Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 12

Vikan - 12.08.1993, Page 12
z z sínu taka á sig óendanlega breytilegar myndir. Fátt jafn- ast á við það að verða vitni að þessum leik úti á rúmsjó. Og að sjá Hafnarfjörð af sjó er aukinheldur engu líkt. BJÓR Í BÁT Ætlunin var að selja veitingar f skipinu þetta tvær til þrjár míl- ur undan ströndinni. Þannig ættu farþegarnir kost á að renna fyrir fisk með stöngina í annarri hendi en ískaldan bjór- inn ( hinni. En fógeti er það, heillin, en ekki ýsa sem kippir ▲ Skraut- búnir gestir viö vígslu Fjöruness- ins aö ganga frá boröi. MEÐ LÆGSTU LAUN Starfsdagurinn er f lengra lagi. Jóhannes er yfirleitt mættur um klukkan tíu á morgnana og er að þar til um tvöleytið á nóttunni. Um helg- ar mætir hann kannski örlítið seinna en kemst þá ekki heim fyrr en klukkan er langt geng- in sex að morgni. Er maðurinn þá ekki með rífandi tekjur? „Nei, ég er örugglega með lægstu launin hérna," svarar Jóhannes og bætir við að starfsfólkið hlæi að þessari dellu í honum. Hann er þó 2 ekki af baki dottinn, segist 1 sennilega vera með lægsta tímakaupið ef út í það væri farið. Hann streðar við þetta 'ii ?.im ▲ Hér færir indíáni Jóhannesi og Fjörugaröinum sérofiö teppi aö gjöf. Indíáninn þiggur víkingasverö sem þakkarvott fyrir vikiö. Jóhannes stendur fyrir alls kyns uppákom- um og margar eru í heiönum siö þó hann þver- taki sjálf- ur fyrir aö vera ásatrúar. baki brotnu og sér fram á tíu ára dagskrá með staðinn. „Eftir um það bil tíu ár held ég að ég verði búinn að gera allt sem mig langar að gera með Fjörukrána og -garðinn. Þá verð ég farinn að endurtaka sjálfan mig og það merkir að ég eigi að fara að snúa mér að einhverju öðru.“ Endurtekning er um þessar mundir víðsfjarri aðgerðum Jóhannesar. Hann stofnaði nýlega hlutafélag um rekstur skips, gamla Fagranessins sem var áður í siglingum um ísafjarðardjúp og Hornstrand- ir. Það heitir nú Fjörunes og á því geta gestir Jóhannesar og víkinga hans siglt á vit mið- nætursólar. Báturinn sá er ekki fyrsta tilraun með slíka þjónustu þvf í fyrra notaði Jó- hannes gamla skútu, langskip sem notað hafði verið við gerð nokkurra kvikmynda. Má nefna Hvíta víkinginn til sög- unnar sem dæmi. Stemmningin sem skapast er engu lík þegar sólin hnígur til viðar og myndar Ijósrák á því sem næst spegilslóttum haffleti. Hún leikur sér líka dá- lítið við skýin sem í fjölskrúði hvað fastast í öngulinn undir þeim kringumstæðum. Skringileg löggjöf segir nefni- lega að þetta megi Jóhannes vfkingur og vinir hans ekki gera. Honum finnst þetta und- arlegt, sér ekki hverju það breyti í raun og skilur lítt í þeim veitingamönnum sem sagðir eru hafa kært hann fyrir veitingu bjórs um borð. „Það er annars ótal margt hægt að gera um borð í þessu skipi annað en að drekka brennivfn," segir Jó- hannes glaðbeittur en hann sér fram á að bera sigur úr býtum að lokum. Hann hefur meðal annars farið með skólabörn út á bátnum, veitt sjókvikindi ýmiss konar og langar til að standa fyrir sjó- vinnunámskeiðum svo eitt- hvað sé nefnt af þvf sem er í deiglunni. Þangað til heldur Jóhannes sig við víkingaveisl- ur og fleira þjóðlegt framtak. VANTAR SAMKEPPNI Samkeppni er síðan eitthvað sem hann segist hreinlega sakna! „Nú finnst þeim kolleg- um mínum hér í Hafnarfirði ég vera hrokafullur með afbrigð- um að segja svona. Svo er þó ekki því um það bil sjótíu pró- sent af Hafnfirðingum fara enn til Reykjavíkur að skemmta sér. Ég stefni auð- vitað á að ná í þá og svo er Reykjavíkin stór á íslenskan mælikvarða. Ég sækist hins vegar ekki eftir fólki sem er að sækja staðina í kringum mig. Þeir eru að stíla inn á þann markað, unga fólkið. Ég vil heldur fá hingað fólk yfir 25 ára og hefur tekist að halda því þannig.“ - Af hverju ekki fólk um tví- tugt? „Það er bara meira vesen með yngra fólk, það er fyrir- ferðarmeira sem eðlilegt er og eldra fólk verslar meira. Mér finnst líka meiri kúltúr yfir þessu. Hér á Fjörunni er píanó- leikari sem myndar rólegheita andrúmsloft með rómantískum blæ, fyrir matargesti. Hins veg- ar er Fjörugarðurinn mun fjör- legri staður en samt sem áður hefur meðalaldurinn haldist f því sem ég hef talið æskilegt. Víkingaveislurnar gefa síðan á- gætlega af sér og það væri fá- ránlegt að kasta þeim frá sér eins og staðan er núna.“ AMERÍSKI DRAUMURINN Þegar Jóhannes er spurður um áhugamál svarar hann því til að reksturinn sé eiginlega eina áhugamálið. „Kannski er það ekkert sniðugt, að minnsta kosti er konan mín ekki í sjöunda himni alla daga yfir þessu þrölti mínu. En ég ætla í golfið þegar ég er orð- inn gamall, sko, með rólegri tíð og tíma. Annars er ég frek- ar óþolinmóður að eðlisfari og verð oft þreyttur á þessu eins og gengur og gerist. Maður fær alveg nóg stundum en endurnýjast sem betur fer reglulega,“ segir Jóhannes og þrátt fyrir að hann sjái kannski fram á rólegri framtíð þá er hún langt undan. Hann segir til dæmis eiga að vera hægt að reka íslenskan veitinga- stað erlendis sem gæti í leið- inni verið ágætis landkynning. Og einn af draumum Jó- hannesar er einmitt að slá í gegn í Bandaríkjunum. Amer- íkanar, sem hingað hafa kom- ið og sótt víkingaveislur, telja margir hverjir að „ðí ameríkan drím“ sé innan seilingar hjá Jóhannesi ef og þegar hann kemur þangað með starfsemi af þessu tagi. 'Ef til vill eigum við þá eftir að sjá mynd af honum með gleraugu og skegg við merki veitingahúsa- keðjunnar „Hafnarfjarðar sýrt slátur" eða eitthvað því um líkt. Látum tíð og tíma leiða það í Ijós. □ 12VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.