Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 50

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 50
Góður samningur Það er ekki alltaf víst að mað- ur græði, þó maður spili réttan samning. I Sveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur fyrir stuttu, náðu austur og vestur góðum samningi, sex laufum á spil, á meðan spilararnir á hinu borð- inu létu sér nægja þrjá spaða. Sagnir gengu fljótt fyrir sig, suð- ur hóf sagnir á passi, vestur passaði einnig og norður opnaði á einum tígli (eðlilegt kerfi). Austur sagði við því einn spaða, suður passaði og vestur sagði tvö lauf. Það er jákvæð melding og lofar ágætu laufi. Norður passaði, og austur, eftir langa umhugsun, taldi sig vera í ágætu spili, með því að stökkva í sex lauf. Það er reyndar rétt hjá honum, og stendur spilið oftast þegar spaðinn liggur ekki verr en 4—2, og laufið hagar sér vel. Spilið var þannig: 2 ÁKG8 DG763 1062 ÁK7543 5 Á104 Á74 DG1086 109764 8 G8 Eins og spilið lá, er lítið hægt að ráða við það, en í tilraun til þess að standa það, fór vestur þrjá niður. Að öllu óbreyttu átti spilið að falla, því þrír spaðar eiga að vera að minnsta kosti einn niður, en vörnin fór eitt- hvað úrskeiðis, þannig að sam- tals töpuðust 7 impar á spilinu. • Þær fréttir bárust nýlega úr bridgeheiminum, að Alþjóða- bridgesambandið hefði veitt Sovétmönnum inngöngu í sam- bandið. Það er víst talsvert um það að Sovétmenn spili bridge, þó þeir hafi hingað til ekki tekið þátt á alþjóðamótum. Sumir telja að spilið bridge sé upp- runnið í Rússlandi. Vegna þess mikla fjölda fólks sem býr í Sovétríkjunum, má búast við því að þarna geti myndast nýtt stór- veldi í bridge, eftir að hún er orðin viðurkennd íþrótt þar. 50 VIKAN Hvemigtefla skáktölvur? Hvemlg fyndist þér að tefia við andstæðing sem get- ur metið milljón stöður á mínútu og reiknað hundrað þúsund leiki á sekúndu? Bót er í máli að þessi andstæð- ingur segir £átt er hann teflir og hagar sér með öllu óað- finnanlega við skákborðið. Þetta er „Hitech" — öflugasta skákforrit heims. Bandaríkja- maðurinn Hans Berliner, fýrr- verandi heimsmeistari í bréf- skák átti þátt í að hanna það. Hitech sigraði í meistarakeppni tölva í skák í Bandaríkjunum og bætti um betur með því að verða heimsmeistari á tölvu- móti í Cologne. Eðlileg tímamörk í keppnis- skák eru þrjár mínútur á leik. Á þeim tíma getur Hitech metið 30 milljón stöður. Mér segir svo hugur um að það sé heldur meira en venjulegur skákmaður af holdi og blóði er fær um. Hitt er annað mál að með eðlisávís- un sinni og aukinni reynslu hafnar mannsheilinn flestum þessum möguleikum. Þar er komið að meinsemd skáktölvanna. Þær reikna og reikna en vilja villast í afbrigða- skóginum. Hætt er við að hundrað þúsund leikir á sek- úndu jafhgildi aðeins örfáum leikjum sem samrýmast kröfúm stöðunnar. Stundum engum. Hins vegar er þróunin ör. Nú eru forrit til þess að meta stöður og finna rétta „strategíu" sífellt að verað fúllkomnari. Meira að segja smátölvur út úr búð eru margar hverjar metnar með um 2000 Eló-stig, sem er meira en þorri mennskra skákmanna. Lítum á taflmennsku Hitech- forritsins, sem hefúr hvítt í eftir- farandi skák gegn félaga sínum Schach 2,7. Skákin er tefld á heimsmeistaramótinu í Col- ogne: 1. e.4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Rc3 Be7 7. Be3 Rbd7 8. Dd2. Einhverjir hefðu freistast til þess að fórna biskupi á e6 og fá í staðinn þrjú peð og sókn. Á tölvumáli eru þrjú peð í miðtalf- inu minna virði en biskup! 8. - Re5 9. Be2 0-0 10. h3 Bd7 11. Rf3?! Slakur leikur en svartur er samvinnuþýður. 11. - Rxf3?! 12. gxf3! Tvípeð eru tölvum mjög á móti skapi en einhver hefúr sagt þessari að opnar línur geti verið mótvægi. Hvítur hefúr mögu- leika til sóknar eftir g-línunni. 12. - Da5 13. 0-0-0 Hac8? Betra og virkara er 13- — b5 og reyna að sækja. Svartur tefli afar óvirkt í framhaldi skákar- innar. 14. Hhgl Hfe8 15. Bh6 g6 16. Bg5 Dc5? 17. Df4 Rh5 18. Dh4 f6 19. Be3 Da5 20. Bb5! Nú koma reiknihæfileikar tölvunnar í ljós. Þetta er lagleg- ur skurður eftir fimmtu reitar- röðinni. Drottning svarts missir vald á riddaranum á h5. 20. - Bxb5 21. Dxh5 g5 22. Bxg5! fxg5 23. Hxg5+ Kh8. Eftir 23. — Bxg5 24. Dxg5+ sýnist mér hvítur máta í mest 8 leikjum til viðbótar. Auðvelt fyr- ir tölvur að reikna, en sérð þú mátið lesandi góður? 24. Hdgl. Svartur gafet upp. Hvítur hót- ar 25. Hg7 ásamt máti og ef 25. — Hg8 verður svartur tveim peðum undir með vonlausa stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.