Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 24
„Ég er fæddur í röngu landi" Vikan ræðir við Lars Toft Rasmussen, nýjan fréttamann Ritzau fréttastofunnar á íslandi sem á að færa umheiminum fréttir af okkur „Ég kann afskaplega vel við mig á norðlægum slóðum, og er mjög ánægður að vera kominn til íslands. Ég kann svo vel við að sjá Esjuna út um gluggann á skrifstofúnni. Ég er greinilega fæddur í röngu landi.” „Ég hef alltaf verið veikur fyrir norðlægum slóðum og sótti því strax um þessa stöðu, sem fréttamaður norrænu fréttastofanna á íslandi, þegar hún losnaði í september síð- astliðinn. Ég vissi að ég yrði í nokkrum vandræðum með málið fyrsta kastið, en ég er viss um að mér tekst fljótlega að Iæra nógu mikið í íslensku tíl að geta bjargað mér,“ segir Lars Toft Rasmussen, sem tók við störfúm sem fréttamaður Ritzau fréttastofúnnar á fslandi fyrir nokkrum dögum. Lars Toft tekur við störfúm af Magnúsi Guðmundssyni, sem var nýlega ráðinn sem annar ritstjóri Vikunnar, en Magnús gegndi þessu starfi í tæp sjö ár. Lars Toft Rasmussen er 33 ára gamall Dani, en hann hefur mikið afið manninn á norðlægum slóðum, lengst af á Grænlandi, þar sem hann gegndi herþjónustu og starf- aði síðan m.a. sem blaðamaður. Órjúfanlegt ástarsamband „Einhverra hluta vegna þrífst ég afar vel á norðurslóðum. Þetta er órjúfanlegt ástarsamband sem hófst fyrir um 12 árum, þegar ég var látinn gegna herþjónustu í Grönnedal í Norður-Grænlandi. Þar vorum við meira eða minna innilokaðir við fábreytt störf í hálft ár og þá var fátt hægt að gera ann- að en að sætta sig við umhverfið og njóta hinnar hörðu náttúru, eða verða hreinlega vitlaus ella. Ég kaus að sættast við náttúruna og naut því lífcins í ríkum mæli þama á hjara veraldar," segir Lars Toft. „Sumarið eftir herþjónustuna ók ég leigubíl á þeim fáfarna stað Thule í Norður-Grænlandi. Far- þegamir vom aðallega amerískir hermenn frá bandarísku herstöð- inni í Thule. Þetta var bráð- skemmtilegur tími og ég varð svo heillaður af Grænlandi að ég sneri til baka þangað í öllum sumarfrí- um á meðan ég stundaði nám í blaðamannaháskólanum í Arósum. Árið 1980 fór Lars Toft til New York, þar sem hann stundaði m.a. framhaldsnám í blaðamennsku í 24 VIKAN eitt og hálft ár. Eftir það hélt hann aftur rakleiðis til Grænlands og hóf störf sem ritstjómarfulltrúi við Grönlandsposten. Haustið 1983 varð hann ritstjóri fyrir tímaritið Arctic Policy Review, sem er gefið út á ensku af Inuit Circumpolar Conferance, sem em samtök eskimóa á Grænlandi, Kanada og Alaska. „Ég var sennilega eini hvíti mað- urinn sem vann fyrir þessi samtök og ég ferðaðist mjög mikið um heimskautalöndin á þessum tima. Á Grænlandi var ég líka fréttaritari fyrir Ritzau fféttastofuna, en ég var ráðinn þar sem fastráðinn frétta- maður þegar ég flutti heim til Dan- merkur haustið 1984. í störfum mínum fyrir Ritzau hef ég m.a. ver- ið sendur til Síberíu og Svalbarða, fréttastjórinn vissi að sjálfcögðu að ég væri hrifinn af þessum hrjóstr- ugu svæðum." ísland mjög áhugavert ,Á-hugi fjölmiðla á Norðurlönd- um fyrir Islandi hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum, sem er ekki síst að þakka fyrirrennara mínum í starfinu. Ég mun leitast við að skrifa greinar um íslenskt þjóðlíf og allt það sem vekur áhuga minn sem útlendings, fyrir utan venjulegan fréttaflutning af stjómmálum og því líku. Ég mun að sjálfsögðu halda þá starfcreglu fréttastofunnar að gæta hlutleysis í stjómmálaskrifum frá fslandi, eins og við höfúm reyndar gert undan- farin ár. — Hvemig leggst það í þig að eiga að starfa á íslandi? „Mjög vel. Ég hef komið hingað nokkmm sinnum áður, bæði í einkaerindum og starfcins vegna, en það er allt önnur tilfinning sem maður fær þegar maður veit að héma á maður að eiga heima um næstu framtíð. Það fyrsta sem vakti verulega athygli mína nú, em allir þessir bílar. Og allar bílasölumar, þetta er hreint einsdæmi á Norðurlöndum. Enda var enginn smá höfúðverkur að velja sér bíl. Ég hef þrætt flestar bílasölur borg- arinnar undanfarið í leit að bíl og úrvalið er svo mikið og verðið svo gott miðað við í Danmörku, að ég varð alveg ringlaður. „Ég er ráðinn til eins árs til að byrja með á íslandi, en það er allt eins líklegt að ég ílengist, því mér líst svo vel á mig héma. Ég á bát í Danmörku, sem ég ætla að sækja og sigla hingað næsta vor og ég hlakka mikið til að sigla við Island, það er svo falleg landsýn." „Ég er harðánægður með að það em nær engin tré á íslandi, þá sér maður fjöllin betur. Ég er afckap- lega hrifinn af fjöllum - ég hlýt að vera feddur í röngu landi.“ RS Það reyndi ekkl svo lítið á „Toumaq“ þegar Lars Toft og nokkrir félagar hans sigldu honum árið 1985 frá Godtháb á vesturströnd Grænlands, fyrir suðuroddan og alla leið til fslands með viðkomu í Anmaksalik á austurströnd Grænlands. Þessi leið hafði aðeins verið sigld einu sinni fyrr, hundrað árum áður. Hér er „Toumaq" fastur í ís við suð-austurströnd Grænlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.