Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 30

Vikan - 12.08.1993, Síða 30
a) Hamast viö aö koma öllu í toppstand áður en hún kemur. b) Stingur upp á aö þiö hittist á veitingastað. c) Tekur létta syrpu til að laga það allra versta. d) Lætur þig engu skipta þó allt sé í rusli. Er ekki óreiöa stöðutákn hinnar önnum köfnu framakonu nútímans? 4. Þegar svo ber viö aö þú og karlkyns samstarfsmaöur þinn eigiö samleið inn á vinnustaö- inn viltþú aö: a) Hann opni dyrnar fyrir þig. b) Hann opni ef hann verður á undan þér að dyrunum. c) Það ykkar sem er á undan opni dyrnar og gangi inn en haldi opnu fyrir hitt. 5. Hvernig ertu klædd á vinnustað? a) Þú mótar klæðnað þinn eftir klæðnaði eldri og reynd- ari samstarfskvenna þinna. b) Þú klæðist því sem þér líð- ur vel í; þannig skilarðu bestu vinnunni. c) Þú klæðist smekklegum og kvenlegum fatnaði. d) Meö markmið vinnunnar fyrir augum. Fallega sniðin dragt passar til dæmis alltaf vel, að þínu mati, ef þú ert að fara á alvarlegan fund. 6. Þér finnst þú njóta vel- gengni og gæfu í lífinu þegar: a) Þú ert í frábæru starfi. b) Þú átt frábæran mann. c) Þú hefur hvort tveggja. d) Þú hefur allt sem hugurinn girnist: krefjandi og skemmti- legt starf, dásamlegan maka sem kann á öll þvottavélar- kerfin og fullkomin börn. e) Þú nýtur ánægjulegs og góðs einkalífs og hefur starf sem gefur þér svigrúm til að eyða tíma með fjölskyldunni eða makanum. 7. Segjum sem svo aö mað- urinn þinn hafi veriö giftur áöur og eigi tvö ung börn af því hjónabandi. Hvernig eru tengslþín viö fyrri konuna? a) Það er alveg undir henni komið. Ef hún kemur vel fram við þig ætti ykkur aö koma á- gætlega saman. b) Það er hlýlegt og vinalegt. Þér finnst skemmtilegt að fá nýja sýn á Herra Dásamleg- an, frá hennar sjónarhorni. c) Hvaða tengsl? Þú sérð bara enga ástæðu til að hafa nein samskipti við fyrrverandi eiginkonu mannsins þíns. 8. Skilnaður er aö þínu mati: a) Óhjákvæmilegt úrræði þegar hjón eru hætt að geta haft eðlileg samskipti. b) Of oft notaður sem auð- veld lausn á vandamálunum nú til dags. c) Eitthvað sem aðrir lenda í, ekki þú. 9. Móöurhlutverkið er aö þínu mati: a) Æðsta köllun þín í lífinu. b) Einn af fjölmörgum á- nægjulegum þáttum tilverunn- ar. c) Gildra. 10. Ef þú ætlaöir þér aö stofna fjölskyldu, hvernig myndiröu þá haga lífi þínu? a) Halda áfram að vinna utan heimilisins alveg eins og fyrr. b) Reyna að fá sveigjanlegri vinnutíma eöa leita að vinnu þar sem boðið er upp á barnagæslu á þínum vinnu- tíma. c) Skipta algerlega um hlut- verk og gerast „móðir" í fullu starfi. Börnin þin eiga það skilið að þú sinnir þeim ein- göngu. 11. Hvernig bregst þú viö þegar kvenkyns vinnufélagi þinn segir grófan brandara? a) Þér finnst það alveg jafn- ósmekklegt og þegar karl- kyns vinnufélagi gerir það - hvorki meira né minna. b) Þér finnast tilburðir hennar til að falla inn í „stráka- stemmninguna" hjákátlegir. c) Þú hlærð, ef brandarinn er fyndinn. 