Vikan


Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 31
einn hvítan hrafh til þess að sanna, að ekki séu allir hrafnar svartir. Þetta krefst skýring- ar. Með því að fallast á fyrri tilveru, þá er vel hægt að ímynda sér, að líkir afburða hæfi- leikar séu afleiðing fyrri lærdóms og þroska á ákveðnum sviðum, sem færst hafi yfir í þetta líf að einhverju eða öllu leyti. Getum við hér minnst kenningar Platos um endur- minninguna: þeirra skoðunar, að sú þekking, sem okkur reynist auðvelt að til- einka okkur, sé gömul þekking, sem hið ódauðlega sjálf okkar hafi aflað sér á fyrri til- verusviðum. Á hinn bóginn, þegar um er að ræða þekkingu, sem við eigum erfitt með að melta eða höfum ekki áhuga á, þá kunnum við nú að vera að kynnast henni í fyrsta sinn. Þannig kann einnig að vera, að inn- blástur geti hugsanlega byggst á visku, sem safhað hefur verið í lífsreynslu fyrri ævi- skeiða. Oft verður vart við mikinn mismun á fólki innan sömu fjölskyldu, og er það nokk- uð forvitnilegt. Mismunandi líkamseinkenni að menn séu líkir eða ólíkir, stjórnast vafa- laust af erfðalögmálunum. En stundum kemur fram mikill mismunur á hinum dýpri sviðum hugsunar, siðferðis og listrænna eig- inleika og virðist alveg óútskýranlegur á líf- fræðilegum grundvelli. Þetta verður hins vegar ekki eins óskiljanlegt, ef gengið er út frá því, að hver sál eigi sér langa fortíð að baki og hafi dregist til að fæðast aftur í sam- ræmi við karmisk lögmál í fjölskyldu, þar sem foreldrarnir geta veitt henni líkama og umhverfi, sem best hentar áframhaldandi þroska hennar og þróun. Á það hefur verið bent, að Johann Sebastian Bach hafi fæðst í fjölskyldu, sem átti sér langa tónlistarhefð að bald; en af því þarf ekki endilega að leiða, að hægt sé að útskýra snilld hans sem erfða eiginleika. Það má alveg eins ímynda sér, að tónlistarsnilld hans hafi þurft líkama, sem 'hefði sérstaka eiginleika og ákveðið um- hverfi til þess að hæfileikar hans fengju sem best notið sín og þroskast áfram, og því hafi sál hans kosið eða verið beint til foreldra, sem gátu veitt þessi skilyrði. Eða með öðr- um orðum, að það sé sálin, sem ákveður erfðina, en ekki erfðin, sem ákveður sálina. Samúð sálna í samskiptum manna skapast oft mjög áberandi vinátta eða andúð, sem ekki virðist hægt að gera grein fýrir með neinum sál- fræðilegum útskýringum. Þótt ýmsir skáld- sagnahöfundar virðist sérstaklega hugfangn- ir af svonefndri ást við fyrstu sýn, þá er lítill vafi á því, að slíkt á sér iðulega stað. Slíkt ætti þá að vera hægt að útskýra á svipaðan hátt og gert hefur verið hér að framan, nefnilega að hér eigi sér stað viðbrögð, sem eiga rætur sínar í sambandi í fyrra lífi. í bók sinni The Imprisoned Splendour tekur ástralski háskólarektorinn og eðlis- fræðingurinn Raynor Johnson tvo vini sína sem dæmi þessu til stuðnings. Hann segir þar: Ég mun kalla eiginmanninn A en konu hans B. Þegar þetta er skrifað eru þau bæði miðaldra og framúrskarandi siðfáguð, vitur og góð hjón. Hann gegnir mikilvægu starfi sem forstjóri kaupsýslufyrirtækis, þótt aðal- áhugamál hans séu heimspeki og mikilvæg- ustu spursmál um listina að lifa rétt. Hún er siðfáguð kona, sem á yngri árum bjó yfir miklu sálrænu næmi, og hefur orðið fýrir ýmiskonar dulrænni reynslu. Segir hún, að allt frá æsku hafi hún vitað, að hún myndi, eftir langa bið, finna einhvern, sem ætti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir líf hennar. Hún lýsir því með þessum orðum: „Það var eins og þetta brytist allt í einu upp úr undirvit- undinni, engu líkara en einhver innri rödd fullvissaði mig um það, að enginn þeirra, sem ég þá átti að vinum eða umgekkst, hefði neina þýðingu fyrir framtíð mína, en að ég skyldi bíða eftir sambandi, sem yrði mér mjög mikilvægt, og ekki eingöngu að ég yrði að bíða, heldur hlyti ég að bíða mjög lengi.