Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 5

Vikan - 17.12.1987, Page 5
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Blómasalurinn í jólabúningi. Agnarsmáum litríkum ljósum hefur verið komið fyrir í blómunum í gluggunum svo fljótt á litið virðist þama vera eitt alls herjar jólatré. lþessu jólalega um- hverfl geta hótelgestir notið matarins yfir hátíðarnar. Jól á hóteli Allir vilja hafa það náðugt um jólin; fara í sparifötin, borða góðan mat og hafa jólalegt í kringum sig. Ekki eru allir sem eiga heimili og fjölskyldu — og því síður að þeir kunni að elda ekta jóla- mat, en vilja þó samt sem áður eiga góð jól. Til dæmis hefúr verið hringt til hótela í Reykjavík fyrir sjómenn utan af landi sem eiga enga fjolskyldu og spurt hvað sé við að vera fyrir þessa menn um jólin. Loftleiðahótelið við Reykja- víkurflugvöll verður opið yfir há- tíðarnar og þar geta hótelgestir og aðrir fengið sérstakan jóla- mat yíir hátíðarnar. Fyrir stuttu fékk anddyri hótelsins andlits- lyftingu og þar var komið fyrir þægilegum sófúm, fleiri blóm- um og ýmsu öðru sem gera stað- inn aðlaðandi. Auk þess er kom- ið Landsbanka útibú í anddyrið sem hefur nokkuð rýmri af- greiðslutíma en aðrir bankar. Niðri í kjallara er sundlaugin rómaða og er hún meira og minna opin yfir alla hátíðisdag- ana. Þar eru einnig Sauna böð, nuddbekkir, hár-, andlits- og fót- asnyrting. Hótelgestir geta því látið fara einkar vel um sig þarna yfir hátíðarnar, án þess að fara neitt annað - enda er hótel- ið gjarnan auglýst sem „heimur út af fyrir sig“. Sungið fyrir f immkall! Upp úr gólf inu „Hér er hann kominn, hann Ómar Ragnarsson, með brag um blaða- menn.“ Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður, sem var velslustjóri í afmælisfagnaði Blaðamannafélags- ins á Hótei íslandi síðastliðið laug- ardagskvöld, sést hér afhenda grín- istanum mikrófóninn. Ómar og Haukur Heiðar undirleikari komu upp úr gólfinu með hljóðfærið til- búnir í slaginn. Útbúnaður þessi er aðehis eitt af mörgu ■ hinum nýju húsakynnum byggingarinnar, sem kostað hefúr verið stórfé til í þeim tilgangi að gera skemmtanahaldið auðveldara. Allt gekk óaðfinnan- lega fyrir sig á þessari fyrstu sam- komu á staðnum, en margir höfðu óneitanlega átt allt eins von á því, að þurfa að borða súpuna með múrskeið og fá rafmagnsrör í glasið eins og hamagangurinn var rétt fyr- ir opnun. Átta ára gömul og bráðhress tók Ólöf Einarsdóttir lagið með föður sínum Einari Júlíussyni síðastliðið föstudagskvöld á sviði Súlnasalar Hótel Sögu þeg- ar kynnt voru atriði úr skemmti- dagskrám, sem þar verða fluttar fýrir matargesti næstu mánuð- ina. Ólöf söng lagið Simmsala- bimm, sem önnur Suðurnesja- stúlka, Ruth Reginalds, gerði vinsælt hér um árið. f textanum segir eitthvað á þá leið, að „gefir þú mér fimmkall skuli ég syngja fýrir þig lag.“ Einar var fljótur að rétta dótturinni fimmkallinn þegar þar var komið í textanum og var þá þessi mynd tekin. í næsta tölublaði segir Vikan nánar frá því sem stendur fýrir dyrum á Hótel Sögu. VIKAN 5 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.