Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 10

Vikan - 12.08.1993, Page 10
vinna svo lengi í faginu átti ég ekkert annað eftir en að eiga slíkan rekstur sjálfur. Þetta var fyrir fjórum árum og þá var mikill uppgangur í veitinga- rekstri, margir staðir opnaðir en vinnan aldrei trygg. Stað- irnir voru alltaf að fara á haus- inn en ég var alltaf nógu lán- samur til að ná inn peningun- um mínum áður en gjaldþrotin urðu alger,“ segir Jóhannes. Þegar hér var komið sögu var kominn tími til að fara að gera eitthvað róttækt í málunum. „Ég gleymi því ekki hvernig menn komu, klöppuðu á öxl- ina á mér og sögðu að ég væri léttgeggjaður að þora þetta. Ég hafði þá aldrei kom- ið í Hafnarfjörð nema á sunnudögum að skoða Hafn- firðingana! Mér leist svo vel á þetta næstelsta hús bæjarins sem var þá rekið sem veit- ingastaður. Ég hugsaði með mér að ef þetta gengi ekki sem veitingahús gæti ég allt eins búið í því. Þannig að ég keypti húsið enda var ég kom- inn með sarpinn fullan af alls kyns hugmyndum. Víkinga- veislurnar rekja til dæmis upp- haf sitt til útskriftarferðar til New York. Þar fór ég inn á ítalskan veitingastað. Þar voru þjónar, fullorðnir menn flestir, sem sungu meðan þeir báru matinn fram. Ég hugsaði með mér að þetta gætum við vel gert heima eins og nú er orðin raunin. Við erum með syngjandi gengilbeinur hér meðal annars.“ Varðandi starfsfólkið og reksturinn vill Jóhannes Viðar taka það sérstaklega fram að á bak við hann standi frábært starfsfólk, margt hvert frábær- ir listamenn. „Ég má heldur ekki gleyma að nefna Guð- mund Árna og bæjarstjórnina alla sem hefur stutt mig með ráðum og dáð. Hann verður heldúr ekki lakari, nýi bæjar- stjórinn sem fyrir hreina tilvilj- un var kjörinn heiðursvíkingur númer eitt. Ég hef oft haldið því fram að þetta sem hér hefur gerst hefði hvergi tekist annars staðar en í Hafnarfirði því hér býr stórkostlegt fólk,“ segir Jóhannes. VIÐAR VÍKINGUR - Hugmyndir í sarpi, segírðu. En hvort myndirðu skilgreina víkingabröltið sem persónu- lega áráttu eða viöskiptalegs eðlis? ◄ Lengst til hægri er heiöursvík- ingur númer eitt: núverandi bæjarstjóri Ingvar Viktorsson ásamt m.a. Guö- mundi Áma í víkinga- veislu. ► Hagvirk- ur Hafnar- fjaröarvík- ingur, Jó- hann Berg- þórsson, kampa- kátur. ▲ Ein syngjandi gengilbein- anna býr sig undir aó bera mjöó til nútímavíkinganna. „Þetta eru náttúrlega fyrst og fremst viðskipti. Ég myndi ekki kalla þetta áráttu hjá mér og ég er ekki ásatrúar, það skal skýrt tekið fram,“ segir Jóhannes sposkur, ekur sér til þarna í sófanum uppi undir súð í Fjörukránni en lætur samt sem honum sé mikið í mun að þetta komist til skila. „Ég trúi á hann Guð minn,“ bætir hann við, maðurinn sem kallar sig Viðar víking og finnst það bara allt í lagi. Hann hefur á hinn bóginn fengið ásatrúar- fólk til liðs við sig. „Já, ég á góðan vin, Hauk Halldórsson myndlistarmann, sem er ásatrúar. Hann hefur myndskreytt allan staðinn og verið mér innan handar við hönnun. Ég hef líka fengið góða iðnaðarmenn eins og Er- lend Magnússon til að skera út í tré. Eini möguleikinn er að vera öðruvísi en aðrir. Ég hef lagt áherslu á að ná inn á ferðskrifstofurnar, hvort tveggja upp á útlenda sem og innlenda hópa. Hér á landi eru ráðstefnur allt árið og ég næ miklu af því hingað. Þeir sem eru í Reykjavík koma ekkert hingað til Hafnarfjarðar tveir eða fjórir saman til að borða eða skemmta sér. Þess vegna var eina ráðið að ná þeim hingað í hópum. Og hingað til hefur allt gengið upp.“ ATHLÆGI OG HNEYKSLAN - Þú ert að klæða upp starfs- fólkið í alls kyns múnderingar. „Já, það var raunar dálítið mál til að byrja með því við erum svo spéhræddir, íslend- ingar. Ég líka. Á Vínardögum lét ég mig hafa það að spranga hér um götur með hvíta hárkollu í anda Mozarts. Þetta var eiginlega byrjunin á þessu öllu saman og vakti al- menna athygli enda nýtt atriði á ferðinni. Sömu sögu var að segja af frönskum dögum. Þá var starfsfólkið klætt upp í gamla, franska herbúninga. Þetta gerðum við á fimmtu- dögum og sunnudögum, aðal- lega vegna þess að íslending- ar mega ekkert vera að því að þorða og taka lífinu með ró á föstudögum og laugardögum." - Varstu ekki hræddur við að veröa að almennu athlægi með þessum tilraunum og valda jafnvel hneykslan? „Jú, jú, jú. Auðvitaö hlæja alltaf einhverjir að manni og við skulum bara leyfa þeim að hlæja, he, he. Já, já.“ Jóhannes og hið skraut- búna lið hans reisti tjaldskála milli gömlu húsanna tveggja 10VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.