Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 54
w A Þorláksbar - eftir Friörik Indriðason að er mikilvægt að vera mættur ■ snemma á Þorláksbar daginn I fyrir jól. Mikilvægt til að ná hinu rétta andrúmslofti jólainn- kaupanna, spennunni, reyknum, ölvun- inni, óróanum og manninum með tveggja metra háan skærgulan leikfangabangsa. Manninum sem öskrar á viðstadda: „Ekki gefa bangsa í glas því hann er akandi." Dagurinn íyrir jól er eini dagur ársins þar sem mótuð tilvera fastagesta á Þor- láksbar er trufluð af persónum þeim óvið- komandi. Alla aðra daga ársins geta þeir horft tómlegum augum í glasbotna sína og pælt í áríðandi málum eins og hvern þeir geti slegið fyrir næsta drykk. Innréttingarnar á Þorláksbar eru hlýleg- ar. Þykk norsk fura hylur veggi, gólf og loft. Borð og stólar eru í sama stíl. Og birt- an er mátulega dempuð til að menn sjái ekki innihaldslaust eigið líf endurspeglast í andliti næsta manns. Þjónustustúlkurnar á Þorláksbar klæð- ast gjarnan níðþröngum svörtum leður- fatnaði sem lætur ímyndunaraflinu lítið eftir. Þetta er í stíl við klæðnað fastagest- anna. Meðal þeirra má finna nokkur af bestu leðursettum borgarinnar. Mitt sæti á Þorláksbar er við hornið á barborðinu, á háum stól með þverrimum neðst svo hnén eru í þessu nákvæma 45 gráðu horni sem gerir stólinn þægileg- an. Það er alltaf gaman að setjast í sætið og sjá viðbrögðin innan barborðsins er ég panta mér uppáhaldsdrykkinn minn. Sjálfsmorö. Þau geta verið allt firá því að byrjað er að blanda hann í rólegheitum til ábendinga um hvar Hampiðjuna sé að finna. í þetta sinn tekur ein hinna leður- klæddu við pöntuninni. Hún er með ljóst slegið hár, blóðrauðlakkaðar tveggja tommu neglur og varalit í stíl. „Bíddu aðeins, ég hef heyrt þennan áður en hvernig var hann aftur?“ spyr hún elskulega og brosir. „Einfaldur Perno í einföldum Campari." Stúlkan lyftir annarri þéttplokkaðri 54 VIKAN augnabrúninni með brosinu: ,Já, nú skil ég nafnið." Stúlkan blandar drykkinn og lætur hann á borðið. Spyr um leið og hún tekur við borguninni: „Er þetta ekki alveg hrylling- ur?“ „í rauninni ekki,“ svara ég. „Eftir þrjú glös finnurðu ekki fyrir neinu." Hún snýr sér hugsi að næsta kúnna. Sá biður um Öreigaappoló. „Bíddu aðeins, ég hef heyrt þennan áður en hvernig var hann aftur?“ Sama brosið. Skál. Eftir því sem líður á kvöldið fyllist Þor- láksbar af fólki sem náð hefúr að krafsa sig út úr jólaösinni fyrir utan. Feitlagin eldri kona, klædd ljósblárri ullarkápu, með slæðu um hárið bundna í hnút undir hökuna, ryður sér leið að barnum. Hún hefúr viðamikla innkaupapoka undir sitt- hvorri hendinni og stóran pinkil þar að auki undir þeirri vinstri. Hún setur pok- ana á gólfið, hagræðir pinklinum, hallar sér ffam á borðið. Biður um kók. „Bíddu aðeins, ég hef heyrt þennan...“ „Heyrðu elskan, hún er að biðja um bland, en óblandað," gríp ég frammí fyrir þeirri leðurklæddu. „Ó, auðvitað." Maðurinn með leikfangabangsann er mættur. Hann treður sér upp að hlið hinn- ar feitlögnu og blæs framan í hana reyk úr Camel-sígarettu sinni. „Ungi maður,“ segir frúin höstug. „Eg er ekkert hrifin af reyknum og vil biðja þig að blása þessu eitthvað annað.“ Hann pantar sér í glas. „Og ég skil ekki hvernig þú getur setið hér inni á þessum degi og þjórað áfengi,“ heldur frúin áfram með sama róm. „Ég er líka alfarið á móti áfengi." Maðurinn klappar bangsanum ástúð- lega á kollinn og segir við hann drafandi röddu: „Bíddu aðeins Doddi.“ Síðan hallar hann sér að frúnni, ropar og spyr hana innilegri röddu: „En elskan er þér sama þó ég skræli epli?“ Frúin snýr sér snúðugt undan og heldur aftur út í jólaösina. Hún klárar ekki kókið. Blá ullarkápan flaksar um innkaupapok- ana. Skál. Næsti kúnni treður sér á milli mín og mannsins með bangsann, snöggklipptur náungi með hátt gáfúlegt enni. Hann er klæddur gallabuxum og hinum ómissandi leðurjakka fastagestanna. Ég tek eftir tveimur gullhringjum í öðru eyra hans. Hann teygir sig yfir barinn og grípur í stúlkuna. „Ég ætla að fá tvo tvöfalda viský og gæt- urðu sett þetta í græjurnar meðan ég lýk úr glösunum?" spyr hann og réttir henni kasettu. „Ókei.“ Tónlistin á Þorláksbar breytist úr diskó- sulli yfir í fjöruga djasssveiflu. Önnur stúlka, sem verið hefur að af- greiða á borðin út í salnum, kemur inn á barinn og spyr hvur djöfúllinn sé í græj- unum og hver hafi látið þetta djönk í þær. „Það var ég,“ segir sá snöggklippti. „Þetta er gæðadjass." „Ha, djass?“ spyr stúlkan áttavillt. ,Já maður, Duke Ellington,“ segir hann ákafur. „Duke hver?“ „Duke Ellington maður, ffá 1943 skömmu áður en hann stofnaði sextett- inn.“ ,Jesús minn,“ stynur stúlkan og fer aftur út í salinn. Hann snýr sér að mér með sama ákafan- um og spyr mig hvort ég þekki örugglega ekki Duke Ellington. „1943 var gott ár, svara ég til að segja eitthvað. Maðurinn með leikfangabangsann hef- ur fylgst með þessum samræðum af áhuga og allt í einu réttir hann upp hendina og kallar: „Duke, já ég þekki hann. Ég þekki hann.“ Því næst treður hann bangsanum í fangið á þeim snöggklippta og heldur áfram: „Og hér hefúr þú bróðir hans Dodda. En passaðu þig á því að gefa hon- um ekki sopa. Hann er dræverinn minn í kvöld.“ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.