12. Hver finnst þér aö staöa kvenna innan hjálparsveita ætti aö vera? a) Þær ættu að ganga í ná- kvæmlega sömu verk og karl- arnir. b) Þær ætti að senda á slysavettvang og í leitir eins og karlana en samt aðeins ef þær óska sjálfar eftir þvi. c) Þær ætti ekki undir nein- um kringumstæðum að senda á slysavettvang eða í leitir. 13. Með hverri þessara kvenna kemstu næst því aö finna til samkenndar? a) Madonnu. b) Barböru Bush. c) Roseanne Arnold. d) Meryl Streep. 14. Merktu viö eftirfarandi full- yrðingar eftir því sem þú kemst næst: S fyrir „satt“, Ó fyrir „ósatt“ en ? fyrir „ja, þaö fer nú eftirýmsu...“: a) Hver sá sem vill deila lífinu með þér skal gjöra svo vel og deila húsverkunum líka-jafnt! b) Sönn „karlmennska" felst samkvæmt þínum kokkabók- um í því að sjá vel fyrir heimil- inu og fjölskyldunni. c) Ef þú ættir aö velja á milli þess að kyssa frosk eða gefa upp aldur þinn myndirðu undir eins kasta þér á froskinn. Hann gæti þar að auki alltaf breyst í prins! d) Þú missir bókstaflega nátt- úruna þegar þú sérð karlmann með eyrnalokk eða (enn verra!) tagl í hárinu. e) Þú myndir aldrei taka þér orðið „dama“ í munn. f) Þér finnst nauðsynlegt að hafa þinn eigin ávísanareikn- ing, hver sem hjúskaparstaða þín er. g) Þér finnst móðgandi þegar karlmaður, sem þú ert með úti, opnar fyrir þig bílinn og dregur fram stólinn þinn á veit- ingahúsinu. h) Þér finnst „hjónaband" vera merkingarlaus texti á blaði. i) Þú forðast bari eða aðra staði þar sem einhleypt fólk venur komur sínar og vilt held- ur kynnast efnilegum kandídötum gegnum vini eöa ættingja. j) Þegar elskan þín fram- kvæmir tilraunir í eldhúsinu vilt þú helst vera viðstödd, svona til að gæta þess að allt fari ekki úr böndunum. 15. Karlmaðurinn á að (merktu við S, Ó eöa ?): a) Opna bílinn. b) Skipta um dekk. c) Ákveöa hvernig er best að ávaxta sparifé ykkar (eða eyða því). d) Setja upp hillur. e) Eiga frumkvæðið í svefn- herberginu. f) Sjá um aö vera með smokk þegar þið njótist í fyrsta skipti. g) Stilla tímastillinguna á myndbandstækinu þínu. JBAS QIQeAJjEO peAg juáj Bits ttje Bo ttæAyjjeu juÁf Bjts pawe ‘jbas næAJtej geAif jjjÁf Bjts oai Qjæ; nd 'St 0 0 f :| L L 0 :q l I. 0 :6 f 2 0 :j t 2 0 :s l 0 2 :P L 0 2 :o l. 0 2 :q l 2 0 :b ■V5 '0 'S '91 O-P t-o z-q 0-E'£L Z-0 L-q 0-E2t f-0 o-q S-B' 1.1 f-o f-q 0-E'0f 0-o t-q 2-B '6 2-0 t-q 0-E '9 2-0 o-q L-B L L-S O-P L-o 2-q 2-E '9 2-P 2-0 o-q L-E g 0-o L-q 2-B -p o-p L-o L-q 2-E 'S o-p L-0 2-q 0-B '2 o-p L-o L-q 2-B ' L :dorov0lis NIDURSTÖDUR: ERT ÞÚ GAMALDAGS? 40 STIG EÐA MEIRA: Gunna gamaldags, góðan daginn! Viöhorf þín eru ekki 30 VIKAN 16. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.