Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 32
þagóras, trúði á endurholdgun. Trúði hann
á sálina sem hugsun guðs, eins og hann
komst svo fallega að orði, og að jarðlíkam-
inn væri einungis einn af ótal bústöðum sál-
arinnar á þróunarleið hennar.
Á sama máli var fjöldinn allur af forngrísk-
um hugsuðum, sem komu á eftir Pýþagór-
asi. Og stendur ljómi af nöfhum margra
þeirra enn í dag. Þarf hér ekki að nefha til
dæmis nema Plató, Sókrates og Aristóteles.
Og var það ekki sjálfur heilagur Ágústínus,
sem sagði:,, Boðskapur Platós, sem er hrein-
astur og mest ljómandi allra heimspeki-
kenninga, hefur að lokum eytt myrkri vill-
unnar, og kemur nú skínandi fram, einkum
í Plótínusi, platonista, sem svo líkist meist-
ara sínum, að maður skyldi ætla, að þeir
lifðu saman, eða öllu heldur ffemur, þareð
svo langur tími aðskilur þá, að Plató sé
endurfæddur í Plótínusi."
Hvað segir Biblían?
í Matteusarguðspjalli 16. kafla (13—14)
stendur skrifað: „En er Jesú kom til byggða
Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína,
og sagði: Hvern segja menn mannssoninn
vera? Og þeir sögðu sumir Jóhannes skírara,
aðrir Elía, og enn aðrir Jeremía eða einn af
spámönnunum."
Hér er það athyglisvert, að Jesú álasar
þeim ekki eða segir þá fara með heimskutal,
þareð allir nema Jóhannes skirari væru
löngu dánir og grafnir. Hvers vegna ekki?
Vegna þess að augljóst er, að trúin á endur-
holdgun hefur verið almennt ríkjandi, og
hér var því engrar athugasemdar þörf.
Og í Jóhannesarguðspjalli 9. kafla, segir
svo: „Og er hann gekk fram hjá, sá hann
mann, sem var blindur frá faðingu. Og læri-
sveinar hans spurðu hann og sögðu: „Rabbí,
hvor hefúr syndgað, þessi maður eða for-
eldrar hans, að hann skyldi feðast blindur?
Jesú svaraði: Hvorki syndgaði hann né for-
eldrar hans, heldur er þetta til þess, að Guðs
verk verði opinber á honum."
Hér sjáum við strax, að það hvarflar ekki
að lærisveinunum, að maðurinn sé blindur
nema fyrir sakir karmalögmálsins, þ.e. ann-
að hvort hann eða foreldrar hans hafi í fyrra
lífi unnið til þessarar afleiðingar.
Enn greinilegra er þetta í Matteusi 17.
kafla: 10-13, þar sem stendur: „Og læri-
sveinar hans spurðu hann og sögðu: Hví
segja þá fræðimennirnir, að Elía eigi fyrst að
koma? En hann svaraði og sagði: Elía kemur
að vísu og mun fera allt í lag. En ég segi
yður, að Elía er nú þegar kominn, en þeir
þekktu hann eigi, heldur gjörðu við hann
allt, er þá fýsti; þannig á og mannssonurinn
að þola þjáningar af hendi þeirra. Þá skildu
lærisveinarnir, að hann talaði við þá um Jó-
hannes skírara." — Vart getur þetta greini-
legra verið.
Annars virðist nokkuð augljóst, að endur-
holdgun sé nauðsynleg á andlegri þroska-
braut okkar, því Jesú sagði, að til þess að
ganga inn í ríid Guðs yrðum við að vera fúll-
komin, jafhvel eins fúllkomin og vor himn-
eski faðir er fúllkominn. En endanlegri full-
komnun er festum okkar hugsanleg að ná á
einni sturri ævi sem nær aðeins yfir nokkra
tugi ára. Þetta hlýtur að taka okkur flest
langan tíma, því mikið er að læra. Þess
32 VIKAN
vegna verðum við að ganga gegn um margar
endurfeðingar, sem þannig verða þrep á
leið okkar að markinu mikla á fjallstindin-
um.
Hvar var Jesús?
Það er nokkuð athyglisvert, að síðari
heimsstyrjöldin endaði með beitingu kjarn-
orkusprengju, sem hratt í hlað öld kjarn-
orku og geimferða einmitt sama árið og hin
stórmerku handrit fúndust við Dauðahafið
árið 1945. En handrit þau, sem kennd eru
við Nag Hammadi gefa í skyn, að Jesú hafi
annað hvort verið Esseni, eða lagt stund á
fræði þeirra, eða a.m.k. haft við þá náið sam-
band árin sem Biblían er svo þögul um, þ.e.
frá tólf ára aldri hans til þrítugs. En Essener
eru taldir hafa trúað á endurholdgun. Ég hef
einnig séð þeirri tilgátu haldið frarn, að Jesú
hafi stundað nám í Egyptalandi og jafhvel
Tíbet. Og finna má í kenningum Jesú glögg
tengsl við kenningar frægs egypsks kennara,
Ef eitthvað er hæft í þessu,
fer að verða skiljanlegra
að Jesú gangi út frá
endurfæðingu sem sjálf-
sögðum hlut, því meirihluti
hinna miklu trúarbragða
heimsins hafa boðað trú á
einhvers konar form endur-
fæðingar. Enda er talið
mjög líklegt, að endur-
holdgunarkenningin hafi
einmitt verið eitt af grund-
vallaratriðunum í kenning-
um frumkristninnar....
sem kenndur er við réttvísina, en hann var
uppi nálega hundrað árum á undan Jesú.
