram. Prófið þetta! FYRIR STÓR BÖRN Hvert er eftirnafnið? Þetta er rólegur leikur og passar þegar setið er saman. Vasaklút er rúllað í bolta og honum kastað á milli. ( hvert sinn segir maöur fornafn þekktrar persónu og sá sem grípur á að svara. Dæmi: Charlie. Svar: Chaplin. Sá sem ekki getur svarað dettur út. FYRIR ÞAU LITLU Hver nær í pokana? Safnið saman fáeinum pokum og blásið upp og bindið fyrir. Setjið á víð og dreif um gólfið. Bindið fyrir augun á tveim þátttakendum í einu. Sá vinnur sem get- ur týnt upþ flesta poka. Þetta verður erf- iðara fyrir þá ef þeim er snúið dálítið áður en þeir byrja pokatínsluna. Bókstafurinn sem ekki má nefna Þátttakendur tala saman án þess að nefna ákveðinn bókstaf sem þeir hafa komið sér saman um. T.d. gæti það verið bókstafurinn L. Fyrsti byrjar: Hvað hefur þú hugsað þér að gera á morgun? - Kannski heimsæki ég ömmu. - En þú? - Ég fer að hitta Jón. - Hvers vegna kom hann ekki í dag? - Hann fékk ekki leyfi - æ og þá er þessi úr leik. Hvar er hringurinn ( þessum leik þurfa 5-6 að taka þátt. Gardínuhringur er þræddur á langa snúru og endarnir hnýttir saman. Þátt- takendur sitja saman í hring á gólfinu og halda í snúruna. Hringurinn er látinn ferðast eftir snúrunni frá einum til annars. Einn þátttakandinn er í miðjunni og á að reyna að finna hvar hringurinn er. Þegar hann getur rétt fær hann sæti við snúruna, en sá sem geymdi hringinn fer í miðjuna. VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.