Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 20
Úr hinum eina sanna Seppa: Magnús Mæjor (Þráinn Brjánsson) gefúr Spóa (Magnúsi Sigurólasyni) vænt trukk í afturendann með þeim afleiðing- um sem sjá má á myndinni. AKUREYRI: Öflug starfsemi unglingaleikhúss Á Akureyri er starfandi ansi sérstæð- ur leikhópur sem gengur undir nafn- inu Leikklúbburinn Saga. Klúbburinn er nú á ellefta starfsári sínu og firum- sýndi fyrir skemmstu leikritið Hinn eini sanni Seppi (The Real Inspector Hound) eftir Tom Stoppard undir leik- stjóm Skúla Gautasonar, en hann leik- stýrði hópnum líka síðastliðið vor þeg- ar hann setti upp leikritið Pæld’íðí. Sérstaða þessa leikhóps er einkum fólgin í því aó hann er unglingaleikhópur og var til skamms tíma sá eini hér á landi sem ekki var í tengslum við félagsstarf í skólum. Hópur- inn var stofnaður árið 1977 eftir að hjónin Þórir Steingrímsson og Saga Jónsdóttir höfðu haldið leiklistarnámskeið í æskulýðs- miðstöðinni Dynheimum. Krakkarnir á námskeiðinu urðu svo upp- fúllir áhuga að þeir stofnuðu klúbbinn og skírðu hann í höfuðið á Sögu Jónsdóttur. Fyrsta leikritið sem leikklúbburinn Saga setti á svið var svo Fáránleikur eftir Dario Fo og síðan hefur að minnsta kosti eitt verk verið sett á svið á hverju starfsári. Starfsemi hópsins hefttr alla tíð verið með ólíkindum ef miðað er við að öll starfsemin hvílir á herðum unglinga. Stórhugurinn hef- ur verið látinn ráða og það er óhætt að full- yrða að flestir sem með klúbbnum hafa starfað hafi gefið sig að fúllu í þau verkefni sem þeir hafa tekið að sér. Leikklúbburinn hefúr tvisvar sýnt leikrit sem voru sérstaklega samin fyrir hann af einum fyrrverandi félaga, hinum velþekkta útvarpsmanni Helga Má Barðasyni, og var farið með það fyrra, önnu Lísu, til Dan- merkur í leikferð sem tókst með ágætum. í þeirri leikferð komst klúbburinn svo í sam- band við danskan unglingaleikhóp sem hann hefur haldið sambandi við síðan. Þess- ir tveir hópar stóðu svo fyrir nokkrum árum að samnorrænu verkefni unglingaleikhúsa sem kallaðist Ragnarock og samanstóð af því að hopar frá öllum Norðurlöndunum æfðu hluta sýningar hver í sínu lagi og komu svo saman í sex vikna sýningarferð um öll Norðurlöndin. Nú er í undirbúningi að endurtaka þetta ævintýri árið 1989, en næsta sumar stefnir Leikklúbburinn Saga að því að fara á leiklist- arhátíð í Þýskalandi með verkið sem æft verður eftir áramót. Auðséð er á þessu að ekki vantar leiklistaráhuga hjá ungu fólki á Akureyri og mega bæjarbúar vera stoltir af því að eiga þennan öfluga hóp unglinga. AE. Úr hinum eina sanna Seppa: Elskhuginn í leikritinu, Símon Graf- stein (Haraldur Graf- stein), gerir sér dælt við þjónustustúlkuna (Þóru Jósefsdóttur). 20 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.