Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 14

Vikan - 12.08.1993, Page 14
Tveggja hreyfla flugvél, fimmtán sæta, rennir upp að flugstöðvarbyggingu íslandsflugs á Reykjavíkur- flugvelli einn góðviðrisdag f júlí. Þegar hreyflarnir hafa numið staðar opnast dyrnar snögglega og út vindur sér Ijóshærð, ung kona í einkenn- isklæðum. Það kemur spurn- arsvipur á gamlan mann sem hefur fylgst með komu vélar- innar á meðan hann bíður eft- ir flugi norður á Gjögur. Hann Flugmaður þarf að leggja hönd á fleira en stýri flugvélarinn- ar. Hér leggur Linda hönd á plóginn viö affermingu vélar úti á landi. gat ég ekki haldið þessu lengur leyndu og sagði for- eldrum mínum frá þvi hvert stefndi. Ég ráðgerði að hefja nám á flugleiðabrautinni svokölluðu um haustið en þá fékkst ekki fjármagn til reksturs hennar fyrr en um áramót. Ég hafði ekki þolinmæði til að þíða og ákvað að fara til Bandaríkj- anna og innritaðist í háskól- ann í Arizona til að læra flug- rekstrarfræði fyrst og fremst. LÉT ENGAN VITA FYRR EN ÉG VAR BÚIN AÐ TAKA SÓLÓPRÓFIÐ - SEGIR LINDA GUNNARSDÓTTIR FLUGMAÐUR HJÁ ÍSLANDSFLUGI 2 tekur af sér velkta húfuna og O klórar sér í hausnum. „Getur ^ þetta verið satt?“ verður hon- Z um hugsað. Hann tautar ( barm sér eitthvað sem enginn '-n heyrir. Þegar unga, Ijóshærða S konan kemur inn blístra tveir M unglingsstrákar í átt til henn- EE ar: „Vá, maður, skyldum við :< eiga að fljúga með þessari?" 3= Linda Gunnarsdóttir er flug- maður hjá íslandsflugi og seg- t/5 ir hvern dag í Iffi sínu vera 'Q spennandi ævintýri. Hún út- - skrifaðist stúdent frá Verzlun- q arskóla íslands fyrir tveimur j— árum og hóf þá þegar flug- § nám. Nú hefur draumur henn- *— ar ræst, hún er komin í bún- inginn og farin að fljúga vélum íslandsflugs. Blaðamaður hitti Lindu einmitt þennan dag, skömmu eftir að hún kom brunandi á vél sinni og renndi upp að flugstöðvarbyggingunni eftir vel heppnað flug frá Akureyri. Honum varð starsýnt eitt augnablik á þennan flugmann - þó ekki hafi þessi uppgötv- un orðið til þess að honum yrði eins innanbrjósts og gamla manninum. - En hver er hún, þessi Ijóshærða kona sem er að hefja feril sinn sem atvinnuflugmaður, ein á með- al fárra kynsystra sinna? SELTIRNINGUR „Ég hef búið á Seltjarnarnes~ inu mest allt mitt líf - og í for- eldahúsum þangað til fyrir skömmu. Ég er nýflutt í mína fyrstu íbúð ásamt kærastan- um mínum, Birgi Birgissyni, og að sjálfsögðu er hún á Nesinu. Móðir mín, Katrín Pálsdóttir, er af Nesinu en faðir minn, Gunnar Þorvalds- son, kemur frá Akureyri. Við höfum nokkrum sinnum búið erlendis um stundarsakir i tengslum við starf föður míns sem er flugmaður, tvo mánuði í Guatemala þegar ég var tíu ára, einn vetur í Amsterdam og eitt sumar í Tyrklandi.“ - Ert þú kannski fædd með útþrá og áhuga á flugi í blóð- inu? „Mér hefur þótt flugið mjög spennandi frá því ég var lítil stelpa. Pabbi var flugstjóri á þotu og ég fékk að fara nokk- uð oft með honum, það var mjög skemmtilegt. Hann hefur líka alltaf átt hlut f einkavél sem fjölskyldan hefur ferðast á víða um landið. Við fórum ekki í útilegur á bílnum með tjaldiö í skottinu eins og flestir gera, við flugum þangað sem okkur langaði. Mér þótti það þvf strax sjálf- sagður hlutur að vera í flug- vél, þó að stundum hafi ekki verið laust við að ég yrði svo- lítið hrædd. Ég man sérstak- iega eftir einu skipti. Þá fór ég með foreldrum mínum í ferða- lag til Akureyrar og lentum við í rosalegri ókyrrð á leiðinni. Ég varð mjög hrædd og fór ekki upp í flugvél lengi á eftir. Hræðslan eltist af mér á einu eða tveimur árum.“ LÆRDI Á LAUN - Hvenær ákvaðstu síðan að læra flug og leggja það jafnvel fyrirþig? „Áhuginn á að læra að fljúga hafði lengi blundað í mér en ég vildi ekki tala um það við nokkurn mann. Mér fannst ólíklegt að draumurinn myndi nokkurn tíma rætast. Þegar ég varð sextán ára hringdi ég í flugskólana og spurðist fyrir um flugnám og fór í fyrsta tímann án þess að nokkur vissi. Ekki varð samt úr frekara námi að sinni, ekki fyrr en vorið sem ég varð stúdent. Eftir prófin fór ég að vinna í afgreiðslu íslandsflugs og byrjaði þá að læra flug fyr- ir alvöru hjá Flugtaki. Ég sagði engum frá þvi hvað ég væri að gera, ekki fyrr en óg var komin með sólóprófið. Þá Meðfram fyrirhugaði ég að taka einkaflugmannsprófið. Mér þótti flugnámið aftur á móti svo skemmtilegt að ég hætti f háskólanum og sneri mér alfarið að fluginu. Reynd- ar þreytti ég nokkur próf í há- skólanum, í fögum tengdum fluginu - atvinnuflugmanns- fræði og fleiru. Þarna var ég í sjö mánuði og flaug ofsalega mikið. Þegar ég kom heim hélt óg flugnáminu áfram og kláraði blindflugið hjá Flugtaki. Með- fram vann óg í afgreiðslu (s- landsflugs eins og áður. Ég gætti min á því að leggja fyrir af kaupinu mínu svo ég gæti staðið straum af námskostnaðinum. Fólkið mitt heima og kunningjarnir hafa stundum velt því fyrir sér hvernig ég hafi farið að því að fjármagna námið. Það man þá ekki eftir öllum helgunum sem ég sat heima í stað þess að fara út að skemmta mér, í ferðalag með kunningjunum og þar fram eftir götunum. Ég er auðvitað ekki búin að borga þetta allt saman ennþá - og dvölin í Bandarfkjunum var ekki gefin.“ - Hvernig leist föður þínum á að þú gerðist atvinnuflug- maður eins og hann? 14VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.