Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 5

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 5
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Blómasalurinn í jólabúningi. Agnarsmáum litríkum ljósum hefur verið komið fyrir í blómunum í gluggunum svo fljótt á litið virðist þama vera eitt alls herjar jólatré. lþessu jólalega um- hverfl geta hótelgestir notið matarins yfir hátíðarnar. Jól á hóteli Allir vilja hafa það náðugt um jólin; fara í sparifötin, borða góðan mat og hafa jólalegt í kringum sig. Ekki eru allir sem eiga heimili og fjölskyldu — og því síður að þeir kunni að elda ekta jóla- mat, en vilja þó samt sem áður eiga góð jól. Til dæmis hefúr verið hringt til hótela í Reykjavík fyrir sjómenn utan af landi sem eiga enga fjolskyldu og spurt hvað sé við að vera fyrir þessa menn um jólin. Loftleiðahótelið við Reykja- víkurflugvöll verður opið yfir há- tíðarnar og þar geta hótelgestir og aðrir fengið sérstakan jóla- mat yíir hátíðarnar. Fyrir stuttu fékk anddyri hótelsins andlits- lyftingu og þar var komið fyrir þægilegum sófúm, fleiri blóm- um og ýmsu öðru sem gera stað- inn aðlaðandi. Auk þess er kom- ið Landsbanka útibú í anddyrið sem hefur nokkuð rýmri af- greiðslutíma en aðrir bankar. Niðri í kjallara er sundlaugin rómaða og er hún meira og minna opin yfir alla hátíðisdag- ana. Þar eru einnig Sauna böð, nuddbekkir, hár-, andlits- og fót- asnyrting. Hótelgestir geta því látið fara einkar vel um sig þarna yfir hátíðarnar, án þess að fara neitt annað - enda er hótel- ið gjarnan auglýst sem „heimur út af fyrir sig“. Sungið fyrir f immkall! Upp úr gólf inu „Hér er hann kominn, hann Ómar Ragnarsson, með brag um blaða- menn.“ Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður, sem var velslustjóri í afmælisfagnaði Blaðamannafélags- ins á Hótei íslandi síðastliðið laug- ardagskvöld, sést hér afhenda grín- istanum mikrófóninn. Ómar og Haukur Heiðar undirleikari komu upp úr gólfinu með hljóðfærið til- búnir í slaginn. Útbúnaður þessi er aðehis eitt af mörgu ■ hinum nýju húsakynnum byggingarinnar, sem kostað hefúr verið stórfé til í þeim tilgangi að gera skemmtanahaldið auðveldara. Allt gekk óaðfinnan- lega fyrir sig á þessari fyrstu sam- komu á staðnum, en margir höfðu óneitanlega átt allt eins von á því, að þurfa að borða súpuna með múrskeið og fá rafmagnsrör í glasið eins og hamagangurinn var rétt fyr- ir opnun. Átta ára gömul og bráðhress tók Ólöf Einarsdóttir lagið með föður sínum Einari Júlíussyni síðastliðið föstudagskvöld á sviði Súlnasalar Hótel Sögu þeg- ar kynnt voru atriði úr skemmti- dagskrám, sem þar verða fluttar fýrir matargesti næstu mánuð- ina. Ólöf söng lagið Simmsala- bimm, sem önnur Suðurnesja- stúlka, Ruth Reginalds, gerði vinsælt hér um árið. f textanum segir eitthvað á þá leið, að „gefir þú mér fimmkall skuli ég syngja fýrir þig lag.“ Einar var fljótur að rétta dótturinni fimmkallinn þegar þar var komið í textanum og var þá þessi mynd tekin. í næsta tölublaði segir Vikan nánar frá því sem stendur fýrir dyrum á Hótel Sögu. VIKAN 5 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.