Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 31

Vikan - 12.08.1993, Síða 31
bara gamaldags, þau eru beinlínis spaugileg! Ef þú getur slitiö þig lausa frá þriðja bindinu af Dalalífi skaltu hlusta vandlega: Allar nýjustu markaöskannanir sýna berlega fram á að konur eru nú stór og veigamikill hluti atvinnulífsins. Meirihluti kvenna vinnur úti (fyrir laun) við ýmis störf, ekki bara við hefðbundin „kvennastörf". Hverjar eru afleiðingarnar af því? Jú, við eyðum minni tíma á heimilinu en áður og þurfum því að endurskipu- leggja lífsstíl okkar í sam- ræmi við það. í því felst með- al annars að láta karlmenn- ina taka meiri þátt í húsverk- unum, koma börnunum á dagheimili og jafnvel að horfa fram hjá rykkornum hér og þar, þar til þið hjónin hafið tíma til að taka á því vanda- máli! Við erum líka farnar að taka meiri fjárhagslega á- byrgð, eins og til dæmis að borga fyrir okkur þegar við förum á stefnumót og leggja okkar skerf til heimilisins. Samfara þessu höfum við tekiö að okkur að deila ýmiss konar verkefnum sem áður voru eingöngu f verkahring karla - eins og að skipta um dekk og eiga frumkvæðið í rúminu. Rumskaðu nú, góða, og finndu ilminn af kaffinu sem hann er að laga handa þér! Það er ekki orðið of seiní að skrá sig á þetta sniðuga námskeið í vélaverkfræði fyr- ir byrjendur. 20-30 STIG: Nanna nútímakona - það ert þú! Þú ert ekki ein af þeim konum sem ríghalda í hefð- bundnar hugmyndir um hlut- verk kvenna/karla í starfi og einkalífi. Þú lagar þig aö að- stæðunum án þess að sætta þig við málamiðlanir sem setja þig skör lægra en karl- ana í kringum þig. Þú gerir á- kveðnar kröfur til maka þíns og/eða barna en ert um leið tilbúin að mæta þeirra kröfum ef þær eru raunhæfar. Ef þú hefur engan sérstak- an áhuga á glæstum starfs- frama færðu um leið meiri tíma til að sinna fjölskyldu. Stefnir þú hins vegar uþþ á við á framabrautinni veistu að það verður á einhvern hátt á kostnað einkalífsins. Þess vegna tekur þú ákvarðanir um líf þitt á raunsæjan hátt og á eigin forsendum. Þú setur hlutina í forgangsröð og sinnir þeim eftir því. Skynsamar nú- tímakonur gera sér Ijóst aö engin kona getur verið full- komin eiginkona, móðir og starfsmaður í sömu andránni. Við lifum á erfiðum tímum en þú ættir að hafa þitt á hreinu. Stattu þig! 18STIGEÐA MINNA: Heitir þú nokkuð þröngsýna Þóra? Það er í rauninni frek- ar lítill munur á þér og Gunnu gamaldags. Þið eruð báðar rígbundnar við úrelt gildis- mat. Munurinn felst kannski í því að þið tilheyrið ólíkum tímabilum - þú ert föst í bylt- ingarárum sjöunda og átt- unda áratugarins, hún tilheyr- ir eftirstríðsárunum. Sko, karlmenn hafa ekki endilega neitt illt í hyggju þó að þeir leggi höndina á handlegginn á þér þegar þið farið yfir um- ferðargötu eða bjóðist til að borga fyrir þig á veitinga- stað. Það er eðlismunur á því og nauðgun. Ef þú ætlar þér að komast í gegnum lífið er best fyrir þig að átta þig á þessu: þó að karlmenn hafi tekið framför- um síðustu tuttugu árin er enn langt frá því að þeir séu tilbúnir að taka fullan þátt í húsverkum og barnauppeldi. Hlutirnir breytast einfaldlega ekki svona hratt. Karlmenn líta enn svo á að þeir séu að „hjálpa til" þegar þeir vaska upp eða elda og það er enn langt í land að það breytist. Ef þú hefur hugsað þér að vinna úti en eiga samt fjöl- skyldu verður eitthvað undan að láta. Athugaðu svörin sem þú merktir við í þessu prófi og veltu fyrir þér hvort þú getur haldið öllu þessu til streitu. Skynsamleg mála- miðlun er svarið, nú á tíunda áratugnum. Ég tala nú ekki um ef þú hefur efni á áreið- anlegri ræstingakonu. □ / SToKKr TUGLÍli A/ES FSL-dft k F&li Duf i LiTU AA/vö RVK ST iKfiR K/ft msi- fW<\ —> 1 u n- cm n, f m tthri-B f\UbF <£.&/// - > 3 / VFi/ HÖFk) /VI yV/v; fi'/ f\ULF\ ,/ > l/ SSLb'bí 3 , 1 V ? -fiSL&i / /l'STf > i / ' c, R. U / H A T/ FalmA ÖAR' Oflái S~ > l/ U/JG- i/'éi , / V FU&L LtfJ > 5 V b / Z 3 ¥ b ? F4T&K4 Lausnarorð í síðasta blaði: BRAKA ló.TBL. 1993 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.