Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 16

Vikan - 12.08.1993, Side 16
„Hann hvorki latti mig né hvatti. Sjálfur hefur hann verið flugmaður í áratugi og þekkir kosti og galla starfsins. Hann benti mér á hversu erfitt gæti verið að fá vinnu. Ég held að hann hafi verið hræddur um það í fyrstu að ég hefði ekki nógu mikinn áhuga. Síðan hann sá að mér var alvara og þetta fór að ganga hjá mér hefur hann stutt mig dyggi- lega. Þegar við komum heim á kvöldin erum við kannski ný- búin að fljúga sitthvorri vélinni. Þá berum við saman bækur okkar um hvernig ferðin hefur gengið og svo framvegis." í HÁDEGISMAT TIL KALIFORNÍU „Dvölin í Bandaríkjunum var mjög skemmtileg. Ég var í Phoenix í Arizona, sem er mjög miðsvæðis. Þess vegna gat ég flogið til margra spenn- andi staða á meðan ég var að safna flugtímum í tengslum við námið. Ég flaug til dæmis til San Diego 09 Los Angeles í Kaliforníu. Eg flaug líka nokkrum sinnum til Las Veg- as, gisti eina eða tvær nætur og notaði tækifærið til að freista gæfunnar i spilaköss- unum. Oftast var ég ein í vél- inni en oft fórum við tvö eða þrjú saman á jafnmörgum vél- um. Ég flaug einnig til Nýju og fengið okkur morgunmat áður en við byrjuðum í skól- anum um tíuleytið. Stundum skruppum við til Kaliforníu í hádegismat. Á þennan hátt gátum við slegið tvær flugur í einu höggi, skemmt okkur og safnað flugtímum um leið.“ STORKA SIÁLFRI MÉR Í LISTFLUGINU „í Bandaríkjunum lærði ég einnig listflug, á æfingavél eins og notuð var í hernum og kallast T-34. Hún er eins hreyfils, með skiptiskrúfu og er 300 hestöfl - mjög kraft- mikil. Ég lærði bæði „Formation Flying“ sem kallað er þegar tvær vélar fljúga saman hlið við hlið og listflug eða „Aerobatic". Ég held að það sé spennan og adrenalínið sem gerir list- flugið svo spennandi - að finna hvernig það streymir um líkamann. Ég hafði engan tíma til að hugsa mig um þeg- ar mér var boðið í fyrsta flug- ið. Ég stökk bara út í vél, ann- ars hefði kannski kjarkurinn fjarað út. Maður finnur hvernig maður svífur um loftið, stund- um mjög léttur eða mjög þungur. Maður sér jörðina koma þjótandi á móti sér - fyrir neðan sig, ofan sig og alls staðar. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég hugsa að ég hafi Mexíkó og Texas. Það er líka mjög fallegt í Arizona þar sem ég var. Við skruppum oft fljúgandi snemma á morgnana til lítils bæjar sem stendur mjög hátt uppi og heitir Sedona, ekki allfjarri þeim fræga stað Grand Canion. Þetta er ekki klukkutíma flug. Þess vegna gátum við skroppið þangað Lindu ber sem flug- manni þessarar flugvélar íslands- fiugs aö standa viö dyr vélar- innar og heilsa far- þegum er þeir stíga um borö. alltaf haft gaman af því að storka sjálfri mér aðeins og fá „kikk“ út úr spennandi hlutum á borð við þennan.“ - Eins og teygjustökk? „Já, ætli það geti ekki verið svipað. Ég hef samt engan á- huga á því, mér finnst líkam- inn vera allt of viðkvæmur og áhættan of mikil. Það þarf svo lítið að koma fyrir til þess að maður geti ekki starfað við flugið áfram. Mig langar aftur á móti mjög mikið að prófa fallhlífarstökk og bíð eftir heppilegu tækifæri. Kærastinn minn er reyndar á móti þessu - en ég ætla samt.“ - Hvernig iíkar honum aö búa með flugmanni? „Ég held að hann kunni bara vel við það. Bróðir hans er flugmaður og það er mikill flugáhugi í fjölskyldu hans, þó að hann hafi ekki sjálfur á- huga á því að fljúga. Hann hefur hins vegar starfað í af- greiðslu íslandsflugs og er öll- um hnútum kunnugur. Við kynntumst einmitt þar.