“ Hálffertugur kom svo A frá útlöndum og kynntist B í opinberu samkvæmi í fyrsta sinn. Báðum var þegar ljóst, að þessi kynn- ing var afar mikilvæg fýrir þau bæði, og þar- eð þú hafa nú verið gift í rúman aldarfjórð- ung má segja, að samband þetta hafi staðist próf sitt til hlýtar. Einu eða tveim árum áður .. .sjö ára gamall sýndi drengurinn meiri málakunn- áttu en nokkur kennaranna. Þrettán ára gamall hafði hann aflað sér talsverðrar kunnáttu í að minnsta kosti þrettán tungumálum. Meðal þeirra, auk klassísku og nútímamálanna, má nefna persnesku, arabísku, sanskrít, hindustan og jafnvel malaisku... en þau kynntust, varð hún fyrir undarlegri reynslu í vakandi ástandi. Hún segir frá því með þessum orðum: „Ég komst allt í einu úr sambandi við um- hverfi mitt og virtist ég vera á öðrum stað og í öðrum tíma, sem kynni að geta hafið verið Bretland á miðöldum eða eitthvert land í Norður-Evrópu. Ég lá í rúmi og vissi, að ég var að dauða komin. Ég hafði fætt bam, sem ég vissi að ég mundi aldrei fá aug- um litið. Herbergið var mjög stórt. Að nokkrum hluta var þar moldargólf. Rúmið, sem ég lá í, var á upphækkuðum palli nálægt dyrunum. Ég heyrði mikinn ys og mannamál fýrir utan. Ég vissi, að eiginmaður minn var þar og að hann var að leggja af stað í mjög hættulegt ævintýri. Hann var að takast á hendur vonlausa ferð fýrir konung sinn, og fólkið var að hylla hann. Hann kom inn til þess að kveðja mig og kraup við beð mitt, yfirkominn af harmi. Við vissum bæði, að við mundum ekki sjást aftur í þessu lífi. Að- skilnaðurinn var ákafiega sár, og þegar sýnin hvarf mér, grét ég sáran. Mér fannst ég hafa gengið gegn um þessa hörðu raun í annað sinn. Þegar sýnin hvarf mér, var ég hálfrugluð, því ég þekkti engan sem gæti hafa verið þessi maður. Þegar ég seinna fór að hugsa um þetta, fór ég að brjóta heilann um það, hvort það kynni að hafa verið maður, sem ég þekkti þá vel, því að í fýrsta sinn sem ég sá hann, leitaði mjög sterklega á mig, að ég hefði þekkt hann vel í öðru lífi. Og nú velti ég því fýrir mér, að vísu án minnstu sann- færingar, hvort þetta kynni að hafa verið hann. En þegar ég sá A, þá hvarf mér allur efi um, að það var enginn annar en hann, og sú trú mín hefur verið óbifanleg æ síðan." Já, þannig sagði konan frá þessu. Það er eftirtektarvert, að þessi sýn B birtist henni með öllum tilfinningarkrafti ákveðinnar minningar. f hinu fræga riti sínu Phædo, þar sem Plato á ógleymanlegan hátt lýsir dauða Sókratesar, lætur höflmdur í Ijós þá skoðun, að ef sálimar yrðu fýrst til við fáeðingu, þá virtist heimspekingi ólíklegt að þær lifðu eftir dauðann. Má ef til vill orða þetta svo, að ef eðli sálarinnar er ódauðlegt (eins og Plató áleit), þá leiði ódauðleiki, sem felur í sér takmarkalausa framtíð til þess að einnig fortíðin sé takmarkalaus. Að fallast á annað án hins, eins og sumir virðast gera, er furðu- leg kollhnís í andlegri leikfimi, sem erfitt hlýtur að vera að gera sér grein fýrir á hverju byggist. Fom kenning En kenning þessi, sem hér hefur lítillega verið lýst, er engan veginn ný af nálinni. Ekki takmarkast hún heldur við Austurlönd, eins og margir halda, en á sér ævafoma sögu, líklega jafhgamla menningunni sjálffi. Þannig hafa fimdist heimildir um hana allt frá 2500 ámm fýrir Kr. í Kína og frá ríkis- stjómarámm Thutmose III. í Egyptalandi fimmtán hundmð ámm fýrir Krist, og em þannig eldri en elstu rit Gyðinga. Fomleifa- fundir hafa sýnt, að prestar Egyptalands hins forna kenndu, að sál mannsins tæki sér bú- stað í ýmsum líkömum eftir líkamsdauðann. Og til em heimildir í Kína, sem ná 4500 ár aftur í tímann, og bera þær greinilega með sér trú á endurholdgun, eins og henni var haldið fram af heimspekingunum Lao-Tze og Chaang-Tze. Og eins og kunnugt er, þá er þessi kenning beinlínis gmndvöllur Bú- ddhatrúar, sem hófst á sjöttu öld fýrir Krists burð og hefur milljónir áhangenda enn í dag. Hér verður að hafa í huga, að í Egypta- landi og Kína var að finna hina elstu sið- menningu (svo við sleppum nú alveg möguleikum fyrri siðmenningartímabila, svo sem Atlantis og Mu) og heimspeki, og mynduðu þessar fornu þjóðir kjaman í vís- indum þessara tíma. Hjá ísraelsmönnum um 1225 fýrir Krist var að finna mikil áhrif frá Egyptum í trúarbrögðunum, eins og ljós- lega kemur ffam í kenningum hins mikla löggjafa Móse. Önnur fom siðmenning, nefhilega Grikkja, hafði einnig fengið sitt af hverju að láni frá Egyptum, og mesti stæðrfræðingur og heimspekingur 6. aldar fýrir Krist, Pý- VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.