Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 2

Vikan - 12.08.1993, Side 2
 VIKUNmtR 4 SPURT UM KYNLIF Þau Daði og Dóra á Aðalstöðinni eru um þessar mundir með spurninga- keppni í gangi í samvinnu við Bleikt og blátt. 6 ÓVÍGÐ SAMBÚÐ Stiklað á stóru um sambúð, hjóna- band og skilnað. Forsendur sambúðarinnar og slit hennar. 18 HNEPPT DOMUPEYSA Uppskritt að kvenpeysu úr íslenskri ull. 20 ARABISKT BRAUÐ Fríða Böðvarsdóttir fékk þá flugu í höfuðið að laera jórdanska matargerð eftir að hafa heillast af jórdanskri sýningu í Listasafni íslands. 32 YILLIBORN Hvers vegna láta þau svona? Eru þau tilfinningalega svelt? Vikan ræðir við Elísabetu B. Bjarnadóttur félags- ráðgjafa - og segir jafnframt lítillega frá því hvernig háttar til í málefnum útigangsbarna í Bretlandi og Ástralíu. 38 AÐ VERA ASTFANGIN OG SKYNSÖM Nokkur góð ráð fyrir ástfangnar konur. 40 POPP Örlítið um The Stranglers, aðalsmenn pönksins. Ennfremur hlustað gagnrýnum eyrum á nýja diska. 42 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Jóna Rúna Kvaran miðill skrifar um börn sem mismunað er af foreldrum undir fyrirsögninni „Pabbi þolir mig ekki“. Tilefnið er ærið. 24 ERT ÞÚ FÍKILL? Þegar þörfin verður skynseminni yfirsterkari og þú fellur fyrir freist- ingunni. Af því ég er fíkill! Þannig lýsir átfíkill líðan sinni. 27 ÞANNIG ER BJÖRK Vikan bað nokkra aðila, sem kunnugir eru söngkonunni Björk Guðmunds- dóttur, að lýsa henni í fáeinum orðum. 28 KINKS ELDFJÖRUGIR Blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar brugðu sér á tápmikla tónleika með hinum gömlu en góðu Kinks. 29 PERSÓNULEIKAPRÓF Tuttugasta og fyrsta öldin er að koma - en ert þú með á nótunum? Persónuleikapróf fyrir kvenfólk. 46 SMÁSAGAN Hvarf eldabuskunnar heitir saka- málasagan eftir Agöthu Christie sem við birtum í þessari Viku. Þar er sjálfur Hercule Poirot potturinn og pannan í lausn gátunnar. 52 SUÐUR-AMERÍKA Við heyrum mikið um þessa álfu talað en fáir íslendingar hafa komið þangað og trúlega eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar, landar okkar sem hafa gefið sér eins góðan tíma til að kanna Suður-Ameríku og Pétur Val- geirsson útvarpsmaður. Ferðalýs- ingar hans í Vikunni fyrir um tveimur árum vöktu verðskuldaða athygli. í næstu tölublöðum Vikunnar lýsir hann síðustu landkönnun sinni fyrir lesendum. 56 LITMYNDASÖGUR 62 KVIKMYNDIR Á morgun, 13. dag ágústmánaðar, verður nýjasta stórvirki Spielbergs frumsýnt í þrem kvikmyndahúsum I Reykjavík, nefnilega kvikmyndin Jurassic Park. Blaðamaður Vikunnar í Los Angeles, Loftur Atli Eiríksson, ræddi við aðalleikkonu myndarinnar, Lauru Dern, og átti sömuleiðis fróðlegt viðtal við helstu brellumeist- ara myndarinnar. 8 VÍKINGAHÖFÐINGI Hann segist vera mátulega galinn til að vera Hafnfirðingur. Og hann sér sérstaka ástæðu til að taka skýrt fram að hann sé ekki ásatrúar. Blaðamaður Vikunnar finnur Jóhann- es Viðar veitingamann í Fjöru... 14LINDA GUNNARSDÓTTIR ER ATVINNUFLUGMAÐUR Þegar blaðamaður Vikunnar tók sér far með einni af vélum íslandsflugs á dögunum brá honum í brún þegar hann sá að flugmaðurinn var stúlka sem vart gat verið meira en tvítug. 44 KROSSGÁTAN 58 TÍSKA Okkar maður í París, Gísli Egill Hrafnsson, fékk aðgang með Ijós- myndavél sína að sýningu hins þekkta tískuhönnuðar Kenzo á haust- og vetrarlínunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.