Rósarkrossmenn telja sig hafa sannanir
fyrir því, að Kristur hafi tekið vígslur í forn-
um launhelgum Egyptalands, eins og Móses,
og jafhframt stundað nám í Tíbet og Ind-
landi. Telja þeir, að þetta nám og þessi
ferðalög hafl einmitt farið ffam á tímabilinu
sem er svo þögult um ævi Jesú í Biblíunni,
nefhilega frá því hann var tólf ára og til þrít-
ugs aldurs. Hafa þeir skrifað um þetta for-
vitnilegt rit, er þeir telja byggt á heimildum,
sem ffæðimenn þeirra hafi fúndið í Austur-
löndum.
Ef eitthvað er hæff í þessu, fer að verða
skiljanlegra að Jesú gangi út ffá endurfeð-
ingu sem sjálfsögðum hlut, því meirihluti
hinna miklu trúarbragða heimsins hafa boð-
að trú á einhvers konar form endurfeðing-
ar. Enda er talið mjög líklegt, að endur-
holdgunarkenningin hafl einmitt verið eitt
af grundvallaratriðunum í kenningum ffum-
kristninnar. Hvað sem annars kann að vera
sagt um þessa kenningu, þá verður því vart
neitað með sanngimi, að hún varpar alveg
nýju ljósi á forn helgirit, og til dæmis Ritn-
ingin lifnar í ljósi þessa skilnings á sann-
leikanum. Þeim fer æ fjölgandi, sem telja að
kenningin um endurholdgun samkvæmt
hinu mikla lögmáli orsaka og afleiðinga sé
eina rökrétta skýringin á því, hvemig
einstaklingnum getur verið kleift að ná
guðsvitund. Með því einu, að lifa aftur og
affur, getum við öðlast tilfinningu fyrir og
skilning á hinum mörgu ólíku hliðum
lífsins. Þannig getum við lifeð það, að vera
karlmenn í einni tilvem en konur í annarri;
við getum verið foreldrar og böm, ung og
gömul. Og hvernig eigum við að skilja þetta
fyllilega öðm vísi en að lifa það? Við þurfum
að læra að vera auðmjúk og umburðarlynd
og umfram allt að læra að elska hvert annað,
eins og hinir miklu trúarbragðahöfúndar
allra tíma hafe kennt. Trúa menn því virki-
lega, að okkur venjulegum manneskjum
nægi til þess eitt mannslíf, sem nær aðeins
yfir nokkra tugi ára? Og hvað um reynslu
þeirra, sem deyja ungir? Er líklegt, þegar við
lítum í kringum okkur í heiminum í dag, að
ein stutt mannsævi nægi nokkrum manni til
fullkomnunar? Ég held að svarið hljóti að
verða neikvætt. En hvað þá? Kenningin um
endurfeðingu virðist vera sú eina, sem veit-
ir okkur hér viðunandi svar.
Góðir lesendur. Þið megið ekki skilja
orð mín svo, að ég í þessari kenningu þykist
hafa fundið allan sannleikann. Því fer fjarri.
Ég er þvert á móti ævinlega tortrygginn,
þegar ég heyri til manna, sem í eitt skipti
fyrir öll telja sig hafa höndlað allan sannleik-
ann í trúarbrögðum eða öðrum efnum, sem
snerta tilveru okkar. Slíku fylgir oft sú
skuggalega skoðun, að viðkomandi hafi eins
konar einkaumboð frá sjálfúm Skaparanum
til þess að boða þann sannleika sinn og jafn-
framt fordæma miskunnarlaust þá aðra
sannleiksleitendur, sem leyfa sér að vera á
öðru máli. Því miður sýnir saga sjálfrar krist-
innar kirkju þetta deginum ljósar. Svo er
guði fyrir að þakka, að það er ekki lengur
lífshætta að vera ósammála höfðingjum
kirkjunnar, en sú var tíðin. Smám saman
hefur kristin kirkja fersts í átt til meira um-
burðarlyndis — meiri víðsýni. Það er heilla-
vænleg þróun. Sem íslendingur hef ég verið
stoltur af því, hve íslenska kirkjan hefúr
lengi verið ffjálslynd og ffodómalaus sem
stofhun. Ég hygg, að í þeim efnum eigi hún
sér fáa líka með öðrum þjóðum. Sú
er skoðun mín, að leitin að sannleikanum
verði að vera fýllilega frjáls og óháð hvers-
konar kreddum og kenningum. Við verðum
að horfest í augu við þá staðreynd, að þrátt
fyrir visku hinna miklu trúarbragðahöfúnda
heimsins, þá hafa áhangendur þeirra og
eftirmenn vafalaust misskilið þá að ýmsu
leyti gegn um aldimar, afskræmt skoðanir
þeirra og stundum skapað kreddur, sem
engan veginn geta samrýmst hinum göfúgu
hugsjónum höfúndanna. Það er ekkert
óeðlilegt við það. Svona eru öll okkar mann-
anna verk. Þrátt fyrir góðan vilja leiðir
mannlegur breiskleiki okkur iðulega afvega.
Engin trúarbrögð geta því verið fúllkomin
eða eina rétta sannleiksleiðin. Það er því
gott að minnast þess öðru hverju, að þegar
allt kemur til alls, hlýtur sannleikurinn
ávallt að vera öllum trúarbrögðum æðri.