Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 58
SKY Merkimiðar á eldspýtnastokkum hafa verið með ýmsu móti og oft miðaðir við markaðinn sem þeim eru ætlaðir. Lítíl saga of eldspýtum Nú þegar jólin nálgast er rykið dustað af hinum sí- gildu jólasögum sem flestar ganga út á það að sýna fram á hvernig jólin galdra fram það besta í mönnunum. Því miður eru ekki allar jólasög- ur jafn hugljúfar, og ein sú sorglegasta er tvímælalaust hin sígilda saga H.C. Ander- sens um litlu stúlkuna með eldspýturnar. En hvernig skyldi sagan hafa orðið ef ekki hefði verið búið að finna upp eldspýturnar? Fárán- leg spurning? Ekid svo ef haft er í huga að á dögum Andersens voru eldspýtur tiltölulega nýleg uppfinning hversu einkennilega sem það kann að hljóma. Það hlýtur að teljast undar- legt hversu lítið aðferðir manna til að framkalla eld þróuðust í gegnum aldirnar allt fram á síð- ustu öld. í Skandinavíu hafa fundist tinnuáhöld frá járnöld sem voru jafn vel hönnuð til að kveikja eld og þau sem voru í notkun í byrjun síðustu aldar. Notaðar sem eitur Það var ekki fyrr en uppúr 1830 sem eldspýtan var fúndin upp. Það var hin svokallaða fos- fórseldspýta sem náði fljótlega mikilli útbreiðslu, en þrátt fyrir kostina sem voru lágt verð og að hægt var að kveikja á þeim með því að strjúka þeim við hvað sem var, voru óskostirnir líka miklir. Það kviknaði alltof auðveldlega á þeim. Margir eldsvoðar voru raktir til þess að eldspýtur hefðu nuddast saman í stokknum og valdið íkveikju. Ennffemur innihélt íkveikjuefn- ið gult fosfór sem er baneitrað og samkvæmt skýrslum líkskoð- unarmanna voru eldspýtur oft notaðar til að flýta fyrir arfi eða ekkjudómi. Það voru svo sænskir athafna- menn sem fundu upp öryggis- eldspýtuna á seinni hluta síð- ' ustu aldar og gerðu með henni Svíþjóð að stórveldi í eldspýtna- framleiðslu. Allt i einu urðu Sví- ar svo til allsráðandi í eldspýtna- sölu um allan heim og iðnaður- inn heima fýrir óx gífurlega hratt. Alls hafa yfir 150 eld- spýtnaverksmiðjur verið stofh- aðar í Svíþjóð, en á endanum var öll framleiðslan sameinuð undir einn hatt, Svenska Tand- sticks Aktiebolag, sem hafði aðalstöðvar sínar í Jönköping. Eftirlíkingar Um allan heim reyndu menn að herma eftir Svíum en náðu ekki sömu gæðum í ffamleiðsl- unni. Til þess að standast sam- keppnina brugðu þá margir ffamleiðendur um allan heim á það ráð að merkja eldspýtur sín- ar sem sænskar væru. Sem dærni um það má nefna að þegar sænskir framleiðendur ætluðu að fá einkaleyfi fyrir 150 merki- miðurn í Japan fengu þeir aðeins einkaleyfi fyrir innan við 20 merki. Öll hin sænsku merkin voru þegar í notkun hjá jap- önskum framleiðendum. Önnur saga er af þýskum eldspýtna- ffamleiðanda í Kólombíu sem skírði verksmiðjuna sína „Sweden“ til að geta sett „Made in Sweden“ á stokkana sína. Þrátt fyrir að eldspýturnar hafi verið í frumbernsku á tím- um litlu stúlkunnar hans H.C. Andersens hafa þær lítið sem ekkert breyst, og ekki heldur umbúðirnar, hinir sígildu stokk- ar sem eru líka sænsk uppfinn- ing. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir til endurbóta hefúr upprunalega formið haldist og öllum líkað vel þó að hver spýta endist heldur stutt eins og litla stúlkan komst að. AE. Þessi vél hjá sænsku eldspýtnaverksmiðjunum fýllir u.þ.b. 1.000 stokka á mínútu. 58 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.