“ HÉLT AÐ ÉG VÆRI FLUGFREYJAN Linda hóf átörf sem flugmaður hjá íslandsflugi í maí síðast- liðnum. Hún var heppin því að aðeins brot af þeim fjölda sem náð hefur tilskildum réttindum fær vinnu við flugið. „Þetta er mjög skemmtilegt starf - ég varð að minnsta kosti ekki fyrir vonbrigðum þegar ég byrjaði. Ég er því miður aðeins ráðin fram í september og þá tekur óviss- an við. Gallinn er sá að mark- aðurinn er lítill og ferða- mannatíminn svo stuttur. Á sumrin er þörf fyrir mikinn aukamannskap, á haustin minnka umsvifin verulega. Ég fæ vonandi eitthvað að fljúga í vetur. Ég verð svo bara að bíða þangað til vorar aftur." - Dæmigerður vinnudagur? „Yfirleitt vinn ég í sex daga og fæ frí í tvo. Það er mjög misjafnt hversu mikið ég vinn á hverjum degi, stundum flýg ég kannski bara eina ferð en flýg allt upþ í fjórar ferðir aðra daga. Stundum er ég allan daginn, stundum tek ég dag- inn mjög snemma og er búin á hádegi ellegar að ég fer að fljúga seinnipartinn og flýg fram á kvöld. Við mætum hálf- tíma fyrir flug og byrjum á því að kynna okkur veður á á- fangastaðnum. Þvi næst ger- um við hleðsluskrá og flugá- ætlun. Loks hjálpar maður til við að hlaða vélina og gera hana klára, setja á hana elds- neyti og svo framvegis. Ef við erum í áætlunarflugi er stopp- ið ekki nema um fimmtán mínútur úti á landi og því þarf allt að vera vel skipulagt. Flugstjórinn segir þá hvernig hann vill hafa hlutina, fer inn og gengur frá pappírum og ég hjálpa til við hleðslu eða af- hleðslu vélarinnar - eða öf- ugt. Síðan drífum við okkur f loftið aftur. Aðstoðarflugmaðurinn stend- ur alltaf fyrir utan vélina og fylgist með á meðan farþeg- arnir eru að stíga um borð og koma sér fyrir. Hann lokar síðan dyrunum, athugar hvort allir séu búnir að festa beltin og svo framvegis. Um daginn gerðist svolítið skemmtilegur atburður. Þá vorum við með fulla vél og ég stíg síðust um borð eins og venjulega. Þegar ég hef lokað og gengið tryggi- lega frá hurðinni stendur kona upp úr sætinu og segir: „Fyrir- gefðu, vinan, sit ég í þínu sæti?“ Hún hélt ég væri flug- freyja sem þyrfti að tylla sér meðal farþeganna á meðan vélin tæki á loft.“ SÓTTUM VARAHLUT TIL NOREGS „Það gerir starfið enn fjöl- breyttara að við fljúgum mikið leiguflug, aðallega innanlands en öðru hverju förum við til Norðurlandanna, Þýskalands og Frakklands. Við erum til dæmis oft með íþróttahópa. í gær fórum við með einn slík- an til Akureyrar. Þá leggjum við af stað um fimmleytið, bíðum eftir honum meðan leikurinn fer fram og fljúgum svo til baka svona um ellefu- leytið um kvöldið. Við fljúgum líka mikið sjúkraflug og erum þá kölluð til að nóttu sem degi. Eg hef flogið nokkrum sinn- um til Grænlands í sumar. Þegar við fórum síðast buð- um við farþegum okkar upp á svolítið útsýnisflug, það er of- boðslega fallegt þarna. Fjörð- urinn er þakinn ísjökum og landslagið er hrikalegt. Oft erum við send í ferðir sem koma óvænt upp á með litlum fyrirvara og af mjög mismun- andi tilefni. Um daginn flugum við til dæmis til Bergen í Nor- egi til að sækja varahlut í tog- ara sem bráðlá á. Við flugum út á Beachcraftinum og sótt- um tvo tfu kílóa kassa. Þegar við komum með þá til Reykja- víkur var þeim komið fyrir um borð í Dorniernum sem flaug með þá hundruð mílna á haf út þar sem þeim var varpað niður yfir skipinu.” „OJ BARA - STELPA!" „Mér hefur verið tekið mjög vel af samstarfsmönnum mín- um og hef ekki yfir neinu að kvarta. Strákarnir eru að vísu óvanir því að sitja við hliðina á konu í flugstjórnarklefanum en þeir hafa tekið mér vel, þetta er bara tilbreyting fyrir þá. Mér hefur alltaf þótt sjálf- sagt að leggja þetta fyrir mig. 16VIKAN 16.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.